Efnisyfirlit
1.2. Kröfur um almannavarnastarf í ráđuneytum
1.3. Hlutverk ríkislögreglustjóra og Almannavarna
2. Kröfur um vinnu ráđuneyta viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna
2.1. Skýring og lýsing á lykilhlutverkum og ábyrgđ
2.2. Kerfisbundinn undirbúningur og viđhald á greiningu á áhćttu og áfallaţoli
2.4. Lýsing og mat á viđbúnađarađgerđum
2.5. Markmiđ fyrir vinnu sem miđar ađ öryggi samfélagsins og borgaranna á eigin málefnasviđum
2.6. Samrćmd vinna milli ráđuneyta
2.7. Ábyrgđ tekin á neyđarstjórnun eigin málaflokks og hlutverk leiđandi ráđuneytis
2.7.1. Ţróun og viđhald skipulags til ađ takast á viđ óćskileg atvik.
2.7.2. Markvissar ćfingar á málefnasviđi og á milli ráđuneyta
2.8. Mat á ćfingum og atvikum og eftirfylgni međ niđurstöđum og lćrdómspunktum
2.9. Samráđ viđ dómsmálaráđuneytiđ
2.10. Ţekkingarmiđuđ vinna, rannsóknir og ţróun innan málefnasviđs
3. Kröfur til ráđuneyta sem bera ábyrgđ á samfélagslega mikilvćgum verkefnum
3.1. Greining á áhćttu og viđkvćmni vegna samfélagslega mikilvćgra verkefna
3.5. Samstarf ráđuneyta vegna samfélagslega mikilvćgra verkefna
3.6. Reynslu miđlađ og fćrni aukin
3.7. Upplýsingaöflun og skýrslur til ađstođar dómsmálaráđuneytinu
4. Eftirlit međ vinnu ráđuneyta
4.3. Eftirlit og leiđbeiningar
5.1. Ríkisstjórnin, ţjóđaröryggisráđ og almannavarna- og öryggismálaráđ
5.3. Framlag ţjóđaröryggisráđs til samvinnu
5.4. Stuđningur Almannavarna viđ viđlagastjórn ráđuneyta
Í stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum er megináhersla lögđ á eflingu almannavarnakerfisins. Viđ erum öll almannavarnir er átak sem hefur veriđ mjög áberandi vegna COVID-19. Til ađ bregđast sem best viđ ţeim skađa sem ýmis atvik geta haft í för međ sér, ţurfa allir ađ undirbúa viđbrögđ sín vegna ţeirra fyrir fram; Almannavarnir – eru á allra ábyrgđ. Mikilvćgt er ađ vera vel undirbúin og kynna sér viđbrögđ og viđbúnađ viđ vá.
Eitt af ţeim verkefnum sem skilgreind voru í kjölfar óveđursvetrarins 2019-2020 var ađ unniđ sé heildstćtt mat á áfallaţoli íslensks samfélags. Í stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum er auk ţess m.a. lögđ áhersla á ađ gera áhćttumat í öllum umdćmum auk landsdekkandi áhćttumats. Ţar kemur fram ađ Almannavarnadeild skuli samrćma og leiđa vinnu viđ ađ kanna áfallaţol mikilvćgra innviđa og íslensk samfélags innan ţess ramma sem fjallađ er um í lögum um almannavarnir. Á árunum 2007-2011 var stórt verkefni viđ Áhćttuskođun Almannavarna unniđ en ţá var fariđ yfir gátlista vegna hugsanlegra atburđa í lögregluumdćmunum og áhćttur voru skođađar og metnar. Endurskođun á ţessu verkefni hófst haustiđ 2020 og var ţá sú ákvörđun tekin ađ taka miđ af ţeirri ađferđafrćđi sem notuđ hefur veriđ af systurstofnun Almannavarna í Noregi. Sú ađferđafrćđi miđast viđ ađ útbúa leiđbeiningaefni og bjóđa upp á námskeiđ í notkun ţess en jafnframt ađ framkvćmd greininga á áhćttu og áfallaţoli sé alfariđ hjá ráđuneytum, stofnunum og sveitarfélögum sem bera ábyrgđ á viđbrögđum og viđbúnađi viđ vá á sínum starfssviđum. Haldiđ er utan um ţćr niđurstöđur greininganna sem er skylt ađ skila til Almannavarna í vefgátt. Í gegnum vefgáttina fer einnig eftirlit Almannavarna međ starfi ráđuneyta, stofnana og sveitarfélaga viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna ađ mestu fram og niđurstöđur ţess eru birtar í formi mćlaborđs. Í stefnunni er auk ţess lögđ áhersla á ađ unniđ sé eftir viđurkenndum ađferđum í áhćttustýringu. Viđ innleiđingu á slíkum ađferđum geta ráđuneyti einnig ţurft á ađstođ sérfrćđinga sviđi áhćttustjórnunar og áhćttugreininga ađ halda, sé sú ţekking ekki ţegar til stađar innan ráđuneytisins, til ađ ađstođa viđ ađ koma á ţeirri samrćmdu ađferđafrćđi sem lögđ er fram međ leiđbeiningaefni Almannavarna.
Haustiđ 2020 var hafist handa viđ ađ útbúa leiđbeiningar um skipulega og samrćmda vinnu viđ gerđ greiningar á áhćttu og áfallaţoli í íslensku samfélagi. Í leiđbeiningunum er stuđst viđ efni og ţekkingu sem var til fyrir hjá Almannavörnum en ađ megninu til er efniđ nýtt, ţýtt og stađfćrt úr leiđbeiningum sem Direktoratet for sikkerhet og beredskap í Noregi gaf út fyrir ţarlenda stjórnsýslu. Lokiđ var viđ gerđ leiđbeininganna áriđ 2021 og ţćr gefnar út á nýjum vef Almannavarna sem heldur utan um leiđbeiningar og rafrćna stjórnsýslu vegna greininga á áhćttu og áfallaţoli.
