Flóð af völdum leysinga og mikilla rigninga hafa valdið tjóni á ræktarlandi, vegakerfi og byggð. Veðurstofan er með kerfisbundinn og samfelldan rekstur vatnamælingastöðva í ám, stöðuvötnum, lónum og grunnvatni og fylgst er náið með vatnshæð og viðvörunum er komið til almennings við ákveðinn viðmiðunarmörk.


Ef hætta er á flóði

  • Fylgist með fjölmiðlum og veðurspám
  • Hreinsið rennur og haldið niðurföllum  hreinum
  • Skoðið rýmingarleiðir frá heimili, skóla og vinnustað
  • Er heimilið tryggt fyrir skemmdum vegna flóða
  • Takið rafmagn af, ef vatn flæðir inn í hús
  • Sandpokar geta tímabundið varið, að vatn flæði inn í hús
  • Varist að setja raftæki, eiturefni og verðmæti þar sem þau geta blotnað
  • Hugið að búfénaði og gæludýrum þegar hætta er á flóðum
  • Útbúið  neyðarkassa/viðlagakassa með helstu nauðsynjum og neyðarbúnaði
Síðast uppfært: 11. júlí 2017 klukkan 14:42