Efnisyfirlit

1.   Bakgrunnur 5

2.   Helstu skref við gerð greiningar á hættusviðsmyndum.. 8

2.1.   Ákvörðun tilgangs greingarinnar 8

2.2.   Skilgreining samfélagslegra verðmæta sem á að vernda. 9

2.3.   Kennsl borin á hættu og ógnir 9

2.4.   Kennsl borin á óæskileg atvik. 10

2.5.   Mótun sviðsmynda. 10

3.   Áhættugreining. 12

3.1.   Ferill 12

3.2.   Aðferð. 13

3.2.1.    Lýsing á kerfi 14

3.2.2.    Mat á viðkvæmni 14

3.2.3.    Mat á líkum.. 15

3.2.4.    Yfirfærðar líkur 15

3.2.5.    Mat á afleiðingum.. 16

3.2.6.    Mat á óvissu. 17

4.   Kynning á niðurstöðum greiningar 18

Heimildir 19

Viðauki 21

Viðauki 1: Líkur á ári og líkur yfir hundrað ára tímabil 21

Viðauki 2:  Lýsing á tegundum afleiðinga og ákvörðun einkunnar 22

1.     Líf og heilsa. 22

1.1.      Tegund afleiðinga: Fjöldi látinna. 22

1.2.      Tegund afleiðinga: Fjöldi alvarlega slasaðra og veikra. 22

2.      Náttúra og menning. 23

2.1.      Tegund afleiðinga: Langtíma skemmdir í náttúrulegu umhverfi 23

2.2.      Tegund afleiðinga: Óbætanlegur skaði á menningarverðmætum,‑starfsemi eða ‑minjum   24

3.      Efnahagur 25

3.1.      Tegund afleiðinga: Beint efnahagslegt tjón. 25

3.2.      Tegund afleiðinga: Óbeint efnahagslegt tjón. 25

4.      Stöðugleiki 26

4.1.      Tegund afleiðinga: Félagsleg og sálræn viðbrögð. 26

4.2.      Tegund afleiðinga: Truflanir á daglegu lífi 27

5.      Lýðræðisleg gildi og stjórnunarhættir 29

5.1.      Tegund afleiðinga: Tap á lýðræðislegum gildum og þjóðstjórn. 29

5.2.      Tegund afleiðinga: Tap yfirráða yfir landsvæði 30

Viðauki 3: Einkunn vegna heildarafleiðinga. 32

Viðauki 4: Mat á óvissu. 34

 


1.  Bakgrunnur

 

 

Á árunum 2007-2011 var áhættuskoðun almannavarna unnin.[1] Hluti af niðurstöðum þeirrar skoðunar var að „margar ógnir við mikilvæga innviði og öryggi samfélagsins [séu] óháðar svæðum og landshlutum og [geti] haft áhrif á landinu öllu. [] Með vísan til þessa þurfa ráðuneytin að hefja skoðun á þeim hluta mikilvægra innviða og öryggis samfé­lagsins sem fyrst.“.

Í kjölfar fárviðrisins 2019 var átakshópur sex ráðuneyta um úrbætur í innviðum settur sam­an. Lagðar voru til fjölmargar aðgerðir til að styrkja innviði sem m.a. snúa að úrbótum á varaafli, auknum áreiðanleika raforku- og fjarskiptakerfa, skilgreiningu á hlutverki og mönn­un fyrirtækja og stofnana, samræmingu skipulags innviða, eflingu almanna­varna­kerfis­ins, fræðslu og upplýsingagjöf til almennings sem og eflingu rannsókna og vöktunar á náttúruvá.

Í skýrslu um aðgerðir vegna fárviðris og aðra innviðauppbyggingu[2] kom fram að brýnt væri að leggja mat á áfallaþol íslensks samfélags þar sem veikleikar mikilvægra innviða geta verið sjálfstæð ógn, ekki síst í ljósi þess að viðkvæmni samfélagsins eykst stöðugt með auk­inni samtengingu samfélagsins á tæknisviði. Þar var jafnframt vísað til mikilvægi þess að nota samræmdar forsendur við val á efnistökum og uppbyggingu áhættu­greininga fyrir innviði og sveitarfélög til þess að greiningarnar nýtist í að fá heildarmynd af þeirri stöðu er varðar að tryggja öryggi borgaranna og viðbúnað.

Þessari skýrslu er ætlað að vera hvati að og leiðbeining um hvernig hægt er að leggja mat á ógnir við samfélagslega mikilvæg verkefni og mikilvæga innviði í vinnu sveitarfélaga, stofnana og ráðuneyta við að tryggja öryggi borgaranna sem og viðbúnað.

Þessi skýrsla er þýdd, staðfærð og aðlöguð að íslenskum aðstæðum og samfélagi úr Analyser av krisescenarioer (AKS) sem norska systurstofnun Almannavarna, Direktoratet for sikkerhet og beredskap (DSB) gaf út ár­ið 2019. Hún inniheldur samantekt á tuttugu og fimm mismunandi áhættu­grein­ing­um á alvarlegum og óæskilegum atvikum sem geta gerst í Noregi en flest þeirra myndu hafa sambærileg áhrif á Ísland. Í þessum hluta skýrsl­unn­ar er ferlinu og aðferðinni sem liggur að baki vinnunni að Greiningu hættu­sviðsmynda lýst. Þannig er leitast við að tryggja gagnsæi og möguleika á að endurgera mat og niður­stöður sem og tækifæri til að lýsa aðferð við áhættugreiningar sem nýtast sömuleiðis í öðru samhengi með aðlögun eftir aðstæðum.

Í samræmi við lög um almannavarnir er greining hættusviðsmynda innifalin í sviðs­ábyrgð­ar­regl­unni hjá ráðuneytum en hún segir að það stjórnvald sem almennt vinnur á tilteknu sviði, skuli framkvæma hættumat og skipuleggja viðbrögð við utanaðkomandi hættu. Að auki virkar Greining hættusviðsmynda sem sameiginlegur bakgrunnur fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli hjá stofnunum og sveitarfélögum. Markhópur Greiningar hættu­sviðsmynda er m.ö.o. ráðuneyti og öll opinber starfsemi sem ber ábyrgð á því að tryggja öryggi borgaranna sem og viðbúnað.

Skjalið nær yfir fyrstu þrjú skrefin í áhættustjórnunarferli eins og því er lýst í ISO 31000: 2018 Risk Management - Guidelines, þ.e. skrefin ákvörðun samhengis, kennsl borin á hættur og svo áhættugreining. Síðustu tvö skref áhættustjórnunarferlisins – mat á áhættu og áhættustýring - eru ekki með í Greiningu hættusviðsmynda. Hér liggur ábyrgðin hjá hverju einstöku ráðuneyti sem verður einnig að gera ítarlegri greiningar á áhættu og áfallaþoli innan eigin verksviðs.

Áhætta snýst alltaf um það sem getur gerst í framtíðinni og þar með um óvissu. Óvissan tengist því hvort tiltekið óæskilegt atvik eigi sér stað og hverjar afleiðingar þessa atviks verða í því tilfelli. Á sama tíma er þetta mat sjálft háð meiri eða minni óvissu. Til að meta og lýsa áhættu eru hugtök eins og líkur, afleiðingar, viðkvæmni og óvissa notuð.

Hægt er að gera áhættugreiningar á mismunandi vegu en þar skiptir val á aðferðafræði og skilningur á hugtökum höfuðmáli fyrir kynningu á áhættu. Gefnar eru niðurstöður úr hverri greiningu fyrir sig en þær eru einnig teknar saman í töflum og skýringarmyndum. Til að fá góða yfirlitsmynd, þarf að vera samræmi í greiningunum; þess vegna eru allar greiningar í Greiningu hættusviðsmynda gerðar eftir sama sniðmáti.

Greining hættusviðsmynda byggir á aðferðafræði félagsvísinda með notkun eigindlegra gagna, mati sérfræðinga og víðtækri þátttöku í greiningarferlunum. Í sumum greiningum – sérstaklega á náttúruvá –eru einnig notaðar tæknilegar og náttúru­vísinda­legar aðferðir og tölfræðigögn, ekki síst við mat á líkum.