Ráđuneytum var bođiđ ađ koma ábendingum á framfćri fyrir útgáfu ţessara leiđbeininga fyrir ráđuneyti um gerđ greininga á áhćttu og áfallaţoli. Ţćr ábendingar sem bárust hafa veriđ unnar inn í textann fyrir endanlega útgáfu hans.
Öryggi borgaranna er sameiginleg ábyrgđ ţvert á málefna- og stjórnsýslustig; yfirvöld hafa ţannig bćđi mikilvćgt og erfitt verkefni ađ glíma viđ. Mikilvćgt er ađ ráđuneytin séu leiđandi í ţví ađ fá undirstofnanir, sveitarfélög og einstaklinga í samfélaginu til ađ taka ábyrgđ á eigin viđbúnađi.
Ţeim sem komu ađ verkinu eru fćrđar ţakkir fyrir mikiđ og óeigingjarnt starf sem mun nýtast öllum ţeim sem koma ađ vinnu viđ ađ tryggja öryggi borgaranna um ókomin ár.
Reykjavík, apríl 2022
Sigríđur Björk Guđjónsdóttir
Ríkislögreglustjóri
Tilgangur allrar vinnu viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna er ađ draga úr líkum á alvarlegum og óćskilegum atvikum, skapa seiglu og takast á viđ ţau atvik sem eiga sér stađ ţrátt fyrir allt, svo ađ afleiđingar fyrir samfélagiđ minnki. Vinna viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna byggist á ţeim verđmćtum sem ţarf ađ vernda, viđkvćmni samfélagslegra verkefna, hćttum og ógnum sem samfélagiđ stendur frammi fyrir og getu ţess til ađ koma í veg fyrir og stjórna atburđarásinni. Á Íslandi byggist vinnan viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna á fjórum grundvallarreglum: sviđsábyrgđar-, samkvćmnis-, grenndar- og samrćmingarreglu.
Ţessar leiđbeiningar eru fyrsta rit Almannavarna um skipulega vinnu öryggis- og neyđarviđbúnađar ráđuneyta. Tilgangur leiđbeininganna er ađ veita ráđgjöf og tillögur um verklag og ađferđir sem ráđuneyti geta notađ til ađ uppfylla kröfur í lögum nr. 82/2008 um almannavarnir, um greiningu áhćttu og áfallaţols. Leiđbeiningarnar eru stađfćrsla og ţýđing Almannavarna á norsku skýrslunni Veileder til samfunnssikkerhetsinstruksen. Dagmar Sigurđardóttir veitti ráđgjöf um stađfćringu ađ íslensku lagaumhverfi og Hulda Vigdísardóttir sá um yfirferđ á málfari.
Leiđbeiningarnar verđa uppfćrđar eftir ţörfum. Einnig er hćgt ađ nýta ađrar leiđbeiningar Almannavarna ţar sem fariđ er dýpra í gerđ áhćttumats og greiningar á áhćttu og áfallaţoli
Leiđbeiningarnar eru mikilvćgt verkfćri fyrir ráđuneytin viđ vinnu viđ ađ uppfylla kröfur í lögum um almannavarnir. Ţeim er ćtlađ ađ skýra hvađ felst í hverri kröfu fyrir sig međ tilheyrandi athugasemdum og veita ráđleggingar og tillögur um hvernig hćgt er ađ uppfylla ţćr. Lögđ er áhersla á ađ ţćr kröfur sem gerđar eru til ráđuneytanna komi fram í lögum. Leiđbeiningarnar eru einungis til ţess gerđar ađ gefa ráđ en engar nýjar kröfur eru settar fram.
Ráđleggingarnar eru ađ hluta til settar fram sem upptalning og ađ hluta sem ítarlegur leiđbeiningatexti. Ţegar kröfur úr lögum eđa reglugerđum koma fram í leiđbeiningatextanum, er ţađ tekiđ skýrt fram, m.a. međ ţví ađ vísa til laga og reglugerđa eftir ţví sem hćgt er.
Vinnuna viđ ađ uppfylla kröfur í lögum um almannavarnir verđur ađ laga ađ hverju ráđuneyti, starfsemi ţess og ţví hvađa áhćttur um er ađ rćđa. Vinnan miđast viđ ţađ umfang sem nauđsynlegt er til ađ tryggja fullnćgjandi eftirfylgni á málefnasviđum ráđuneytisins. Ţetta getur ţýtt ađ atriđi í leiđbeiningunum eigi mismikiđ viđ hjá ólíkum ráđuneytum.
