Fréttir   
14.4.2010

Jarðskjálftahrina undir Eyjafjallajökli

Jarðskjálftahrina er hafin undir toppi Eyjafjallajökuls.  Í samráði við jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands hefur verið tekin ákvörðun um rýmingu sunnan jökulsins í öryggisskyni.   Rýmt verður frá Markarfljóti í vestri og austur að Skógum.  Nú er verið að hringja á þá bæi  sem beðnir eru að rýma og fara íbúar að Heimalandi,  Varmahlíð og í Drangshlíð.   Lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir hafa umsjón með rýmingunni.  Þjóðvegur 1 er lokaður frá Hvolsvelli og austur að Skógum.  SST hefur verið virkjuð og fylgst er með framvindu í samvinnu við jarðvísindamenn. 

Til baka

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is