Það eru einkum tveir þættir sem benda til víðtækrar félagsvísindalegrar nálgunar í Grein­ingu hættusviðsmynda:

1.  greining sjaldgæfra atvika þar sem tiltæk gögn eru takmörkuð

2.  afleiðingunum lýst sem tapi á ýmsum samfélagslegum verðmætum sem er að miklu leyti eigindlegt mat

Greiningarniðurstöðurnar eru huglægt mat, byggt á bakgrunnsþekkingu þeirra sem taka þátt í greiningunni og fyrirliggjandi gögnum. Enginn veit hina sönnu eða „hlutlægu“ áhættu. Samt sem áður er ekki sama hver metur áhættu. DSB hefur ekki faglega sérþekk­ingu á öllum þeim sviðum sem greiningar eru gerðar á og koma fram í Greiningu hættu­sviðs­mynda. Aðkoma sérfræðinga í ferlinu skipta því sköpum fyrir gæði og trúverðugleika grein­ingar­innar og eins er gott samstarf við yfirvöld og fagaðila mikilvægt til að nauðsyn­leg þekking komi fram og til að framkvæma greiningarferlið sjálft. DSB er sú stofnun sem er ábyrg fyrir ferlinu og aðferðinni og ber endanlega ábyrgð á greiningar­niðurstöðum og þeim álykt­unum sem kynntar eru í Greiningu hættu­sviðsmynda.

2.  Helstu skref við gerð greiningar á hættusviðsmyndum

 

 

Eins og getið er hér að framan felur Greining hættusviðsmynda í sér fyrstu skrefin í áhættu­stjórn­unar­ferli: samhengi og umfang, greiningu á hættu og áhættugreiningu.

Hægt er að skipta vinnunni í Greiningu hættusviðsmynda enn meira niður, þ.e. í sjö skref eins og Mynd 1 sýnir.

2.1.    Ákvörðun tilgangs greingarinnar

Sjónarhornið í Greining hættusviðsmynda er á landsvísu. Tilgangurinn er fyrst og fremst að veita innspil í áhættustýringu í ráðuneytunum og hjá yfirvöldum í stjórnsýslunni. Skjal­ið þjónar einnig hlutverki sem bakgrunnur fyrir áhættugreiningar í stofnunum, sveitar­fé­lögum og í annarri starfsemi.

Tilgangur skjalsins er að tengja saman hina ólíku þætti greiningarnar og það sem skiptir máli í öllum skrefum hennar.

Tilgangur einstakra greininga í Greining hættusviðsmynda getur verið ósk um að raungera áhætt­una sem fylgir ákveðnu atviki, að kanna mögulega áhættu vegna óþekkts atviks, að skoða viðkvæmni kerfisins ofan í kjölinn til þess að finna raunhæfar úrbætur (þ.e. ráð­staf­anir) o.s.frv. Tilgangi einstakra greininga er hægt að lýsa sem svo að greiningarnar hafi svör við hvaða spurningum áhættugreining á að hjálpa til við að svara?

Application

Description automatically generated with medium confidence

Mynd 1: Helstu skref við gerð Greiningar hættusviðsmynda

2.2.    Skilgreining samfélagslegra verðmæta sem á að vernda

Útgangspunktur fyrir framkvæmd áhættugreiningar er verndun samfélagslegra verð­mæta gegn af­leið­ing­um óæskilegra atburða.

Afleiðingar óæskilegra atburða eru metnar í Greiningu hættusviðsmynda á grundvelli áhrifa þeirra á eftirfarandi fimm flokka grunnverðmæta í samfélaginu:

     líf og heilsa

     náttúra og menning

     efnahagsleg verðmæti

     stöðugleiki

     lýðræðisleg gildi og stjórnarhættir

Matið er framkvæmt á tíu tegundum afleiðinga; sjá kafla 3.2.5.

2.3.    Kennsl borin á hættu og ógnir

Áhættugreiningar í Greining hættusviðsmynda eru byggðar á sviðsmyndum. Val á at­vik­um sem sviðsmyndir eru hannaðar fyrir eru gerðar á grundvelli kortlagningar á núverandi þekkingu um áhættu, viðbúnað og forvarnir innan ýmissa áhættusviða. Þetta er m.a. gert með því að safna upplýsingum frá yfirvöldum og ýmsu rannsókna- og fag­um­hverfi. Önnur uppspretta þekkingar um hugsanlegar hættur og ógn geta verið greiningar á áhættu og áfalla­þoli sveitarfélaga, greiningar ríkisstofnana á áhættu og áfallaþoli og ýmsar skýrslur og rannsóknir, bæði innlendar og erlendar.

Greining hættusviðsmynda fjallar um sextán áhættusvið:

1.     óveður og flóð

2.     skriður

3.     smitandi sjúkdómar

4.     skógar- og gróðureldar

5.     geimveður

6.     eldvirkni

7.     jarðskjálftar

8.     efna- og sprengiefna atvik

9.     kjarnorkuslys

10.   slys á landgrunni (e. offshore)

11.   samgönguslys

12.   brestir í aðföngum

13.   hryðjuverk af pólitískum hvötum

14.   hryðjuverk af hefndar ástæðum

15.   átök vegna öryggisstefnu

16.   netárásir

Flokkarnir ná ekki til allrar áhættu og þeir útiloka heldur ekki áhættu hver annars. Stafræn árás (nr. 16) getur t.d. valdið bresti í aðföngum (nr. 12).

2.4.    Kennsl borin á óæskileg atvik

Á grundvelli þeirrar þekkingar sem safnað hefur verið um viðeigandi áhættusvið, hættur og ógnir, er ákvörðun tekin um hvers konar atvik verða greind. Frumgreining á viðeigandi atvikum er gerð til að meta hver þeirra uppfylla eftirfarandi skilyrði hér að mestu leyti.

Atvikin sem greind eru, þurfa að:

     geta haft mjög alvarlegar afleiðingar sem ógna a.m.k. einu (en helst fleiri) samfé­lags­legu verðmæti

     geta átt sér stað í náinni framtíð, þ.e. að forsendur þess að atburðirnir eigi sér stað, þurfa að vera til staðar í dag

     hafa afleiðingar milli stjórnsýslusviða og krefjast úrlausna þvert á stjórnsýslusvið

     fela í sér þörf fyrir óvenjulegar aðgerðir stjórnvalda við úrlausn

Að auki geta eftirfarandi atriði einnig skipt máli við val á tegundum atvika til greiningar:

    hvort greiningin geri ráð fyrir notagildi fyrir mikilvægustu notendahópa

·    ráðu­neyti

·    yfirvöld í stjórnsýslu

·    sameinaðar almannavarnanefndir

·    sveitarfélög

    áætluð heildaráhætta; ef gert er ráð fyrir mikilli áhættu talar það fyrir því að atvikið sé greint

    Önnur atriði:

·   skortur á þekkingu um sviðið

·   athygli í fjölmiðlum og í stjórnmálum

·   möguleiki á tengingu greiningarinnar við aðra umræðu innan eða utan Almanna­varna.

2.5.    Mótun sviðsmynda

Ekki er hægt að greina atvik í smáatriðum án þess að nota skýr dæmi. Slík dæmi um atburðarás eru kölluð sviðsmynd.

Mynd 2 sýnir tengsl áhættusviðs, atviks og sviðsmyndar. Innan hættusviðsins óveður get­ur fjöldi mismunandi atvika komið fyrir, t.d. úrhellisrigning, mikil snjókoma, hitabylgja og stormur. Stormur af tilteknum styrk hefur mismunandi afleiðingar á mismunandi stöðum á landinu en vindátt, tímalengd og úrkomumagn eru aðrar breytur sem hafa áhrif á hversu alvarlegt atvikið verður. Í Greiningu hættusviðsmynda er ein af sviðsmyndunum sem lýst er ímyndaða atvikið stormur og dæmið sem notað er til að skoða þetta atvik er stormur innst í Oslóarfirði.

Sviðsmyndirnar geta verið samsettar úr nokkrum mismunandi atvikum:

    atvik sem stuðla að því að koma aðalatvikinu af stað (t.d. kemur úrhellisrigning skriðuföllum af stað)

    öll atvik sem falla saman við aðalatvikið (t.d. valda eldingar rafmagnsleysi sem gerir björgunarstörf erfiðari)

    afleidd atvik eftir aðalatvikið (t.d. skemma skriður vegi og fjarskiptainnviði) en ekki frekari afleidd atvik (þ.e. ekki atvik sem eru afleidd af afleiddum atvikum)

Lýsing á sviðsmynd þarf yfirleitt að innihalda eftirtalda þætti:

    lýsing á aðalatviki (t.d. á styrk, tímalengd og umfangi)

    upphafsatvik og öll hugsanleg atvik sem gerast samtímis sem og afleidd atvik

    landfræðileg staðsetning og lýsing á viðkomandi svæði (þ.e. á staðsetningu, umfangi, innviðum og íbúum).

    tími atburðar (þ.e. árstími, vinnudagur/helgidagur og tími dags) að því marki sem það getur haft áhrif á líkur og/eða afleiðingar

    veðurskilyrði að því marki sem það getur haft áhrif á afleiðingar

Að auki verður lýsingin á sviðsmyndinni að innihalda allar mikilvægar forsendur sem liggja sem grundvöllur fyrir greiningunni. Þættir sem geta haft áhrif á afleiðingarnar eru t.d. áætlaður viðbragðstími neyðarþjónustunnar og fjöldi fólks sem verður fyrir atvikinu. Meðan á vinnunni við greininguna stendur geta komið fram nýjar upplýsingar sem geta haft áhrif á niðurstöður greiningarinnar en það á sérstaklega við varðandi afleidd atvik.