Í 15. gr. almannavarnarlaga nr. 82/2008 segir:
„Einstök ráđuneyti og undirstofnanir ţeirra skulu, í samvinnu viđ ríkislögreglustjóra, kanna áfallaţol ţess hluta íslensks samfélags sem fellur undir starfssviđ ţeirra. Ţá skulu einstök ráđuneyti og stofnanir á ţeirra vegum, í samvinnu viđ ríkislögreglustjóra og í samrćmi viđ lög sem um starfssviđiđ gilda, skipuleggja fyrirhuguđ viđbrögđ og ađgerđir samkvćmt viđbragđsáćtlun ţar sem m.a. er fjallađ um eftirfarandi ţćtti:
1. Skipulagningu ađgerđa
2. Viđbúnađ viđbragđsađila, m.a. liđsafla, ţjálfun liđsafla og útbúnađ og stjórnsýsluviđbúnađ
3. Samgöngur og fjarskipti
4. Framkvćmd ráđstafana á hćttustundu
5. Samhćfingu og stjórn ađgerđa viđbragđsađila og annarra ađila
6. Áfallahjálp og ađstođ viđ ţolendur
7. Hagvarnir, birgđir og neyđarflutninga til og frá landi
Ríkislögreglustjóri skal semja viđbragđsáćtlanir varđandi ţá hluta íslensks samfélags sem falla ekki undir starfssviđ tiltekins ráđuneytis. Viđbragđsáćtlanir skulu undirritađar og stađfestar af réttum yfirvöldum.“
Tilgangur ţessa ákvćđis í 15. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er ađ styrkja getu samfélagsins til ađ koma í veg fyrir neyđ og takast á viđ óćskileg atvik međ heildstćđri og samrćmdri vinnu viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna. VI. kafli laganna lýsir kröfum sem gilda um ráđuneytin og ábyrgđ ţeirra á samfélagslega mikilvćgum verkefnum. Ráđuneytin bera ábyrgđ á nauđsynlegri samhćfingu á ţví sviđi samfélagslegra verkefna sem ţau fara međ. Yfirliti yfir helstu ábyrgđ ráđuneyta og samfélagslega mikilvćg verkefni er lýst í Forsetaúrskurđi um skiptingu stjórnarmálefna milli ráđuneyta í Stjórnarráđi Íslands nr. 119/2018.
Lög um almannavarnir leggja áherslu á ađ vinnan viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna ţurfi ađ byggja á kerfisbundinni áhćttustjórnun[1]. Ţau lýsa einnig skýrum kröfum sem ráđuneytin ţurfa ađ uppfylla og hćgt er ađ hafa eftirlit međ. Međ stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum, útgáfu ţessara leiđbeininga og stofnun nýs sviđs um Almannavarnir hjá ríkislögreglustjóra hefur metnađarstig vinnu viđ áhćttustýringu málefnasviđa veriđ hćkkađ og Almannavörnum gert kleift ađ fylgja betur eftir almannavarnastarfi ríkisvaldsins og sveitarfélaganna. Í 17. gr. laga um almannavarnir er fjallađ um afhendingu viđbragđsáćtlana, ćfingar og endurskođun:
„Ráđuneyti, undirstofnanir ţeirra og sveitarfélög skulu stađfesta viđbragđsáćtlanir sínar og senda ţćr ríkislögreglustjóra.
Ţegar viđbragđsáćtlun hefur veriđ stađfest og afhent ríkislögreglustjóra skal hún ćfđ eftir ţví sem frekast er kostur. Ríkislögreglustjóri, almannavarnanefndir, viđbragđsađilar almannavarna, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og einkaađilar sem hafa hlutverki ađ gegna í skipulagi almannavarna samkvćmt samningi skulu án endurgjalds taka ţátt í ćfingu viđbragđsáćtlunar eftir ţví sem ţurfa ţykir. Ágreiningi um skyldu til ađ taka ţátt í ćfingu má skjóta til ráđherra. Viđbragđsáćtlanir skal endurskođa eins oft og nauđsyn krefst.“
Á ráđherra hvíla almennar eftirlitsskyldur međ framkvćmd ţeirra málefna er undir hann heyra, á vegum viđkomandi ráđuneytis og annarra stjórnvalda. Af ráđherraábyrgđarlögum nr. 4/1963 og lögum um Stjórnarráđ Íslands nr. 115/2011 sést ađ ábyrgđ ráđherra er mjög víđtćk; skipulag stjórnsýslunnar ţarf ađ vera gott og upplýsingar ţurfa ađ berast óhindrađ til ţess ađ ráđherra fái innsýn í mikilvćga starfsemi og ákvarđanir.[2]
Ţetta kemur fram á eftirfarandi hátt:
• Krafan um ađ ráđuneyti hafi yfirsýn yfir áhćttu og viđkvćmni í sínum málaflokkum er gerđ skýr međ ţví ađ gera kröfur um kerfisbundnar greiningar á áhćttu og viđkvćmni.
• Viđbragđsáćtlanir ţarf ađ ćfa eftir ţví sem frekast er kostur. Ćfingarnar ţurfa ađ vera nćgjanlegar til ađ ráđuneytiđ geti axlađ ábyrgđ á viđlagastjórnun sinna málefnasviđa.
• Ţađ er skýr krafa um ađ stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum myndi grunninn ađ öllu starfi ráđuneyta og undirstofnana ţeirra viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna.
Leiđbeiningarnar veita einnig ráđ á eftirfarandi sviđum:
• ráđ um eftirfylgni eftir ćfingar og atvik
• ráđ um yfirsýn ráđuneyta sem bera meginábyrgđ á samfélagslega mikilvćgum verkefnum, ţar á međal kröfur um stöđu- og ástandsmat
• ráđ um hlutverk ríkisstjórnarinnar, ráđuneytanna og almannavarna- og öryggismálaráđs í viđlagastjórnun og í samhćfingar- og stjórnstöđ
Eftirlit Almannavarna fer fram samkvćmt eftirlitsáćtlun og byggist m.a. á eftirfarandi ţáttum:
• Mikilvćgi og áhćtta skal höfđ til hliđsjónar viđ val á ráđuneyti sem eftirlitiđ beinist ađ, val á eftirlitsađferđ og viđ áherslur á ţeim ţáttum sem val beinir eftirliti ađ.
• Hvernig „brot á kröfum“ eru skilgreind, ţ.e. skilgreiningar á ţví hvenćr kröfum í leiđbeiningunum er ekki fylgt/fullnćgt.
• Meginreglan er sú ađ eftirlitsskýrslur eru opinberar.
