Á Íslandi er fólk oft ekki á varðbergi gagnvart hættunni sem af eldingum stafar, þar sem þrumuveður eru ekki algeng á Íslandi. Samkvæmt Veðurstofunni er fjöldi eldinga á bilinu 250 – 600 á ári.

Eldingahætta á Íslandi skapast aðallega við þrumuveður en einnig við eldgos.  Eldingahætta frá gjósandi eldstöð er mest í gosmekkinum sjálfum og getur náð í allt að 30 – 40 km. undan vindi frá eldstöðinni. Farið ekki undir gjóskufall, vegna eldingahættu og munið að algert myrkur getur verið í öskumekki.  Eldingahætta er mest í eða við gosmökk og öskufallsgeira og getur náð í allt að 30 – 40 km. undan vindi frá eldstöðinni.  Komið ykkur stystu leið út úr gjóskufalli með því að fara þvert á vindátt.

 

Utanhúss

Reynið að koma ykkur í skjól

 • Forðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.
 • Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv.  Haldið ykkur fjarri stórum trjám. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar.  Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki.
 • Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn.
 • Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi.  Hafið glugga lokaða.
 • Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að:
 • Krjúpið niður, beygið ykkur fram og styðjið höndum á hnén.  Leggist ekki flöt. Haldið ykkur í allt að 5 metra fjarlægð frá þeim sem eru með ykkur úti í eldingaveðri. 

Innanhúss

Þar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal:
Forðist að nota vatn úr vatnsleiðslum  (hvort sem er við uppvask, handþvott, svo og klósett, sturtu eða bað).
Í eldingaveðri skal hafa í huga:

 • Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum. 
 • Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss.. Takið öll rafmagnstæki s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti.  Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltarkerfi og rafmagnsgirðinar þar sem það á við. 
 • Ef leitað er skjóls í bifreið hafið hurðir og glugga lokaða.
 • Notið ekki talstöðvar eða annan fjarskiptabúnað og varist málmhluti sem geta leitt rafmagn

  Rafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax.  Veitið skyndihjálp og hringið í 112. 

  Vegna eldinga sem fylgja eldgosum er ástæða til að setja eldingavara á hús til að minnka líkur á að eldingum slái niður í þau.  Leitið til rafvirkja vegna uppsetningar á eldingavara og rafveitur vegna rafskauta.

  Eldingavarar á byggingum (frá Mannvirkjastofnun)EldingavariNánar um eldingavara

  Sjá nánar um eldingar og eldgos

 

Síðast uppfært: 12. janúar 2017 klukkan 14:47