Smáatriðin í lýsingunni á sviðsmyndinni þurfa að vera nægjanleg til að leggja grunn að mati og segja til um líkur og afleiðingar á haldgóðan og eins magngreinanlegan (e. quantitative) hátt og mögulegt er.

Diagram

Description automatically generated

Mynd 2: Samhengi milli áhættusviðs, atviks og sviðsmyndar

3.  Áhættugreining

 

 

3.1.    Ferill

Áhættugreiningarferli hefur þrjá megin áfanga:

1.   undirbúningur/upplýsingaöflun

2.   greiningarvinna (t.d. hugarflugsfundur/málstofa um greininguna)

3.   úrvinnsla og trygging gæða

Tilgangur með upplýsingaöflun er að tryggja grunnskilning á því kerfi eða þeim kerfum sem á að greina. Tölfræði, staðreyndum og/eða ýmiss konar rannsóknum og greiningum sem framkvæmdar hafa verið af sveitarfélögum, yfirvöldum í stjórnsýslu, rannsóknar­stofnunum og öðrum fagaðilum er safnað. Að auki er viðeigandi þekking á og reynslu af svipuðum atvikum heima og erlendis sótt, eins og hægt er.

Undirbúningsvinnan felur einnig í sér hönnun á sviðsmynd til greiningar. Á þessu stigi hefst líka vinnan við að tilgreina líkur fyrir sviðsmyndina. Hvort tveggja þarf að gera í nánu samtali við fagyfirvöld og aðra með sérþekkingu á sviðinu. Við mat á líkum eru upp­hafs­atvik og viðkvæmni (þ.e. brestur í eða skortur á hindrunum) lykil­atriði. Forsendur fyrir mati á líkum eru skráðar í texta. Matið á líkum er síðan rætt og síðar fest í greiningar­vinn­unni.

Yfirleitt er þörf fyrir þátttöku fleiri fagaðila við mat á afleiðingum atviks en við mat á líkum á að það eigi sér stað. Einn veðurfræðingur getur t.d. metið líkurnar á fárviðri á grundvelli tölfræði og fagþekkingar.

Við mat á afleiðingum fárviðris þarf að tryggja þátttöku frá sveitarfélögum, lögreglu, heil­brigðis­þjón­ustu, eigendum innviða og mörgum öðrum, sem er mikilvæg ástæða fyrir því að mat á afleiðingum byggist gjarnan á hugarflugsfundi eða málstofu; oft með tuttugu til fjörutíu þátttakendum. Slíkur hugarflugsfundur er einnig heppilegur vettvangur til að ræða áhrif hindrana sem draga úr afleiðingum (þ.m.t. viðbúnað) og loks heildar­af­leið­ing­ar atviksins fyrir öryggi borgaranna innan hinna ýmsu flokka afleiðinga. Þátttakendur á hugar­flugsfundi koma frá stjórnsýslunni og fagaðilum sem hafa hæfni til að leggja mat á ýmsa þætti atburðarásarinnar í sviðsmyndinni og hvaða afleiðingar at­vik­ið hefur í för með sér. Sérfræðingar taka þátt sem fagfólk en ekki sem formlegir fulltrúar vinnu­veit­anda sinna. Ef atburðarásin er sérstaklega flókin getur verið þörf á að halda nokkra hugar­flugs­fundi.

Mynd 3: Skrefin í framkvæmd áhættugreiningar

Hugarflugsfundurinn gegnir einnig mikilvægu hlutverki með því að stuðla að þekkingar­miðl­un og skapa sameiginlegan skilning á fyrirbæri þvert á svið fagaðila og stofnana. Sem aðferð hafa málstofur sérfræðinga einnig ákveðna styrkleika, svo sem yfirfærslu á þekk­ingu og skilvirkni, en þeim fylgja einnig veikleikar. Gæði og nákvæmni matsins veltur bæði á þeirri hæfni sem er til staðar og á ferlinu í málstofunni. Eftir málstofurnar er því oft þörf á að afla frekari upplýsinga, vinna úr þeim og tryggja gæði ályktana.

Úrvinnsla í lok greiningar leiðir til þess að til verða drög að skýrslu. Allir þátttakendur fá tækifæri til að lesa í gegnum drögin og gera athugasemdir við þau. Í skjalinu Greining hættusviðsmynda ber DSB ábyrgð á lokamati.

3.2.    Aðferð

Áhættugreining er eitt skref áhættustjórnunarferlisins; sbr. næstsíðasta skrefið á Mynd 1. Áhættu­greiningunni sjálfri er aftur hægt að skipta í sex skref; sbr. Mynd 4.

Background pattern

Description automatically generated

Mynd 4: Skref í áhættugreiningu

Áhættugreiningar í Greining hættusviðsmynda eru byggðar á lýsingu á því kerfi sem atvikið á sér stað í. Kerfið getur verið samfélagið í heild sinni, nærsamfélag, samfélagslegt verkefni eða mannvirki eins og göng eða virkjun.

Greiningin sjálf beinist að eftirfarandi atriðum:

     viðkvæmni þess kerfis sem hefur áhrif á líkur og afleiðingar

     líkur þess að óæskilega atvikið eigi sér stað

     hvaða afleiðingar atvikið kann að hafa

     óvissa sem tengist niðurstöðum greiningarinnar:

    Hve góð er þekkingin sem liggur að baki mati á líkum og afleiðingum?

    Hve viðkvæmar eru niðurstöðurnar fyrir breytingum á forsendum (næmi)?

 

Mynd 5 er svokölluð slaufuskýringarmynd (e. bow-tie) fyrir atburðarásina fyrir og eftir óæskilegt atvik og er umgjörð greininganna í Greiningu hættusviðsmynda.

Mynd 5: Slaufuskýringarmynd sem rammi um áhættugreiningar í Greining hættu­sviðs­mynda

3.2.1.    Lýsing á kerfi

Kerfislýsing er nauðsynleg til að skilgreina og afmarka það sem á að vera með í greining­unni sjálfri. Lýsingin gefur yfirlit yfir mikilvæga þætti samfélagsins, verkefnisins eða innvið­anna sem greiningin snýst um og getur haft áhrif á hvort atvikið á sér stað, á atburðarásina sjálfa og afleiðingarnar af atvikinu. Þetta felur einnig í sér hvaða hindranir hafa verið settar upp til að draga úr líkum á atvikinu, hvaða hindranir geta dregið úr umfangi afleiðinganna og hvaða afleiddu atvik geta fylgt. Þættir eins og t.d. íbúafjöldi og samsetning (þ.e. lýðfræði), tæknilegar og náttúrulegar aðstæður eru einnig kortlagðir.

3.2.2.    Mat á viðkvæmni

Líkur á að atvik sem er greint eigi sér stað og þær afleiðingar sem það kann að hafa, tengjast því hversu traust (e. robust) kerfið er; þ.e. hversu mikið það þolir. Ef kerfi skortir slíkt þol, er það ein birtingarmynd viðkvæmni.

Með viðkvæmni er hér átt við getuleysi kerfisins til að standast eða þola atvik án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar. Líkurnar eru háðar því hversu áhrifaríkar og sterkar hindran­irnar eru sem eiga að koma í veg fyrir óæskilegt atvik. Á sama hátt skiptir áhrifa­mátt­ur og styrkur hindrana sem eiga að takmarka neikvæð áhrif óæskilega atviksins miklu máli fyrir það hvaða afleiðingar verða af óæskilega atvikinu.

Viðkvæmni kemur oft í ljós með næmismati (sbr. umfjöllun í kafla 3.2.5) á niðurstöðunum (t.d. ef uppgefnar líkur eða afleiðingar eru háðar því að tiltekin hindrun virki eins og ætl­ast er til).

3.2.3.    Mat á líkum

Líkur eru notaðar til að láta í ljós hve líkleg sviðsmyndin sem greiningin byggir á er; þ.e. hversu líklegt það er að hún eigi sér stað. Hlutfall sem gefur til kynna líkur á atviki innan hundrað ára er notað en talan sem er gefin, segir í raun hverjar líkurnar eru að tiltekið atvik gerist á þeim degi sem þær eru metnar en núverandi samfélag, tækni- og loftslagsskilyrði ráða því hvaða líkur eru metnar[3]. Ástæða þess að notaðar eru líkur innan hundrað ára er sú að með því móti fást bæði stærri og auðskiljanlegri tölur en ef notast væri við líkur á ári.