Umfang leiđbeininganna
Lögin og leiđbeiningarnar eiga viđ um öll ráđuneyti. Umfangiđ er almannavarnastarf sem snýr ađ ţví ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og nćr yfir allar tegundir óćskilegra atvika í samrćmi viđ markmiđ almannavarna,[3] ţar međ talin samvinna og stuđningur viđbragsađila. Leiđbeiningarnar fjalla einnig um viđlagastjórnun og hlutverk ráđuneyta í samhćfingar- og stjórnstöđ.
Breytingar á ógnum undanfarin ár hafa gert ţađ ađ verkum ađ nauđsynlegt er ađ efla seiglu og ţrautseigju samfélagslega mikilvćgra verkefna svo ađ ţau séu betur í stakk búin til ađ standast áraun.
Viđ eftirlit međ ráđuneytunum samkvćmt almannavarnalögum verđur, ađ ţví marki sem ţađ á viđ, leitast viđ ađ koma í veg fyrir ađ sama málefni verđi undir eftirliti frá fleiri en einum eftirlitsađila.
Stafrćnt öryggi er ómissandi hluti af almannavarnastarfi og er hluti af umfangi leiđbeininganna. Stafrćnt öryggi snýst um ađ vernda ţađ sem er viđkvćmt sökum tengsla viđ upplýsinga- og samskiptatćkni. Ţetta ţýđir ađ međhöndla verđur stafrćn mál og atvik sem órjúfanlegan ţátt í starfi ráđuneyta í vinnunni viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna. Ráđ sem gefin eru í stefnu ríkisins um net og upplýsingaöryggi međ tilheyrandi yfirliti yfir úrbćtur og leiđbeiningar, reglur Fjarskiptastofu um upplýsingaöryggi og leiđbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytisins ásamt löggjöf um öryggi net- og upplýsingakerfa verđa ađ vera undirstađa ţessarar vinnu fyrir ráđuneytin.
Hlutverki ríkislögreglustjóra í umbođi dómsmálaráđherra er lýst í 5. og 7. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008:
„Ráđherra er fer međ málefni almannaöryggis er ćđsti yfirmađur almannavarna í landinu. Hann gefur út reglur um almannavarnastig ađ fenginni tillögu ríkislögreglustjóra og ađ höfđu samráđi viđ almannavarna- og öryggismálaráđ.
Ríkislögreglustjóri annast málefni almannavarna í umbođi ráđherra. Ríkislögreglustjóri tekur ákvörđun um almannavarnastig hverju sinni í samráđi viđ viđkomandi lögreglustjóra ef unnt er og tilkynnir ţađ ráđherra. Heimilt er ađ lýsa yfir almannavarnaástandi ţegar neyđarástand er líklegt, er yfirvofandi eđa ríkir eđa sambćrilegar ađstćđur eru fyrir hendi. […]“
„Ríkislögreglustjóri hefur umsjón međ ađ ráđstafanir séu gerđar í samrćmi viđ stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum.
Ríkislögreglustjóri hefur eftirlit međ skipulagi almannavarna á landinu öllu og eftirlit međ almannavörnum sveitarfélaga. Hann hefur eftirlit međ gerđ hćttumats í samráđi viđ almannavarnanefndir. Hann tekur ţátt í undirbúningi og gerđ viđbragđsáćtlana ríkis og sveitarfélaga, sbr. VI. kafla laga ţessara, og hefur eftirlit međ endurskođun ţeirra og samhćfingu. Auk ţessa hefur ríkislögreglustjóri eftirlit međ gerđ viđbragđsáćtlana einkaađila. Hann hefur međ höndum eftirlit međ samhćfingu viđbragđsađila og annarra ađila, sbr. 8. gr., og međ stjórn ađgerđa bćđi áđur og eftir ađ hćttu ber ađ garđi.
Ríkislögreglustjóri skipuleggur forvarnir og almenningsfrćđslu á sviđi almannavarna, svo og frćđslu einkaađila, stjórnvalda og almennings um skipulag almannavarnakerfisins eftir ţví sem ţurfa ţykir. Auk ţess annast ríkislögreglustjóri ţjálfun og frćđslu á sviđi almannavarna.
Ríkislögreglustjóri tekur ţátt í alţjóđlegu samstarfi stjórnvalda um almannavarnir.“
Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra annast málefni almannavarna í umbođi dómsmálaráđherra. Almannavarnir gegna lykilhlutverki í samhćfingu, bćđi áđur og eftir ađ hćttu ber ađ garđi.
Dómsmálaráđherra ber ábyrgđ á ţví ađ upplýsa ríkisstjórn um stöđu mála í samrćmi viđ skýrslur ríkislögreglustjóra eftir ţörfum.
Áskorun Almannavarna, eins og allra samrćmingarađila, er ađ ná árangri án ţess ađ hafa beint stjórnunarvald yfir öllum ţeim ađilum sem ţarfnast samhćfingar. Sem samrćmingarađili ţurfa Almannavarnir ađ leitast viđ ađ koma á fót samrćmdum ramma sem hinir ýmsu ađilar geta tengt viđ, t.d. sameiginlegum áhćttuskilningi, sameiginlegri mynd af áskorunum, sameiginlegum orđaforđa, skýringum á „bestu starfsháttunum“ málefnasviđsins, virkri leiđsögn, sameiginlegum vettvöngum og föstum verkferlum fyrir skýrslugjöf. Ađ auki er mikilvćgt ađ Almannavarnir sem samrćmingarađili sinni ţví ađ byggja upp traust hjá ţeim sem á ađ samrćma starfsemi hjá. Almannavarnir búa í haginn fyrir leiđsögn og aukna fćrni á sviđi viđbúnađar, m.a. međ ţví útbúa leiđbeiningar um vinnu ráđuneyta viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna.
