Brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni

Brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður greinanleg á Suður- og Vesturlandi næstu daga. Almannavarnir vilja hvetja almenning til þess að kynna sér upplýsingar um loftgæði á síðunni www.loftgaedi.is og á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Einnig má finna upplýsingar á síðu almannavarna www.avd.is

Rétt er að geta þess að þetta ástand hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn aðallega á Norður- og Austurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa engin alvarleg tilfelli verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda.

Ef fólk finnur fyrir ertingu í augum og öndunarfærum er full ástæða til þess að halda sig innandyra, loka gluggum og bíða eftir að mengunin gangi yfir.

Hér fyrir neðan er tafla með upplýsingum um áhrif SO2 á heilsufar.

SO2 frá eldgosum á heilsufar manna