Stormviðvörun á austanverðu landinu

Veðurstofan varar við stormi á austanverðu landinu snemma í fyrramálið.

Suðaustan 8-13 m/s og rigning á austanverðu landinu, en talsverð slydda eða snjókoma á NA-landi seint í nótt. Hæg suðlæg átt og smá skúrir V-til. Vaxandi vestanátt í nótt, 18-25 m/s og skúra eða éljaveður A-til með morgninum, hvassast úti við sjávarsíðuna. Heldur hægara og úrkomuminna V-lands. Dregur smám saman úr vindi og éljum seinni partinn á morgun, 10-18 og dálítil él seint annað kvöld, hvassast á annesjum N- og A-til. Kólnandi veður og hiti 0 til 5 stig á morgun.

Athugasemd veðurfræðings,

Reikna má með talsverðri slyddu eða snjókomu á Norðausturlandi seint í nótt og fram yfir hádegi.
Búist er við vonskuveðri á austanverðu landinu í fyrramálið og fram eftir morgundeginum, éljagangi, vestanstormi eða -roki með vinhviðum allt að 40 m/s í Öræfum og norður með norðausturströndinni að Skjálfanda