Međ eftirliti Almannavarna og söfnun upplýsinga um stöđu öryggis samfélagsins og borgaranna fćst yfirsýn og kerfisbundin framsetning á ţekkingu međ mismunandi uppruna. Ţó svo ađ einstök ráđuneyti beri ábyrgđ á lýsingu eigin ábyrgđarsviđs ţurfa Almannavarnir ađ geta dregiđ ţá ţekkingu saman og m.a. gert samanburđarmat á áhćttu og viđkvćmni á landsvísu.
Almannavarnir fylgja ţví eftir ađ unniđ sé heildstćtt, kerfisbundiđ, áhćttumiđađ og ţvert á málefnasviđ viđ ađ tryggja öryggi borgaranna á landsvísu.
Tengiliđir ráđuneyta og stofnana viđ ríkislögreglustjóra koma ţví á framfćri innan síns ráđuneytis ađ mikilvćg verkefni ráđuneyta er varđa almannavarnir nái fram ađ ganga. Jafnframt hafa ţeir umsjón međ viđbragđsáćtlanagerđ ráđuneytisins og stofnana ţess, skipulagningu fyrirhugađra viđbragđa og ađgerđa til ţess ađ tryggja greiđa framkvćmd viđbragđsáćtlunar í samrćmi viđ lög sem um starfssviđiđ gilda. Ríkislögreglustjóri veitir tengiliđum stuđning og ađhald vegna framangreinds til ađ tryggja samrćmda framkvćmd.
Eftir óveđriđ sem gekk yfir landiđ 2019, hafa mikilvćgir innviđir veriđ í brennidepli. Ábyrgđ á eftirfylgni á málefnasviđunum skiptist á ţau ráđuneyti sem fara međ ađalábyrgđ. Í skýrslunni Mikilvćg verkefni í samfélaginu hafa Almannavarnir útfćrt og afmarkađ ýmis verkefni samfélagsins međ tilheyrandi starfsgetu. Slík afmörkun auđveldar fyrir ađ gera vinnu markvissari í ţeim tilgangi ađ styrkja getu samfélagslega mikilvćgra verkefna í ađ standast áraun.
Krafa 2.1:
Í 2. gr. almannavarnarlaga nr. 82/2008 segir:
„Ríkiđ fer međ almannavarnir á landinu öllu, hvort heldur sem er á landi, í lofti eđa á sjó. Sveitarfélög fara međ almannavarnir í hérađi, í samvinnu viđ ríkisvaldiđ.“
Ţetta felur í sér ađ ráđuneyti ţarf ađ afmarka og lýsa lykilhlutverkum og ábyrgđ ráđuneytisins og undirstofnana viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna, innan ţeirra málefnasviđa sem ţađ ber ábyrgđ á.
Í athugasemdum viđ 2. gr. almannavarnalaga segir auk ţess:
„Viđ útfćrslu á skipulaginu er gert ráđ fyrir ađ eftirfarandi reglur verđi lagđar til grundvallar:
1. Sviđsábyrgđarreglan.
Sá ađili sem fer venjulega međ stjórn tiltekins sviđs samfélagsins eđa
tiltekins svćđis eđa umdćmis skal skipuleggja viđbrögđ og koma ađ stjórn
ađgerđa ţegar hćttu ber ađ garđi.
2. Grenndarreglan.
Stađbundin stjórnvöld undirbúa fyrirbyggjandi ráđstafanir og viđbragđsáćtlanir.
3. Samkvćmnisreglan.
Yfirvald eđa stofnun sér á hćttustundu um
björgunarstörf á verksviđi sínu.
4. Samrćmingarreglan.
Allir viđbragđsađilar samhćfa störf sín viđ undirbúning ađgerđa vegna
hćttuástands ţannig ađ búnađur og mannafli sé nýttur á skilvirkan hátt.“
Lýsingar á hlutverkum, ábyrgđarsviđum og verkefnum eru upphafiđ ađ vinnunni viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna. Landsskipulagsstefna[4] ásamt yfirliti yfir samfélagslega mikilvćg verkefni sem fram koma í skjali Almannavarna Mikilvćg verkefni í samfélaginu er grunnur ţessarar lýsingar. Ráđuneyti geta einnig lýst öđrum ţáttum sem ţau telja mikilvćgt ađ fylgja eftir.
Ráđuneytum er bent á ađ:
• meta hvort ráđuneyti beri ábyrgđ á áhćttuţáttum eđa öđrum ţáttum sem mikilvćgt er ađ fylgja eftir til viđbótar viđ ađ fylgja eftir ţáttum sem varđa samfélagslega mikilvćg verkefni.
• kortleggja ţverfagleg málefni (innan málefnasviđs ráđuneytis og ţvert á verkefni ráđuneyta) og meta ţörf fyrir ađ skýra hver beri ábyrgđ á hvađa ţáttum.
• kortleggja lög, reglugerđir, gögn frá Alţingi, samninga o.s.frv. ţar sem mćlt er fyrir um ţađ hvernig ráđuneyti skipuleggi vinnuna viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna.
• íhuga ađ útbúa skjal sem lýsir hlutverkum og ábyrgđ ráđuneytis er viđ koma öryggi samfélagsins og borgaranna.
