Óvissustig vegna Skaftárhlaups

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir óvissustigi vegna gruns um að hlaups sé að vænta úr eystri Skaftárkatli samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Hlaupið getur komið fram undan Tungnaárjökli, Skaftárjökli í Skaftá eða undan Síðujökli í Hverfisfljót.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ráðleggur ferðafólki frá því að vera nálægt upptökum ánna og við bakka þeirra.  Brennisteinsvetnismengun getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum auk þess sem árnar geta flætt yfir bakka og vegi sem liggja þeim nærri.
Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

In English
The National Commissioner of the Icelandic Police in association with the District Commissioner in South Iceland declare an uncertainty phase due to information from the Meteorological Office concerning the possibility of a fast rising flash flood in Skaftá that might occur during the next days.
Travelers are advised to stay at a good distance away from the rivers Skaftá and Hverfisfljót.
Uncertainty phase/level is characterized by an event which has already started and could lead to a threat to people, communities or the environment. At this stage the collaboration and coordination between the Civil Protection Authorities and stakeholders begins. Monitoring, assessment, research and evaluation of the situation is increased. The event is defined and a hazard assessment is conducted regularly.