Fréttir   
30.5.2011

Almannavarnastigi vegna eldgoss í Grímsvötnum aflétt

Í ljósi þess að vísindamenn telja að eldgosinu í Grímsvötnum sé nú lokið, hefur ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórana á Eskifirði og á Hvolsvelli ákveðið að aflétta almannavarnastigum vegna eldgossins.

Framundan er mikil vinna við hreinsun og uppbyggingu á því svæði, sem verst varð úti í öskufallinu. Miðstöð þeirrar vinnu verður í Þjónustumiðstöð almannavarna.  

Þjónustumiðstöðin í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri verður opin frá klukkan 10:00 - 13:00. Meginverkefni hennar er að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum, sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingarstarfi.

Hægt er að ná sambandi við fulltrúa þjónustumiðstöðvarinnar í síma 847 5715 og með tölvupósti í netfangið adstod.klaustur@gmail.com

Hægt að ná sambandi við fulltrúa þjónustumiðstöðvarinnar í ofangreindu símanúmeri utan viðverutíma.

Til baka

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is