Alvarlegir atburðir af völdum náttúrunnar eða af mannavöldum gera jafnan ekki boð á undan sér og geta haft víðtækar afleiðingar í för með sér á íbúa og samfélag. Liður í þjálfun og æfingum viðbragðsaðila almannavarna er að líkja eftir atburðum sem gætu átt sér stað og bregðast við þeim eins og um raunatburð væri að ræða.

Fyrsta æfing á viðbrögðum vegna Kötlugoss var árið 1973 og var þá í fyrsta skipti framkvæmd raunveruleg rýming í byggð og tóku þátt í æfingunni íbúar Víkurkauptúns, Álftavers og Meðallands. Árið 2006 var æfingin Bergrisinn haldin þar sem æfð voru viðbrögð og rýming á áhrifasvæði Kötlu, í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Hægt er að nálgast skýrslur um æfingar undir liðnum skýrslur um æfingar  hér á vefsíðunni í útgefið efni.

 
Viðbragðsáætlanir geta almennt ekki talist fullkláraðar fyrr en þær hafa verið æfðar, áreiðanleiki þeirra prófaður og þær jafnframt staðfestar af hlutaðeigandi aðilum. Á hverju ári eru haldnar almannavarnaæfingar og má þar nefna flugslysaæfingar á áætlunarflugvöllum landsins,  samskiptaæfingar vegna snjóflóða á skilgreindum hættusvæðum í samvinnu við Veðurstofu Íslands, stjórnstöðvaræfingar og skrifborðasæfingar í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki.

No automatic alt text available.

 

Síðast uppfært: 10. júlí 2017 klukkan 16:01