Krjúpa – skýla – halda

25. september 2016 12:07

Þegar jarðskjálfti verður, þá er gott að vera búin(n) að huga að hvernig best sé að bregðast við. Nauðsynlegt að halda ró sinni, krjúpa, skýla höfði og halda sér. Mörg slys í kjölfar jarðskjálfta verða þegar fólk hleypur um eða út úr byggingum.  Ef hlaupið er um í óðagoti aukast líkurnar á því að verða fyrir hlutum sem falla úr hillum eða af veggjum og þess háttar.  Glerbrot geta verið á gólfum ásamt ótal muna sem geta valdið slysi ef stigið er ógætilega á þá og svona mætti lengi telja. Sjá nánar hér

Síðast uppfært: 12. september 2016 klukkan 15:41