Varnir og viðbúnaður vegna jarðskjálfta: 112 dagurinn 2016 var tileinkaður almannavörnum. Af því tilefni fjallaði Kastljós um viðbúnað hjónanna Guðmundu Auðar Auðunsdóttur og Guðmundar við jarðskjálftum en þau búa á virku jarðskjálftasvæði á suðurlandi. Einnig var kíkt í neyðarkassa hjá starfsmanni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Guðrúnar Jóhannesdóttur. Þátturinn er birtur hér með góðfúslegu leyfi RÚV.

 Börnin og jarðskjálftar

Mikilvægt er að æfa viðbrögð við jarðskjálftum.

 Af hverju jarðskjálfti?

 

 

Fræðslumyndbandið Katla og Kötluvá

Myndin fjallar um eldstöðvarnar Kötlu og Eyjafjallajökul, eðli þeirra, eldgos og hættuna, sem stafar af þeim s.s. jökulhlaup, en einnig um forvarnir og viðbrögð við umbrotum. Framleiðandi myndarinnar um Kötlu og Kötluvá er Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild. Myndgerð Lífsmynd – Valdimar Leifsson, kvikmyndagerð og umsjón Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Um hljóð sér Jón Kjartansson.