Lokun fyrir niðurdælingu á Húsmúlasvæði

Orkuveitan, sveitarstjórnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjóra  vilja vekja athygli á að loka þarf fyrir niðurdælingu í Húsmúlasvæði við Hellisheiðarvirkjun vegna vinnu við lagnakerfi virkjunarinnar. Niðurdæling í svæðið mun hefjast aftur í síðasta lagi á fimmtudagsmorgun 20 ágúst. Vegna þessara aðgerða telja vísindamenn að tímabundið séu auknar líkur á að jarðskjálftar verði á niðurdælingarsvæðinu og gætu þeir náð þeirri stærð að finnist í byggð. Unnið er eftir verklagi sem miðar að því að lágmarka hættu á óþægindum.