Stærðargráðunni á líkum í fimm bil með þrepunum frá mjög litlum til mjög mikilla, sbr. Töflu 1:

Líkur á að atvik gerist innan 100 ára

> 90%

Mjög miklar

70 – 90 %

Miklar

40 – 69 %

Miðlungs-

10 – 39 %

Litlar

<10 %

Mjög litlar

Tafla 1: Líkur sem eru notaðar í skjalinu Greining hættusviðsmynda, gefnar sem stærðargráða

Sjá Viðauka 1 fyrir umbreytingartöflu frá árlegum líkum til líkinda innan hundrað ára.

Í Greiningu hættusviðsmynda eru líkur á viljandi atvikum ekki metnar en fyrir því eru nokkrar ástæður. Mikilvægasta ástæðan felst í því að líkurnar á slíkum atvikum geta breyst hraðar en lík­urnar á óviljandi atvikum.

3.2.4.    Yfirfærðar líkur

Í greiningunum eru tvær mismunandi líkur settar fram. Til viðbótar við líkurnar á að til­tekin sviðsmynd eigi sér stað, eru líkurnar á að þessi tegund atvika eigi sér stað á landsvísu gefn­ar. Þar sem sviðsmyndirnar eru mjög sértækar (þ.e. tiltekin atburðarás gerist á tilteknum stað) eru líkurnar yfirleitt tiltölulega litlar og fyrir marga getur verið (a.m.k. jafn­)áhugavert að fá mynd af því hve líklegt sambærilegt atvik er fyrir landið allt.

Munurinn á líkum og yfirfærðum líkum er best lýst með dæmi:

NVE[4] hefur skráð tíu þétt­býl svæði þar sem kvikleirskriða getur orðið. Hættusviðsmyndin fyrir kvikleirskriðu í Grein­ingu hættusviðsmynda er staðsett á einu af þessum svæðum, Övre Bakklandet í Þránd­heimi.Líkur á að þetta tiltekna atvik gerist þar eru áætlaðar 4% á hundrað árum. Líkur á að skriða komi á einu af þessum tíu svæðum eru þó mun meiri en í greiningunni eru þær áætlaðar 35%. Hins veg­ar er rétt að hafa í huga að skriða annars staðar hefur ekki endilega sömu afleið­ing­ar og sú skriða sem lýst er í sviðsmyndinni.

3.2.5.    Mat á afleiðingum

Við mat á afleiðingum eru flokkarnir fimm af samfélagslegum verðmætum teknir sem útgangs­punktur. Fyrir hvern þeirra hafa tvenns konar tegundir afleiðinga verið skil­greind­ar. Matið á afleiðingum felur í sér aðalatvikið, öll samfallandi atvik og afleidd atvik sem eru bein afleiðing aðal­atviks­ins. Þetta geta verið afleidd atvik sem eru hluti af sviðs­mynd­inni eða atvik sem koma fram við greiningar­ferlið.

Fyrir hverja tegund afleiðinga er áhrifum atviksins gefin einkunn á fimm þrepa kvarða; frá mjög litlum (A) til mjög mikilla afleiðinga (E). Tegundir afleiðinga eru sýndar í Töflu 2.

Samfélagslegt verðmæti

Tegund afleiðinga

Líf og heilsa

Fjöldi látinna

Fjöldi alvarlega slasaðra eða veikra

Náttúra og menning

Langtíma skemmdir í náttúru/umhverfi

Óbætanlegur skaði á menningarverðmætum, -starfsemi eða –minjum

Efnahagsleg verðmæti

Beint efnahagslegt tjón

Óbeint efnahagslegt tjón

Stöðugleiki

Félagsleg og sálræn viðbrögð

Truflanir á daglegu lífi

Lýðræðisleg gildi og stjórnunarhættir

Tap á lýðræðislegum gildum og þjóðstjórn

Tap yfirráða yfir landssvæði

Tafla 2: Fimm flokkar samfélagslegra verðmæta með tilheyrandi tegundum afleiðinga


 

Í Viðauka 2 er að finna nánari lýsingu á tegundum afleiðinga; hvernig eigi að skilja þær og mæla. Dregnar eru saman einkunnir afleiðinganna með því að gefa einkunnunum (þ.e. A–E) hverju sitt tölugildi (þ.e. 1 –2 –4 –8 –16). Með þessari samantekt koma töluleg gildi fyrir heildarafleiðingar fram, sem aftur eru flokkuð á kvarðanum mjög litlar upp í mjög miklar sbr. Viðauka 3. Ásamt matinu á líkum, gerir þetta það mögulegt að meta þá heildaráhættu sem tengist mismunandi sviðsmyndum, hverja á móti annarri.

3.2.6.    Mat á óvissu

Áhættugreiningar eru gerðar af því að óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Með því að meta líkur og afleiðingar hugsanlegra atvika í fram­tíðinni er leitast við að búa til mynd af þessari óvissu.

Sú þekking sem greiningarnar byggja á er auk þess misgóð sem getur leitt til mismikillar óvissu í niðurstöðum greininganna. Óvissumatið er líka í sjálfu sér meira og minna óvisst og því er sérstaklega farið yfir óvissu í mati á líkum og afleiðingum.

Í óvissumati eru eftirfarandi atriði skoðuð:

     þekking sem liggur að baki mati á líkum og afleiðingum (þ.e. möguleg óvissa)

     hversu viðkvæmar niðurstöðurnar eru fyrir breytingum í forsendum (þ.e. næmi)

     möguleg óvissa tengist umfangi og gæðum þeirrar þekkingar sem greiningin byggir á. Góð þekking er á sumum fyrirbærum og áhrifum fyrirbæra; á öðrum svið­um er þekk­ing minni. Upplýsingar um á hversu mikilli þekkingu greiningin byggir eru mikilvægar fyrir túlkun niðurstöðunnar.

Til að meta þekkinguna eru eftirfarandi þrír mælikvarðar notaðir:

1.  aðgengi að viðeigandi gögnum og reynslu

2.  skilningur á því atvikinu/fyrirbæri sem verið er að greina

3.  samræmd afstaða; þ.e. hversu sammála sérfræðingar á tilteknu sviði eru

Með næmi er átt við að hve miklu leyti greiningarniðurstaðan er byggð á óvissum for­send­um. Ef greiningarniðurstaðan breytist mikið með litlum leiðréttingum á forsendum, bendir það til mikillar óvissu.

Til viðbótar þeirri óvissu er einnig óvissa á öðru formi sem á síður við í því samhengi sem skoðað er í Greiningu hættusviðsmynda. Aðferðafræðileg óvissa snýst um það hversu vel aðferðin sem notuð er, hentar til áhættugreiningar innan tiltekins sviðs. Mat á núverandi áhættu í tengslum við hryðjuverk á grundvelli tölfræðilegra gagna myndi t.d. ekki vera hentug aðferð.

Tölfræðileg óvissa er magngreinanleg en fyrir greiningar byggðar á tölfræðilegu efni er slíkt óvissu­mat mikilvægt. Greiningarnar í Greiningu hættusviðsmynda tengjast þó aðal­lega atvikum sem eru svo sjaldgæf að ekki er mögulegt (eða það er tilgangslaust) að segja til um tölfræðilegar líkur (með tilheyrandi óvissu) fyrir þau. Fyrri atvik geta þó stuðlað að skilningi á fyrirbærinu sem verið er að greina, þ.e. hvernig það kemur upp og þróast.

Heildarmati óvissu (þ.e. þekking og næmi) er lýst á kvarða frá mjög lítilli upp í mjög mikla; sjá Viðauka 4.

4.  Kynning á niðurstöðum greiningar

 

 

Hver og ein greining sviðsmyndar í Greiningu hættusviðsmynda inniheldur lýsingu á atburðarás og mati á viðkvæmni í kerfinu, líkur á sviðsmyndinni, líkur á svipuðu atviki á landsvísu (þ.e. yfirfærðar líkur), afleiðingar innan hvers hinna fimm flokka samfé­lagslegra verðmæta, heildarmat á óvissu og mögulegar úrbætur til að draga úr áhættu.

Líkurnar eru gefnar á kvarða í fimm þrepum frá mjög litlum til mjög mikilla. Sama gildir um óvissu. Afleiðingarnar eru gefnar á samsvarandi kvarða frá mjög litlum til mjög mikilla fyrir hverja tegund afleiðinga og sem heildarafleiðingar.

Undirstaða undir einkunnir fyrir hvern og einn flokk afleiðinga er gefin í Viðauka 2 en af þessu leiðir einnig hvernig heildarafleiðingarnar eru teknar saman; sbr. Viðauka 3.

Einnig eru greiningarniðurstöðurnar sýndar samsettar í ýmsum myndum og skýringar­mynd­um, m.a. í áhættufylki sem veitir yfirlit yfir hvernig mis­munandi sviðsmyndir tengjast hver annarri m.t.t. áhættu. Slík áhættufylki hafa fjölda veikleika og ekki er hægt að nota þau á neinn einfaldan hátt til frekari greiningar og forgangsröðunar. Samantekt í slík áhættufylki getur engu að síður verið góður upphafspunktur fyrir ígrundun og um­ræður.

