Þjónustumiðstöð Almannavarna í Reykjanesbæ ekki opin á morgun föstudag 9. febrúar

Vegna heitavatnsskorts verður Þjónustumiðstöð Almannavarna í Reykjanesbæ ekki opin á morgun föstudag 9. febrúar.

Þjónustumiðstöðin í Reykjavík, sem staðsett er í Tollhúsinu, er opin alla virka daga frá kl. 10-17 og þar er boðið upp á ýmsa ráðgjöf sem tengist úrræðum fyrir Grindvíkinga, félagslega ráðgjöf og sálfélagslegan stuðning.

Íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla vegna yfirstandandi atburða. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og senda fyrirspurn á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is

——————————————————————————————————

Á ensku:


Due to the hot water shortage, the Civil Protection Service Center in Reykjanesbær will not be open tomorrow, Friday, February 9th.

The service center in Reykjavík, located in the Tollhouse, is open on all weekdays from 10 am to 5 pm and offers various advice related to resources for residents of Grindavík, social counseling, and emotional support.

Residents of Reykjanes are encouraged to make use of the service center for all matters arising from the current situation. There is a warm welcome for those who wish to visit the Tollhouse, and inquiries can also be made by phone at 855 2787 or by email at fyrirspurnir@almannavarnir.is.