Nauđsynlegur upphafsstađur vinnu ráđuneytis viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna er ađ skýra og lýsa ţví sem liggur innan ábyrgđarsviđs ráđuneytis međ tilliti til almannavarna. Slík lýsing ţarf m.a. ađ byggja á almannavarnalögum, skilgreiningum á hugtökum og áhćttustjórnun; sjá kafla 1, Viđauka 1 og Viđauka 2 í ţessum leiđbeiningum. Yfirlit yfir samfélagslega mikilvćg verkefni og skjal Almannavarna, Mikilvćg verkefni í samfélaginu, eru nauđsynlegur upphafspunktur fyrir vinnu viđ ađ skýra og lýsa hlutverkum og ábyrgđarsviđum. Í skjali Almannavarna eru fjórtán samfélagslega mikilvćg verkefni sundurliđuđ í fjörutíu hluta sem kallađir eru starfsgetur en ţar er ađ finna tilheyrandi skýringar og afmörkun hverrar getu fyrir sig. Hvert ráđuneyti ţarf ađ fara yfir listann yfir ţessi samfélagslega mikilvćgu verkefni og tilheyrandi starfsgetu og meta:
1. hvort ţađ beri ábyrgđ á öllu verkefninu eđa ađeins ađ hluta og eins getu ţess til ađ sinna ţví.
2. hvađ ţađ er sem felst í ţeirri ábyrgđ.
Öll ráđuneyti hafa skyldur, ţó í mismiklum mćli, sem tengjast samfélagslega mikilvćgu verkefnunum Stjórnun og neyđarstjórn og UT-öryggi. Til ađ uppfylla skyldur sem fylgja upplýsingatćkniöryggi verđa ráđuneytin sérstaklega ađ fylgja eftir stefnu ríkisins um net- og upplýsingaöryggi.
Til viđbótar viđ ađ skýra ábyrgđ sína á samfélagslega mikilvćgum verkefnum ţarf ráđuneyti ađ hafa skýringu á ţví hvađa áhćttuţáttum ráđuneytiđ kann ađ bera ábyrgđ á. Útgangspunktur fyrir ţá vinnu getur t.d. veriđ skýrsla Almannavarna, Greining hćttusviđsmynda, ţar sem fjölda áhćttuţátta er lýst: skriđum, smitsjúkdómum, samgönguslysum, hryđjuverkum o.s.frv. Einnig ţarf ađ skođa mat annarra yfirvalda á ógnunum, áhćttu og veikleikum. Ađalábyrgđ á neyđarviđbúnađi og hćttustjórnun innan áhćttuţáttar er oft falin einu ráđuneyti en nokkur ráđuneyti geta veriđ ábyrg fyrir forvörnum á sama ţćtti. Ţetta á einkum viđ um áhćttuţćtti sem tengjast náttúruvá og atvikum sem framkvćmd eru af ásetningi.
Einnig ţarf ađ vinna mat á ţví hvort einhver verkefni eđa ákveđnir ţćttir heyri undir ábyrgđarsviđ tiltekins ráđuneytis ţó ţeir séu ekki tilgreindir í Landsskipulagsstefnu; ţ.e. ráđuneyti vinnur mat á ţeim verkefnum og ţáttum sem ţađ telur mikilvćgt ađ hafa sérstaka eftirfylgni međ til ţess ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna.
Til ađ forđast grá svćđi í eftirfylgni ábyrgđarţátta ţarf ráđuneyti ađ hafa yfirsýn yfir hvađa ţćtti ţarf ađ skýra. Ţetta á viđ um skiptingu ábyrgđar innan eigin málefnasviđs og ţvert á verkefni ráđuneyta. Í tilvikum ţar sem löggjöf nćr til eins eđa fleiri málefnasviđa ţurfa ráđuneyti ađ skýra hvort um er ađ rćđa dreifingu og eftirfylgni međ stjórnsýsluábyrgđ sem samkomulag er um.
Eins getur veriđ viđeigandi ađ ráđuneyti geri mat á allri starfsemi innan síns málefnasviđs og skilgreini hlutverk sitt og viđeigandi stofnana. Á grundvelli slíks mats ţurfa ráđuneyti ađ fara yfir hvađa úrrćđum ţau hafa yfir ađ ráđa, meta hvort ţau dugi og skýra hvort ráđuneyti ţurfi ađ verđa sér úti um fleiri úrrćđi.
Ráđuneyti ţarf einnig ađ hafa yfirsýn yfir kröfur um öryggi samfélagsins og borgaranna og viđbúnađ sem mćlt er fyrir um og tilgreindur í lögum og reglugerđum sem og kvađir í samningum, leiđbeiningar og fyrirmćli í ţingskjölum o.s.frv.
Ţađ getur veriđ kostur ađ lýsa hlutverkum og skyldum ráđuneytis til ađ tryggja öryggi borgara og viđbúnađ í sérstöku skjali sem er endurskođađ reglulega og uppfćrt eftir ţörfum. Skjaliđ ţarf ađ festa í sessi í stjórnun viđeigandi ráđuneytis.
Krafa 2.2:
Í 15. gr. laga nr. 82/2008 segir:
„Einstök ráđuneyti og undirstofnanir ţeirra skulu, í samvinnu viđ ríkislögreglustjóra, kanna áfallaţol ţess hluta íslensks samfélags sem fellur undir starfssviđ ţeirra.“
Í athugasemd viđ 15. gr. í frumvarpi laga um almannavarnir segir auk ţess:
„Í 1. mgr. er gert ráđ fyrir samvinnu ráđuneyta og undirstofnana ţeirra og ríkislögreglustjóra varđandi könnun á áfallaţoli íslensks samfélags. Ţessi regla byggist, eins og ţegar hefur veriđ gerđ grein fyrir, á meginreglunni um sviđsábyrgđ – nánar tiltekiđ ađ ţađ stjórnvald sem almennt vinnur á tilteknu sviđi skuli framkvćma hćttumat og skipuleggja viđbrögđ viđ utanađkomandi hćttu.“
Gerđ er krafa um ađ hvert ráđuneyti fyrir sig sýni fram á ađ ţađ vinni og viđhaldi greiningu á áhćttu og áfallaţoli[5] á kerfisbundinn hátt međ útgangspunkt í mati á atvikum, hvort sem um er ađ rćđa ásetning eđa óviljandi atvik sem geta ógnađ ráđuneyti og starfsgetu málefnasviđs og setja líf, heilsu og efnisleg verđmćti í hćttu.