Forgangsröðun úrbóta ræðst ekki aðeins af áhættu, heldur verður einnig að skoða mögu­lega minnkun áhættu innan hinna ýmsu gerða atvika sem og meta áhrif úrbóta í ljósi þess kostnaðar sem þeim fylgir.


 

Heimildir

 

 

Almannavarnir. (2021). Mikilvægu verkefnin í samfélaginu. Hvaða mikilvægur verkefnum þarf samfélagið alltaf að halda gangandi.

 

Aven, T., Røed, W. og Wiencke, H. S. (2008). Risikoanalyse. Oslo: Universitetsforlaget.

 

Busmundrud, O., Maal, M., Kiran, J.H. og Endregard, M. (2015). Tilnærming til risikovurderinger for tilsiktede uønskede handlinger. FFI-rapport 15/00923, Forsvarets forskningsinstitutt.

 

Busmundrud, O. (2018).  Sannsynligheter og usikkerheter – Begrepsavklaring i forbindelse med risikovurderinger. FFI-rapport 18/0258, Forsvarets forskningsinstitutt.

 

DSB. (2012). Sikkerhet i kritisk infrastruktur og kritiske samfunnsfunksjoner – modell for overordnet risikostyring, KIKS-prosjektet – 1. delrapport. Sótt af https://www.dsb.no/globalassets/dokumenter/rapporter/sikkerhet-i-kritisk-infrastruktur.pdf

 

DSB. (2016). Samfunnets kritiske funksjoner. Hvilken funksjonsevne må samfunnet opprettholde til enhver tid? Sótt af https://www.dsb.no/rapporter-og-evalueringer/samfunnets-kritiske-funksjoner/

 

DSB. (2019). Analyser av krisescenarioer. Sótt af  https:// www.dsb.no/rapporter-og-evalueringer/analyser-avkrisescenarioer-2019/

 

DSB. (2019). Risikoanalyse på samfunnsnivå – Metode og prosess ved utarbeidelsen av "Analyser av krisescenarioer (AKS)". Sótt af https://www.dsb.no/rapporter-og-evalueringer/risikoanalyse-pa-samfunnsniva---metode-og-prosess-ved-utarbeidelsen-av-analyser-av-krisescenarioer-aks/

 

Elvik, R. m.fl. (1994). Usikkerhet knyttet til enhetskostnader for ikke markedsomsatte goder i kjørekostnadsberegninger. TØI/694/94/Tillegg

 

European Commision. (2010). Risk Assessment and Mapping Guidelines for Disaster Management. Commision Staff Working Paper.

 

Flage, R. & Aven, T. (2009). Expressing and Communicating Uncertainty in Relation to Quantitative Risk Analysis. R&RATA #2(13) part 1 (Vol. 2) 2009, June.

 

Justis- og beredskapsdepartementet. (2017). Instruks for departementenes arbeid med samfunnssikkerhet (samfunnssikkerhetsinstruksen). Sótt af https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/instruks-for-departementenes-arbeid-med-samfunnssikkerhet/id2569693/

 

National Steering Committee for National Safety and Security (ANV). (2016). National Risk Profile 2016. An All Hazard overview of potential disasters and threats in the Netherlands. Bilthoven, The Netherlands: National Institute for Public Health and the Environment.

 

Maal, M., Isaachsen, M., Torget K. (2016) Tverrsektoriell sårbarhet. Hvordan få oversikt over sårbarhet i kritiske samfunnsfunksjoner. FFI-rapport 16/00723, Forsvarets forskningsinstitutt og DSB

 

Meld. St. 10. (2016 - 2017). Risiko i et trygt samfunn. Samfunnssikkerhet. Sótt af https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/meld.-st.-10-20162017/id2523238/

 

Meld. St. 38. (2016 - 2017). IKT-sikkerhet. Et felles ansvar. Sótt af https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/meld.-st.-38-20162017/id2555996/

 

Prop. 153 L. (2016 - 2017). Lov om nasjonal sikkerhet (sikkerhetsloven). Sótt af https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/prop.-153-l-2016-2017/id2556988/

 

Staðlaráð Íslands. (2018). Risk management - Guidlines ISO 31000:2018. https://www.iso.org/standard/65694.html

 

Standard Norge. (2008). Krav til risikovurderinger (under revisjon) NS 5814:2008. https://www.standard.no/no/nettbutikk/produktkatalogen/produktpresentasjon/?ProductID=337102

 

Standard Norge. (2012). Samfunnssikkerhet – Beskyttelse mot tilsiktede uønskede handlinger – Terminologi NS 5830:2012. https://www.standard.no/no/nettbutikk/produktkatalogen/Produktpresentasjon/?ProductID=532802

 

Standard Norge. (2014).  Samfunnssikkerhet - Beskyttelse mot tilsiktede uønskede handlinger - Krav til sikringsrisikoanalyse NS 5832:2014. https://www.standard.no/no/Nettbutikk/produktkatalogen/Produktpresentasjon/?ProductID=718202

 

UK Cabinet Office. (2017). National Risk Register of Civil Emergencies (2017 Edition). London:Cabinet Office.


 

Viðauki

 

Viðauki 1:
Líkur á ári og líkur yfir hundrað ára tímabil

Líkur á ári í prósentum

Líkur innan 100 ára í prósentum

Líkur sem stærðargráða
(líkur liggja á bilinu)

0,0001

0,01

<10 %

Mjög litlar

0,001

0,1

0,01

1

0,1

9,5

0,2

18,1

10-39 %

Litlar

0,3

26,0

0,4

33,0

0,5

39,4

0,6

45,2

40-69 %

Í meðallagi

0,7

50,5

0,8

55,2

0,9

59,5

1,0

63,4

1,5

75,1

70-90 %

Miklar

2,0

86,7

3,0

95,2

>90 %

Mjög miklar

5,0

99,4

Tafla 3: Líkur á ári og líkur yfir hundrað ára tímabil

Viðauki 2:
Lýsing á tegundum afleiðinga og ákvörðun einkunnar

Beinar afleiðingar af tilteknu óæskilegu atviki eru metnar ásamt afleiðingum allra af­leiddu at­vikanna og niðurstaða gefin sem ein einkunn fyrir heildarafleiðingu óæskilega at­viks­ins; sbr. Töflu 4.

A

Mjög litlar

B

Litlar

C

Í meðallagi

D

Miklar

E

Mjög miklar

Tafla 4: Einkunnir vegna afleiðinga

1. Líf og heilsa

1.1.      Tegund afleiðinga: Fjöldi látinna

Fjöldi látinna nær til þeirra sem deyja vegna tiltekins óæskilegs atviks eða sökum beinna af­leið­inga þess.

Einkunn er ákvörðuð út frá fjölda þeirra sem búist er við að deyi vegna tiltekins atviks (þ.e. dauðs­fall er afleiðing atviksins).

Fjöldi einstaklinga

0

1–5

6–20

21–100

101–300

> 300

Einkunn

-

A

B

C

D

E

Tafla 5: Einkunnaskali til að meta líklegan fjölda dauðsfalla vegna óæskilegs atviks

1.2.      Tegund afleiðinga: Fjöldi alvarlega slasaðra og veikra

Með alvarlega slösuðum er átt við öll meiðsli sem þarfnast meðferðar á sjúkrahúsi og/eða geta valdið varanlegri skerðingu á virkni einstaklingsins, s.s. beinbrot, höfuðáverkar, bruna­sár og innvortis meiðsli.

Með alvarlega veikum er átt við alla sjúkdóma sem orsakast af atvikinu sem krefjast meðferðar á sjúkrahúsi og/eða hafa í för með sér varanlega skerta virkni einstaklingsins, þ.m.t. smitsjúkdóma, eitranir, áfallastreitu og önnur andleg veikindi.

Einstaklingar sem ekki hafa orðið fyrir beinum áhrifum af atvikinu en veikjast þó (hvort sem um andleg eða líkamleg veikindi er að ræða) vegna sambands síns við þá sem atvikið hefur bein áhrif á eru ekki taldir með.

Fjöldi einstaklinga

0

1–20

21–100

101–300

301–1200

> 1200

Einkunn

-

A

B

C

D

E

Tafla 6: Einkunnaskali til að meta líklegan fjölda alvarlega slasaðra eða veikra vegna óæskilegs atviks

 

2. Náttúra og menning

2.1.     Tegund afleiðinga: Langtíma skemmdir í náttúrulegu umhverfi

Hugtakið náttúrulegt umhverfi felur hér í sér náttúruna sem lifandi umhverfi fyrir plöntur og dýr. Náttúrulegt umhverfi er takmarkað við að fela í sér eigið verðmæti náttúrunnar, þ.e.a.s. verðmæti hennar og notagildi fyrir fólk er ekki tekið með í matinu.

