Fréttir   
24.5.2011

Opnun þjóðvegar milli Víkur og Freysnes

Vegna breyttra aðstæðna verður þjóðvegurinn milli Víkur og Freysnes opnaður kl.19:00 í kvöld.
 
Verið er að senda tæki á staðinn til að hreinsa sandskafla sem hafa myndast á veginum.  Opnunin er með þeim fyrirvara að aðstæður geta breyst þannig að loka þurfi veginum aftur.
 
Skyggni á leiðinni getu víða verið lélegt og vegfarendur eru beðnir að sýna varkárni og að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Til baka

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is