Jarðskjálftar

Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan brotnar eða hrekkur til á gömlum brotaflötum. Þeir gera sjaldnast boð á undan sér. Því er nauðsynlegt að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð.  Helstu hættusvæðin vegna jarðskjálfta eru á Suðurlandi og Norðurlandi og þar hafa orðið stórir jarðskjálftar.   Jarðskjálftar af stærðinni 6.6 og 6.3 urðu árin 2000 og 2008 á Suðurlandi

Myndin sýnir stærð nokkurra stórra skjálfta á Íslandi og stefnu brotaflatar (Ragnar Stefansson, Gunnar Guðmundsson ofl.

Myndin sýnir stærð nokkurra stórra skjálfta á Íslandi og stefnu brotaflatar (R. Stefansson, G. Guðmundsson ofl.   2000

Jarðskjálftavirkni á Íslandi 1994 - 2004. Myndin sýnir eldvirku svæðin og megineldstöðvar (Gunnar B. Guðmundsson 2005)

Jarðskjálftavirkni á Íslandi 1994 – 2004. Myndin sýnir eldvirku svæðin og megineldstöðvar (Gunnar B. Guðmundsson 2005)

Helstu jarðskjálftasvæði landsins skýrast verulega af legu landsins á Mið-Atlantshafshryggnum. Veðurstofan vaktar jarðskjálfta á Íslandi með neti mælitækja um allt land og vinnur að rannsóknum með það að markmiði að auka þekkingu á eðli og umfangi jarðskjálfta. Rannsóknarmiðstöðin í jarðskjálftafræði greinir hæfni íslenskra bygginga til að standast jarðskjálfta. Um leið og stór jarðskjálfti hefur orðið,  er viðbragðskerfi almannavarna virkjað.

 

 

 

Síðast uppfært: 5. júlí 2016 klukkan 11:39