Afleiðingar eru metnar út frá landfræðilegri dreifingu, tímalengd og verðmæti tiltekins skemmds svæðis fyrir þjóðina. Í tilvikum þar sem atburðurinn veldur skemmdum á nátt­úr­unni inni í landi til lengri tíma eða varanlega (t.d. vegna geislavirkrar ákomu), er umfang skemmda svæðisins metið í ferkílómetrum (km2). Þegar atvikið er fyrst og fremst við strand­svæði, vötn og vatnsföll er landfræðileg dreifing metin sem lengd (í km) viðkom­andi strandlengju[5] eða straumvatns[6] sem verður fyrir tjóni.

Tímalengd er tilgreind í árum sem miðast við þann tíma sem líður frá því að tjón verður þar til náttúrulegt umhverfi er endurreist að fullu.

Landfræðileg dreifing
(km
2 eða km)

<3

3–30

31–300

301–3000

>3000

Tímalengd

3-10 ár

-

A

B

C

D

Meira en 10 ár

A

B

C

D

E

Tafla 7: Einkunnaskali til að meta langtíma skemmdir í náttúrulegu umhverfi

Ef fleiri en ein gerð af skemmdum á náttúru verða í sama atviki er hæsta einkunnin látin gilda.

Ef það náttúrulega umhverfi sem skemmist hefur sérstakt verðmæti fyrir þjóðina er eink­unnin hækkuð upp í næstu einkunn. Svæðið sem verður fyrir áhrifum af atvikinu hefur sér­stakt verðmæti fyrir þjóðina ef eftirfarandi atriði eiga við:

a)  Plöntu- og/eða dýrategund er í útrýmingarhættu (þ.e. á válista (rauðum lista[7]) og/eða mikilvæg vaxtar- og lífsskilyrði fyrir slíkar plöntur og/eða dýr eru varanlega skemmd.

b)  Verndarsvæði (þ.e. þjóðgarðar, landslagsverndarsvæði eða önnur sérstaklega vernd­uð svæði) verða fyrir áhrifum.

2.2.        Tegund afleiðinga: Óbætanlegur skaði á menningarverðmætum,‑starfsemi eða ‑minjum

Menningarminjar eru áþreifanleg ummerki um athafnir manna, t.d. tengd sögulegum at­burð­um, viðhorfum og hefðum. Með menningarlegt umhverfi er hér átt við svæði þar sem menningarminjar eru hluti af heild. Til þess að skemmdir á hlut eða svæði falli í þenn­an flokk verður hluturinn eða svæðið að hafa formlega verndarstöðu. Í megin­atrið­um er hægt að greina tvenns konar verndarstöðu:

a)  verndaðar menningarminjar og umhverfi samkvæmt lögum um menningarminjar

b)  menningarminjar og verndarverðugt umhverfi sem fylgir ákvörðunum sem teknar eru af sveitarstjórnum eða svæðisbundnum yfirvöldum (t.d. með hverfis­vernd)

Óbætanlegur skaði þýðir að menningarminjar eða umhverfi tapa umtalsverðu gildi þó að skemmd­ir séu lagfærðar eða minjarnar/umhverfið endurreist.

Varðveislugildi

Verðugt verndar skv. skipulagi
(þ.e. hverfisvernd og verndarsvæði í byggð)

Friðlýst eftir lögum um menningarminjar

Fjöldi/tegund

1-2 menningarminjar

A

C

Fleiri en 2 menningarminjar

B

D

1-2 menningarlegt umhverfi

B

D

Meira en 2 menningarleg umhverfi

C

E

Tafla 8: Einkunnaskali sem sýnir óbætanlegan skaða á menn­ing­ar­verð­mæt­um, starfsemi eða -minjum

Ef atvikið nær bæði til menningarminja og menningarumhverfisins notum við hærri eink­unn­ina. Í reynd þýðir þetta að skaðinn á menningarumhverfinu verður ráðandi.

Innan þessa flokks af afleiðingum er hægt að nota annað mat í sérstökum tilvikum og gefa hærri einkunn en það sem birtist í töflunni. Dæmi um það gæti verið tap á menning­ar­minjum eða umhverfi sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

3. Efnahagur

3.1.      Tegund afleiðinga: Beint efnahagslegt tjón

Þessi tegund af afleiðingum felur í sér efnislegt tjón á eignum en tjónið er metið á grund­velli viðgerðarkostnaðar eða endurnýjunarvirðis.

Gildi tjóns á eftirfarandi þáttum er metið:

    byggingar og aðrir innviðir

    innbú, vélar, búnaður o.fl.

    skógur, ræktað land og afrétt

Að auki felur þessi tegund afleiðinga í sér beinan kostnað fyrir samfélagið umfram þann sem kemur af daglegum rekstri sem tengist:

    hreinsunarstarf

    sjúkrahúsmeðferð

Kostnaður sem tengist rekstri viðbragðsaðila og sjálfboðaliða er ekki talinn með.[8]

Tjón í krónum

<1.500 milljónir

1.500–8.000 milljónir

8–30 milljarðar

30–160 milljarðar

>160 milljarðar

Einkunn

A

B

C

D

E

Tafla 9: Einkunnaskali fyrir beint efnahagslegt tjón

3.2.      Tegund afleiðinga: Óbeint efnahagslegt tjón

Þessi tegund afleiðinga felur í sér augljóst tjón fyrirtækja, viðskiptatap og efnahagslegt tjón samfélagsins af atvikinu. Tjón sem hefur fengið einkunn innan annars konar afleið­inga (t.d. manntjón eða menningarminjar) er ekki tekið með í mati á efnahagslegum kostnaði samfélagsins.

Eftirfarandi kostnaðarþættir eru metnir:

    tekjutap af atvinnustarfsemi vegna efnislegs tjóns og skertrar framleiðslugetu

    tekjutap af atvinnustarfsemi vegna truflana á atvinnurekstri, bresta í afhendingu vöru og mikilvægra aðfanga, tjóns á orðstír og taps á markaðshlutdeild

Að því marki sem við á, er einnig hægt að taka tillit til varanlegrar lækkunar á verðmæti eigna og hlutabréfa. Sama gildir um varanlegan kostnað vegna breyttra öryggiskrafna vegna atviksins.

Tjón í krónum

<1.500 milljónir

1.500–8.000 milljónir

8–30 milljarðar

30–160 milljarðar

>160 milljarðar

Einkunn

A

B

C

D

E

Tafla 10: Einkunnaskali fyrir óbeint efnahagslegt tjón

4.  Stöðugleiki

4.1.      Tegund afleiðinga: Félagsleg og sálræn viðbrögð

Þessar tegundir afleiðinga gefa mynd af þeim áhrifum sem atvikið hefur á íbúa almennt. Eink­unn er ákvörðuð á grundvelli sérkenna atviksins. Gert er ráð fyrir að þessi sérkenni séu mikilvæg fyrir það að hve miklu leyti atburðurinn kemur af stað félagslegum og sál­ræn­um viðbrögðum hjá þeim hluta íbúa sem ekki hafa orðið fyrir beinum áhrifum af at­vik­inu. Slík viðbrögð geta verið ólga, gremja, vantraust, reiði o.s.frv. en viðbrögðin geta t.d. komið fram með þátttöku í mótmælum, rökræðum á samfélagsmiðlum og í öðrum fjöl­miðlum.

Sérkenni

Skýring

Óþekkt atvik

Atvikið, orsök þess eða afleiðingar eru ókunnar í þeim skilningi að það hefur ekki átt sér stað áður eða hefur hingað til ekki talist geta gerst á Íslandi.


Því óvæntara eða óþekktara sem atvikið er, því meiri óróa er gert ráð fyrir.

Atvikið hefur sérstaklega áhrif á viðkvæma hópa

Atvikið hefur veruleg áhrif á hópa sem samfélagið ber sérstaka ábyrgð á að vernda. Slíkir viðkvæmir hópar geta t.d. verið börn, fólk með skerta virkni, veikir og aðrir sem hafa sérstaka þörf fyrir hjálp.


Því meiri áhrif sem atvikið hefur á viðkvæma hópa, þeim mun sterk­ari verða þau tilfinningalegu viðbrögð sem gert er ráð fyrir.

Viljandi (/vísvitandi) atvik

Atvikið er vísvitandi skipulagt og framkvæmt af einstaklingi, hópi ein­stak­linga eða ríki, þar sem tilgangurinn er fyrst og fremst hefnd, að láta í ljósi hatur, að skapa ótta og/eða að þrýsta á yfirvöld.

 

Því skýrara sem það er að um ódæðisverk sé að ræða, því sterkari verða þau tilfinningalegu viðbrögð sem gert er ráð fyrir að atvikið muni valda.

