All víða á eldvirka beltinu sem liggur frá suðvestri til norðausturs um Ísland er jarðhitavirkni mikil. Jarðhiti er varmi sem berst til yfirborðs með varmaleiðni, rennandi vatni eða vatnsgufu og á rætur að rekja til úrkomu sem kemst í snertingu við heitan berggrunn.

Talsverð hætta getur stafað frá hverasvæðum; gufuhverum sem blása gufu, leirhverum, vatnshverum, breinnisteinshverum og affallslónum.   Jarðvegurinn getur verið  óstöðugur í kringum hveri, hættuleg gös myndast og eftir jarðskjálfta geta ný jarðhitasvæði opnast.

Einnig er ráðlegt að fara varlega í kringum borholur og almennt um hverasvæði

Síðast uppfært: 4. júlí 2016 klukkan 09:56