Almannavarnadeildin  sinnir ýmsum verkefnum í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn.   Hluti áhafnar  Samhæfingarstöðvar er mönnuð  heilbrigðisstarfsmönnum og ber almannavarnadeildin ábyrgð á þjálfun þeirra.   Einnig ber almannavarnadeildin ábyrgð á þjálfun og gerð fræðsluefnis vegna stórslysa af ýmsum toga og  eru heilbrigðisstarfsmenn í hópi viðbragðsaðila.

Gerð viðbragðsáætlana er varða heilbrigðisgeirann er hluti af verkefnum almannavarnadeildar og hafa tvær áætlanir verið gerðar í samvinnu við Sóttvarnalækni og viðbragðsaðila.

Eins má nefna að sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir vinna sínar viðbragðsáætlanir í samvinnu við almannavarnadeildina.

Síðast uppfært: 9. júní 2016 klukkan 10:11