Skortur á tækifæri til að flýja

Atvikið er óumflýjanlegt fyrir þá sem verða fyrir áhrifum af því; þ.e. þeir geta ekki flúið frá því, verndað sig gegn afleiðingum þess né haft áhrif á fram­vinduna.

Eftir því sem möguleikar þeirra sem atvikið hefur bein áhrif á hafa til sjálfs­hjálpar eru minni, er gert ráð fyrir þeim mun sterkari tilfinningalegum við­brögð­um íbúa.

Brostnar væntingar

Ef sú tilfinning skapast (með réttu eða ekki) að atvikinu eða afleið­ing­um þess hefði verið hægt að afstýra að öllu leyti eða að hluta með betri for­vörn­um og/eða viðbúnaði af hálfu yfirvalda, flokkast það undir brostnar vænt­ingar.

Því sterkari sem upplifunin er af brestum í forvörnum og/eða stjórn­un, því meira verður vantraust íbúa á yfirvöld.

Getuleysi til að takast
á við atvikið

Björgunarmenn og neyðarþjónusta eiga í erfiðleikum með að komast á staðinn þar sem atvikið á sér stað og/eða skortir nægjanlegan búnað og/eða hæfni til að að takast á við það.

 

Því erfiðara sem það er að takast á við atvikið (í raun), því meiri ólgu og vanmátt má gera ráð fyrir að atvikið skapi.

Atvikið hendir
af handahófi

Handahófs- eða tilviljanakennt er hvern atvikið hendir.

 

Því auðveldara sem það er að samsama sig fórnarlömbum, þeim mun meiri ólgu er gert ráð fyrir að atvikið skapi.

Tafla 11: Sérkenni atvika og félagsleg og/eða sálræn viðbrögð við þeim

Atvik er metið eftir því að hve miklu leyti það einkennist af framangreindum punktum í Töflu 11. Hvert einkenni er metið á sex þrepa kvarða þar sem hvert skref hefur einnig tölu­gildi frá 0 til 5, sjá Töflu 12:

AÐ HVE MIKLU LEYTI ER SÉR­KENNIÐ TIL STAÐAR?

EKKI TIL

STAÐAR

AÐ MJÖG LITLU LEYTI

AÐ LITLU LEYTI

Í MEÐAL­LAGI

AÐ MIKLU LEYTI

AÐ MJÖG MIKLU LEYTI

Tölugildi

0

1

2

3

4

5

Tafla 12: Sex þrepa kvarði yfir það hvort og þá hve mikið tiltekið sérkenni atvika er til staðar

Heildareinkunn er ákvörðuð á grundvelli meðaltals þeirra þriggja sérkenna sem eru talin vera ráðandi (þ.e. þrjár hæstu einkunnirnar) og með einum aukastaf.

MEÐALTAL ÞRIGGJA SÉRKENNA

<1

1–1,4

1,5–2,4

2,5–3,4

3,5–4,4

4,5–5,0

Einkunn

-

A

B

C

D

E

Tafla 13: Heildareinkunnir með einum aukastaf sem byggist á meðaltali þeirra þriggja sérkenna atvika sem fá hæstu einkunnirnar

4.2.      Tegund afleiðinga: Truflanir á daglegu lífi

Atvik geta leitt tímabundið til skertra lífskjara í formi ýmissa byrða í daglegu lífi , t.d. skort­ur á aðgengi að mat, vatni, hita, rafmagni og/eða rafrænum samskiptum. Oft stafar skerðingin af brestum í mikilvægum innviðum eða samfélagslega mikilvægum verk­efn­um.

Matið byggist á þremur ólíkum vísbendingum með mismunandi mælikvarða:

      I.         Brestir í rafmagnsdreifingu

Einkunn er ákvörðuð út frá fjölda notenda sem missa rafmagn sem og tímalengd bilunar. Ekki á að telja þá með sem kunna að hafa rýmt húsnæði sitt.

Fjöldi einstaklinga

100 – 1000

1001 – 10 000

10 001–100 000

>100 000

Tímalengd

1-2 dagar

A

A

B

C

3-7 dagar

A

B

C

D

1 vika upp 1 mánuð

B

C

D

E

>1 mánuður

C

D

E

E

Tafla 14: Einkunnaskali fyrir bresti í rafmagnsdreifingu

Hæsta einkunn gildir ef þetta getur átt við um enn fleiri.

   II.         Brestir í öðrum samfélagslega mikilvægum verkefnum

Metið er hvort atvikið og/eða hugsanleg afleidd atvik leiði til brests eða bilunar í eftir­far­andi þjónustu eða afhendingu:

    framboð á mat

    dreifing neysluvatns frá vatnsveitu

    rafræn samskipti

    framboð á lyfjum og lækningatækjum

    greiðslumiðlun og/eða greiðsluþjónusta

    vöru- og farþegaflutningar

Bresturinn (eða bilunin) þarf að vera veruleg í þeim skilningi að þeir sem verða fyrir áhrif­um, upplifa hann (eða hana) sem álag. Einkunn er ákvörðuð miðað við þann fjölda sem verð­ur fyrir áhrifum sem og tímalengd áhrifanna. Ekki eru taldir með þeir sem hafa þurft að rýma hús sín. Framangreindar sex þjónustu- eða vöruafhendingar eru metnar hver fyrir sig.

Fjöldi einstaklinga

100 – 1000

1001 – 10 000

10 001–100 000

>100 000

Tímalengd

1-2 dagar

A

A

A

B

3-7 dagar

A

A

B

C

1 vika til 1 mánuður

A

B

C

D

>1 mánuður

B

C

D

E

Tafla 15: Einkunnaskali fyrir bresti í öðrum samfélagslega mikilvægum verkefnum

Hærri einkunnin gildir ef atvik hefur áhrif á tvær þjónustu- eða vöruafhendingar. Ef áhrifin eiga á við um þrjár eða fleiri þjónustu-  eða vöruafhendingar, er einkunnin aðlöguð upp um eitt þrep (þ.e. A verður að B, B verður að C o.s.frv.).

 III.         Rýming

Einkunn er ákvörðuð út frá því hversu margir þurfa að rýma hús sín sem og tímalengd rýmingar. Hæsta einkunn gildir ef rýmingin á við um enn fleiri.

Fjöldi einstaklinga

100 – 1000

1001 – 10 000

10 001–100 000

>100 000

Tímalengd

1-7 dagar

A

B

C

D

1 vika til 1 mánuður

B

C

D

E

>1 mánuður

C

D

E

E

Tafla 16: Einkunnaskali fyrir rýmingu

Hæsta einkunn fyrir vísana þrjá (þ.e. I – III hér að framan) gildir um afleiðingategundina Truflanir á daglegu lífi.

5.  Lýðræðisleg gildi og stjórnunarhættir

5.1.      Tegund afleiðinga: Tap á lýðræðislegum gildum og þjóðstjórn

Þessi tegund afleiðinga hefur tvo þætti. Í fyrsta lagi þarf hún að fanga áhrif tiltekins atviks á starfsemi mikilvægra stofnana en í öðru lagi þarf hún að fanga að hve miklu leyti atvikið er árás á grundvallargildi og réttindi í íslensku samfélagi, t.d. réttaröryggi, jafnrétti, tján­ingar­frelsi, persónulegt öryggi og friðhelgi.

Einkunnin er byggð á mati á því að hve miklu leyti atvikið hefur eftirfarandi sérkenni:

Sérkenni

Skýring

Atvikið er ógn við getu þjóðkjörinna stofnana til að starfa.

Atvikið getur leitt til skertrar getu Alþingis og ríkisstjórnarinnar til að sinna verkefnum sínum og störfum.

Atvikið er ógn við getu mikilvægra stofnana til að starfa.

Atvikið getur leitt til skertrar getu stjórnsýslunnar, dómstóla, fjármálastofnana og fjölmiðla til að sinna verkefnum sínum og störfum.

Atvikið stendur fyrir brot á lykilgildum í íslensku samfélagi.

Upplifun á atvikinu er sú að það sé árás á lykilgildi eins og jafnrétti, réttaröryggi, málfrelsi og lýðræði.

Atvikið stendur fyrir brot á öryggi og friðhelgi einstaklingsins.

Upplifun á atvikinu er sú að það sé árás á grundvallaröryggi og friðhelgi einstaklingsins.

Tafla 17: Tap á lýðræðislegum gildum og þjóðstjórn; sérkenni atvika og skýringar á þeim

 

Að hve miklu leyti er sérkennið til staðar?