Ráđuneyti ţarf ađ taka ábyrgđ á ţví ađ mat á áhćttu og viđkvćmni á málefnasviđinu sé uppfćrt (ţ.m.t. fyrir ráđuneytiđ). Greiningin getur, ţar sem ţađ á viđ, byggt á greiningum og mati undirstofnana.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• sjá til ţess ađ greining(ar) á áhćttu og áfallaţoli nái til ţess ábyrgđarsviđs sem skilgreint er af ráđuneyti í samrćmi viđ Kröfu 2.1.
• byggja á greiningum sem unnar eru af undirstofnunum og tengdri starfsemi. Í ţessu samhengi ţarf ađ hafa í huga ađ gefa skýr og samhljóđa fyrirmćli um hvađ greiningar stofnananna eigi ađ innihalda, ţannig ađ ráđuneyti geti auđveldlega nýtt niđurstöđurnar.
• afla og meta greiningar frá annarri starfsemi sem geta haft ţýđingu fyrir áhćttumynd ráđuneytis.
• gera e.t.v. sérstaka greiningu á áhćttu og áfallaţoli fyrir eigin starfsemi ráđuneytisins.
• setja heildaráhćttumyndina fram í einu skjali.
• festa greiningar í sessi í stjórnun ráđuneytisins og á skrifstofum ţess.
Greiningu á áhćttu og áfallaţoli ţarf ţegar áhćtta er áhyggjuefni og ţar sem sá eđa ţađ sem ţarf ađ ţola afleiđingar af áhćttunni er viđkvćmur. Greining á áhćttu og áfallaţoli kortleggur líkur á og afleiđingar af óćskilegum atvikum. Greiningar á áhćttu og viđkvćmni eru lykilatriđi í áhćttustjórnun ráđuneytisins Í greiningu á áhćttu og áfallaţoli er skođađ hversu miklar líkur eru á ađ atvik sem valda skađa gerist og hvađa afleiđingar ţađ hafi. Í greiningunni felst einnig skođun á hvađa möguleikar eru til ađ hafa stjórn á skađanum og hvađa ţćttir sem og tengsl milli uppruna atviksins, ferils ţess og viđtaka eru mikilvćgastir. Í greiningunni eru ekki teknar ákvarđanir um hina ýmsu valkosti um hvernig á ađ stjórna áhćttunni. Til ţess ađ hafa stjórn á áhćttunni ţarf ađ horfa til efnahagslegra, félagslegra og pólitískra ţátta og hagkvćmnisjónarmiđa til ađ taka ákvarđanir um hvernig eigi ađ stjórna áhćttunni. Greining á áhćttu og áfallaţoli á ráđuneytisstigi er yfirskipuđ en ţarf ţó ađ vera nćgilega áţreifanleg til ađ skapa grundvöll til ađ greina áhćttuminnkandi úrbćtur. Í Viđauka 2. viđ ţessar leiđbeiningar er ađ finna líkan fyrir áhćttustjórnun en ţar eru skrefin Kennsl borin á hćttur og Áhćttugreining höfđ međtalin í kröfu laganna um greiningu á áhćttu og áfallaţoli. Greining ráđuneytisins á áhćttu og áfallaţoli og greiningar undirstofnana ţess sem tengjast heildarmarkmiđum málefnasviđsins ţurfa ađ byggja á sameiginlegum skilningi á áhćttumynd málefnasviđsins og á ţví hvađa áhćttur eru mikilvćgastar og hvers vegna sem og hvađa áhćttur hćgt er ađ takast á viđ innan ţeirra ramma sem starfseminni eru settir. Auk ţess sem horfa ţarf til áfallaţols samfélagslega mikilvćgra verkefna og ţess hvađa áhćttu ráđuneytiđ, viđkomandi stofnun og samfélagiđ getur sćtt sig viđ.
Nauđsynlegt er ađ greiningunum á áhćttu og áfallaţoli sé fylgt eftir međ áhćttumati og áhćttustjórnun. Ţetta er útfćrt í Kröfu 2.3.
Hvađa kröfur eru gerđar?
Greining ráđuneytis á áhćttu og áfallaţoli ţarf ađ taka útgangspunkt í ţeim stefnum sem liggja fyrir: stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum, landsskipulagsstefnu og undirgögnum hennar, öđrum stefnumótandi skjölum um áhćttu, ógnir og viđkvćmni ásamt fleiri leiđbeinandi skjölum, t.d. Greining hćttusviđsmynda (Almannavarnir, 2021) og Mikilvćg verkefni í samfélaginu (Almannavarnir, 2021). Til viđbótar viđ stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum og landskipulagsstefnu er eđlilegt ađ byggja á greiningum sem gerđar eru af undirstofnunum og/eđa tengdri starfsemi, ţegar slíkar eru fyrir hendi, og öđrum greiningum samfélagsins sem geta skipt máli fyrir ábyrgđarsviđ ráđuneytisins. Greining á áhćttu og áfallaţoli fyrir Reykjavíkurborg getur t.d. veriđ viđeigandi fyrir ráđuneytin ţar sem hún lýsir áhćttuţáttum sem geta haft áhrif á starfsemi ráđuneytisins og stofnana í höfuđborginni.
Greiningin ţarf ađ ná til ţess sem ráđuneytiđ hefur skilgreint sem sitt ábyrgđarsviđ vegna vinnunnar viđ ađ tryggja öryggi borgaranna og viđbúnađ, sjá Kröfu 2.1, og ţarf bćđi ađ ná til ásetningsverka og óviljandi atvika. Ţetta ţarf líka ađ geta faliđ í sér krísur sem varđa öryggisstefnu Íslands, og hernađrađgerđir sbr. 1. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 og ţá ábyrgđ sem ráđuneytiđ og tilheyrandi málefnasviđ hefur um ţađ ađ uppfylla eigin ţarfir og mögulega styđja viđ herafla bandamanna.
