Hitamynd af eldgosinu í Holuhrauni

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af svipuðum krafti og undanfarna daga og enn er ekkert lát á sigi öskju Bárðarbungu. Rúmmál sigskálarinnar er nú metið 0,6 rúmkílómetrar. Nánar má lesa um niðurstöður fundar Vísindamannaráðs almannavarna, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði í morgun í tengslum við FutureVolc rannsóknarverkefnið, hér á síðunni. Nánar má lesa um FutureVolc verkefnið á síðunni www.futurevolc.hi.is  Einnig má lesa um FutureVolc á ensku síðunni okkar, hér.

Myndin hér fyrir neðan sýnir eldgosið í Holuhrauni mánudaginn 22. ágúst 2014. Myndin er byggð á gögnum frá vísindamönnum á vettvangi, ratsjármælingum úr flugvél Landhelgisgæslunnar og ýmsum gervitunglamyndum. Jarðvísindastofnun HÍ setti myndina saman.

Landsat20140922b

Mynd byggð á mælingum í Holuhrauni, ratsjármynd Landhelgisgæslunnar og ýmsum gervitunglamyndum. Myndin sýnir Holuhraun 22.09.2014. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.