Ekki til staðar

Að litlu leyti til staðar

Að einhverju leyti til staðar

Að miklu leyti til staðar

Tölugildii

0

1

2

3

Tafla 18: Einkunnaskali sem sýnir að hvort og þá að hve miklu leyti sérkenni atvika er til staðar

Heildareinkunn er ákvöðuð út frá meðaltali þessara fjögurra sérkenna og með einum auka­staf:

Meðaltal

<1

1–1,3

1,4–1,7

1,8–2,1

2,2–2,5

2,6–3,0

Einkunn

-

A

B

C

D

E

Tafla 19: Einkunnaskali fyrir heildareinkunn með einum aukastaf sem miðast við meðaltal fjögurra sérkenna tiltekins atviks

5.2.      Tegund afleiðinga: Tap yfirráða yfir landsvæði

Þessi tegund afleiðinga er ekki notuð í Greiningu hættusviðsmynda vegna þess að engin atburðarásanna hefur í för með sér tap á stjórn á landsvæði.

 

Tegund afleiðinga og einkunnagjöf verður að endurspegla að óviðunandi sé að erlent vald taki yfir­ráð yfir íslensku yfirráðasvæði, óháð því hvort um er að ræða lítið svæði í til­tölu­lega stuttan tíma.

 

Hafa þarf í huga að ógnarmyndin hefur breyst mikið á undaförnum árum. Skilin milli stríðs og friðar eru ekki eins skýr og áður og fjölþáttaárásir geta þýtt að fullveldi sé ógnað án þess að um nokkra landvinninga sé að ræða sem er ástæða til nánari skoðunar á því hvern­ig leggja eigi mat á minniháttar skerðingar á fullveldi, þ.m.t. hótanir um beitingu hern­aðar eða annars valds til að láta stjórnvöld beygja sig fyrir kröfum erlends valds. Sömuleiðis þarf að skoða hvernig meta eigi aðgerðir erlends valds sem afmarkast í tíma, umfangi eða af því að hve miklu leyti þau grípa inn í stjórn yfirvalda á eigin land­svæði.


 

Viðauki 3:
Einkunn vegna heildarafleiðinga

Heildarafleiðingar fyrir hverja sviðsmynd eru teknar saman með því að gefa einkunn­un­um (þ.e. A-E) fyrir hverja tegund afleiðinga ákveðið tölugildi. Gildið hækkar sem margfeldi af 2 á milli einkunnaflokka, sbr. Töflu 20:

Einkunn

Tölugildi

-

0

A

1

B

2

C

4

D

8

E

16

Tafla 20: Tölugildi einkunna til að nota við mat á heildarafleiðingum fyrir hverja sviðs­mynd


 

Tölugildin fyrir allar tíu tegundirnar af afleiðingum eru lagðar saman, sbr. Töflu 21:

Tegund afleiðinga

Einkunn

Tölugildi

1.1

D

8

1.2

B

2

2.1

C

4

2.2

A

1

3.1

B

2

3.2

D

8

4.1

-

0

4.2

C

4

5.1

B

2

5.2

-

0

Samtals

 

31

Tafla 21: Flokkar afleiðinga eru fimm og innan hvers flokks eru tvær tegundir afleiðinga, þ.e. alls tíu tegundir afleiðinga, en hér má sjá dæmi um tölugildi fyrir þær tíu tegundir afleiðinga. Heildarafleiðingar fást með samlagningu þessara tíu tölugilda.

Heildartölugildi afleiðinganna í því dæmi sem kemur fram í Töflu 21 er 31. Heildareinkunn afleiðinga er gefin á kvarða í fimm þrepum frá mjög litlum upp í mjög miklar afleiðingar en bilin í tölugildum eru gefin í Töflu 22:

Heildartölugildi

Heildarafleiðingar

1-10

Mjög litlar

11-20

Litlar

21-40

Meðalstærð

41-70

Miklar

71-160

Mjög miklar

Tafla 22: Kvarði í fimm þrepum sem sýnir heildarafleiðingar atviks


 

Viðauki 4:
Mat á óvissu

Óvissa sem tengist líkum og afleiðingum er metin með því að taka þekkinguna á bak við grein­ing­una til hliðsjónar ásamt næmi niðurstaðnanna gagnvart breytingum í forsend­um.

Þekking

Metið er hvernig eftirfarandi á við um greininguna:

·         aðgengi að viðeigandi gögnum og reynslu; góð gögn og upplýsingar gefa til kynna litla óvissu:

·       Hversu góð gögn eru að baki matinu?

·       Er til áþreyfanleg reynsla sem hægt er að byggja á?

·         Skilningur á atvikinu sem verið er að greina; ef fyrirbærið er vel þekkt og mikið rannsakað, gefur það litla óvissu til kynna:

·    Hversu vel þekkt er fyrirbærið?

·         Eru sérfræðingar sammála: ef aðilar eru sammála bendir það til lítillar óvissu:

·   Hversu mikil sátt er meðal þeirra sem taka þátt í greiningunni um hana?

 

Næmi

Næmi niðurstaðna er metin með því að skoða hversu viðkvæmar líkur og afleiðingar eru fyrir litlum breytingum á forsendum sviðsmyndarinnar. Mikilvægt er að það sé skýrt hvaða breytingar á þáttum í forsendum það eru sem niðurstöðurnar eru viðkvæmar fyrir og hversu mikilvægir þættirnir eru fyrir niðurstöður greiningarinnar. Næmi er bæði metin fyrir líkur og afleið­ing­ar.

Til að sýna fram á næmi niðurstaðna ætti að hafa eftirfarandi spurningar í huga:

·    Hversu mikið þarf til svo að líkur á tilteknu atviki minnki eða aukist til muna?

·    Hversu mikið þarf til svo að afleiðingarnar verði verulega meiri eða minni?

Mikil næmi þýðir að litlar breytingar á forsendum geta leitt til mikilla breytinga á niður­stöðum greiningarinnar (þ.e. áhættunnar) og það stuðlar að aukinni óvissu.

Heildaróvissa

Þekking og næmi eru metnar á kvarðanum: lítil, í meðallagi, mikil.

Hverju þeirra er gefið sitt tölugildi, sbr. Töflu 23:

Þekking/næmi

Lítil

Í meðallagi

Mikil

Tölugildi

1

2

3

Tafla 23: Tölugildi og kvarði fyrir mat á þekkingu og næmi

Á þessum grunni er meðalgildi fyrir óvissu sem tengist þekkingunni reiknað (frá 1 upp í 3) og meðalgildi fyrir hversu næm óvissan er (frá 1 upp í 3).

Meðalgildið er sett fram sem lítið, í meðallagi eða mikið:

Meðaltal tölugildis

1,0 – 1,49

1,5 – 2,49

2,5 – 3,0

Þekking

Lítil

Í meðallagi

Mikil

Næmi

Lítil

Í meðallagi

Mikil

Tafla 24: Meðalgildi fyrir hversu næm tiltekin óvissa er

Heildaróvissu er lýst í kvarða sem skiptist í fimm þrep (þ.e. mjög lítil, lítil, í meðallagi, mikil og mjög mikil) en heildaróvissan er ákvörðuð með því að stilla saman mati á þekk­ingu og næmi, eins og er sýnt í Töflu 25.



Óvissa tengd næmi

Óvissa tengd þekkingunni

Lítil

Í meðallagi

Mikil

Lítil

Mjög lítil

Lítil

Í meðallagi

Í meðallagi

Lítil

Í meðallagi

Mikil

Mikil

Í meðallagi

Mikil

Mjög mikil

Tafla 25: Kvarði fyrir heildaróvissu sem skiptist í fimm þrep byggð á óvissu sem annars vegar er tengd þekkingu og hins vegar næmi

 



[1] Ríkislögreglustjórinn, Almannavarnadeild. (2011).  Áhættuskoðun Almannavarna. Sótt 10.12.2020 af https://www.almannavarnir.is/wp-content/uploads/2016/05/Inngangur-%C3%81h%C3%A6ttusko%C3%B0un-og-umd%C3%A6min.pdf

[2] Stjórnarráð Íslands, Forsætisráðuneytið. (2020). UPPBYGGING INNVIÐA Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging. Sótt 02.02.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ForsAetisraduneytid/Innvidir-2020/%c3%81taksh%c3%b3pur%20-%20a%c3%b0ger%c3%b0al%c3%bdsingar%20(ID%20139546)%20web.pdf

[3] Sumar greiningar hafa tekið mið af væntanlegum loftslagsbreytingum en í þeim tilfellum er þessu lýst sérstaklega.

[4] Noregs vassdrags- og energidirektorat (NVE)

[5] Þ.e. landræma eða svæði sem liggur að sjó eða stóru stöðuvatni. Strönd hefst við neðri fjörumörk en það fer eftir landslagi hversu langt upp á land hún er talin ná.

[6] Þ.e. rennandi vatn í farvegi, af hvaða stærð sem er.

[7] Á alþjóðavettvangi ganga válistar undir heitinu rauðir listar.

[8] Með viðbragðsaðilum er í þessu samhengi átt við lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir, sjúkrabílaþjónustu, læknavakt, helstu björgunarmiðstöðvar, þyrlur og skip Landhelgisgæslunnar og Almannavarnir.