Íbúafundur í Skjólbrekku í kvöld

Íbúafundur verður haldinn í kvöld klukkan 20:00 í Skjólbrekku, Mývatnssveit. Efni fundarins tengist eldsumbrotunum í Holuhrauni, áhættuþáttum og viðbúnaði.
Fulltrúar almannavarna, Umhverfisstofnunar, Jarðvísindastofnunar, Veðurstofunnar og viðbragðsaðila og fleiri verða á fundinum og flytja framsögu og munu svara fyrirspurnum fundarmanna.
Íbúar eru hvattir til að mæta.

AVD-logo-skjaldarmerki-155x81.jpg