Fjöldahjálparstöðvar eru starfræktar á neyðartímum. Í fjöldahjálparstöðvum eru þolendum náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða boðið öruggt skjól, og helstu nauðsynjar.

Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins eru almennt í skólum, félagsheimilum eða samkomuhúsum og er þar tekið á móti þeim sem þurfa að yfirgefa heimili eða vinnustað eða fyrir þá sem eru á ferðinni þar sem hætta getur skapast og því mikilvægt að vita hvar næsta fjöldahjálparstöð er. Á vefsíðu Rauða krossins á Íslandi eru hægt að nálgast staðsetningar fjöldahjálparstöðva.

Athugið að aldraðir og/eða fatlaðir einstaklingar búa hugsanlega í næsta nágrenni við ykkur og  gætu þurft á aðstoð að halda til að komast á fjöldahjálpastöð ef það þarf að yfirgefa heimilið vegna hamfara.

Hafðu samband við Neyðarlínuna í síma 1 1 2 ef þú þarft aðstoð og aðstoðarbeiðnin verður send áfram til hjálparliða almannavarna.

Rauði krossinn á Íslandi heldur skyndihjálparnámskeið reglulega og er mikilvægt að kunna fyrstu hjálp.