Hópslysaæfing á Suðurlandi

Í dag var haldin hópslysaæfing á Suðurlandi við gömlu Þjórsárbrúna. Þar var líkt eftir rútuslysi með töluverðan fjölda þolenda en í æfingum sem þessum er reynt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum eins vel og hægt er.

Allir viðbragðsaðilar á svæðinu tóku þátt í æfingunni auk þess sem aðgerðastjórn á Selfossi var virkjuð, ásamt Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð.

Undirbúningur æfingarinnar hefur staðið frá því í vetur en mikil vinna fer í að skipuleggja og halda æfingar af þessu tagi.

Þrátt fyrir mikla umferð viðbragðsaðila á meðan æfingin átti sér stað, hafði það ekki truflandi áhrif á almenna umferð þar sem vettvangur æfingarinnar var á aflögðum  veg við gömlu Þjórsárbrúna.

Hægt er að fylgjast með framgangi æfingarinnar á samfélagsmiðlum undir ‪#‎slys2016

æfing_sudurland mynd_oddur