NORDRED
Íslendingar eiga í formlegu gagnkvæmu samstarfi við Norðurlöndin, Noreg, Danmörku Svíþjóð og Finnland með samstarfssamningi um björgunarmál, svokölluðum NORDRED samningi. Samstarfið tekur til áfalla og tjóna sem almenningur verður fyrir. Löndin hafa skuldbundið sig til að hjálpa hvert öðru í neyð. Í tengslum við samninginn hafa verið gerðir undirsamningar sem taka á samvinnu á landamærum ríkjanna t.d. er varða sjúkraflutninga. Þá hefur verið samið um gagnkvæma aðstoð varðandi smitsjúkdóma ofl.

Samstarfshópurinn hittist að jafnaði tvisvar á ári og eru haldnar ráðstefnur þriðja hvert ár. Ísland hélt slíka ráðstefnu 2006.
Frekari upplýsingar um samstarfið í NORDRED

HAGA
 
Með Haga I yfirlýsingunni árið 2009 ákváðu ráðherrar almannavarna á Norðurlöndunum að auka og styrkja samstarfið milli landanna í málefnum almannavarna.  Stofnaðir voru vinnuhópar til að styrkja samstarfið meðal annars í björgunarmálum, menntunarmálum, CBRN efnamálum, miðlun upplýsinga í hamförum, starfi sjálfboðaliða, æfingum, rannsóknum og þróun svo fátt eitt sé nefnt og hafa þessir hópar fundað að jafnaði tvisvar á ári. Árið 2013 var fundur ráðherra almannavarna í Vaxholm í Svíþjóð og var þar ákveðið að að strykja enn starfið með Haga II yfirlýsingunni. þá var norsku almannavörnunum falið að kortleggja og greina samstarf Norðurlandanna í almannavörnum.

Síðast uppfært: 26. maí 2016 klukkan 16:47