Eldgosinu í Holuhrauni er lokið

Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar nú í morgun, laugardaginn 28. febrúar 2015, og sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

  • Eldgosinu í Holuhrauni, sem hófst þann 31. ágúst 2014, er lokið.
  • Nauðsynlegt er að fylgjast áfram mjög vel með Bárðarbungu.
  • Áfram mælist gasmengun frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni.
  • Á þessu stigi hefur ekki verið tekin ákvörðun um að breyta aðgangsstýrða svæðinu norðan Vatnajökuls.
  • Almannavarnir vinna áfram á hættustigi. 
  • Litarkóði fyrir flug hefur verið lækkaður úr appelsínugulum niður í gulan.
  • Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug hefur verið lækkaður úr appelsínugulum niður í gulan fyrir Bárðarbungu. Upplýsingar um litarkóða íslenskra eldfjalla má lesa hér á vefsíðu Veðurstofu Íslands.
  • Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 3. mars, 2015.

     

     

    SENTINEL-1 ratsjármynd frá því 27. febrúar 2015, myndin sýnir enga gosvirkni, en þess ber að geta að ekki væri hægt að greina mjög litla virkni á þessari mynd. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

    SENTINEL-1 ratsjármynd frá því 27. febrúar 2015, myndin sýnir enga gosvirkni, en þess ber að geta að ekki væri hægt að greina mjög litla virkni á þessari mynd. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.