Lög um almannavarnir nr. 82/2008 gera ekki kröfu um ađ notuđ sé sérstök skilgreining á hugtakinu áhćtta eđa ađ sérstök ađferđ sé notuđ til ađ greina áhćttu og viđkvćmni. Sú ađferđ viđ áhćttugreiningu sem lýst er í ISO 31000: 2018 er almenn og hana er hćgt ađ nota í ýmsu samhengi. Til eru sértćkari stađlar fyrir áhćttugreiningu sem taka á mismunandi hátt á mati á líkindum og viđkvćmni, t.d. NS 5814 og NS 5832.
Sérstaklega ţegar um atvik af ásetningi er ađ rćđa getur veriđ flókiđ ađ gera líkindamat sem byggir á tíđni atvika en slíkt mat verđur samt oft óbeint innifaliđ í greiningum.[6] Hvađ sem ţví líđur er mikilvćgt ađ matiđ sé unniđ á grundvelli ţekkingar og ađ ţađ sé sýnilegt hvernig líklegar ógnir og sviđsmyndir eru notađar, til ţess ađ greiningin verđi raunsć, kerfisbundin og hćgt sé ađ sannprófa hana.
Greiningar á áhćttu og viđkvćmni fela venjulega í sér mat á eftirfarandi ţáttum:
• líkur; ţ.e. hve líklegt er ađ atvik eigi sér stađ
• afleiđingar; ţ.e. hverjar afleiđingar atviks geta orđiđ fyrir samfélagsleg verđmćti og starfsgetu
• veikleikar; ţ.e. hvađa veikleikar í kerfum geta stuđlađ ađ ţví ađ atvik geti átt sér stađ og ađ ţađ hafi alvarlegar afleiđingar
• óvissa; ţ.e. hversu góđ ţekking liggur ađ baki greiningunni og hve viđkvćm niđurstađan er fyrir litlum breytingum miđađ viđ ţćr forsendur sem gefnar eru
Gerđ er krafa um kerfisbundna nálgun og viđeigandi skjölun. Greiningin ţarf ađ vera skráđ, yfirfarin reglulega og uppfćrđ eftir ţörfum. Tíđni uppfćrslu er m.a. hćgt ađ meta út frá ţróun í áhćttuađstćđum og/eđa ţekkingu innan málefnasviđs ráđuneytis.
Yfirlit byggt á einni eđa fleiri greiningum á áhćttu og viđkvćmni
Ráđuneyti getur sjálft útbúiđ eđa tekiđ ţátt í gerđ einnar eđa fleiri greininga á áhćttu- og viđkvćmni sem taka til allrar ábyrgđar tiltekins málefnasviđs. Kosturinn viđ ađ útbúa eina greiningu sem fylgir einni sérstakri ađferđ er ađ auđveldara verđur ađ bera saman áhćttu á mismunandi atvikum og fagsviđum. Ef ráđuneyti velur lausn ţar sem gerđar eru fleiri greiningar getur veriđ gagnlegt ađ útbúa sérstakt skjal ţar sem heildaráhćttumyndin sem ráđuneytiđ ţarf ađ hafa yfirsýn yfir er sett fram og ţar sem mat á hvađa áhćttuţćttir krefjast frekari eftirfylgni er lagt.
Ţađ getur veriđ gott ađ útbúa greiningu á áhćttu og áfallaţoli á eigin starfsemi ráđuneytis sem er ađskilin frá heildargreiningu á málaefnasviđi ráđuneytisins, ţar sem ţau atriđi sem einblínt er á og sjónarhorn á greininguna eru mjög ólík. Sú fyrrnefnda metur afleiđingar fyrir starfsgetu ráđuneytisins (ef bilun eđa brestir verđa í byggingum, aflgjafa, UT-kerfi o.s.frv.) en heildargreining á málefnasviđi ráđuneytisins metur hins vegar afleiđingar ytri atvika á almenning og samfélagiđ.
Greiningarferliđ
Reynslan hefur sýnt ađ sjálft ferliđ viđ ađ gera greininguna hjálpar til viđ ađ efla skilning á áhćttu í ráđuneytinu. Greiningar á áhćttu- og viđkvćmni sem ráđuneytiđ gerir ţurfa ađ fela í sér undirstofnanir og/eđa tengda starfsemi og vera festar í sessi í skipulagi og stjórnun. Međ slíku verklagi geta greiningar stuđlađ ađ sameiginlegum skilningi á heildaráhćttumynd og lagt grunn ađ forgangsröđun.
Krafa 2.3:
Í almennri umfjöllun í II. kafla frumvarps til almannavarnalaga[7] um nýmćli frumvarpsins segir:
„Aukin krafa verđi gerđ um ađ tilgreindir ađilar semji viđbragđsáćtlanir, afhendi ţćr til ríkislögreglustjóra og ćfi síđan samkvćmt ţeim. Lagđar verđi mun ríkari skyldur á ríkisstofnanir, sveitarfélög og í einstökum tilvikum einkaađila um gerđ viđbragđsáćtlana eđa ţróun öryggisráđstafana. Ţannig verđi meiri líkur á ţví ađ almannavarnakerfiđ sé reiđubúiđ á hćttustundu og ađ viđbrögđ séu betur skilgreind ţegar ađgerđa er ţörf.“
Samkvćmt kröfum í lögum nr. 123/2015 um opinber fjármál 20. gr.:
„Hver ráđherra setur fram stefnu fyrir ţau málefnasviđ og málaflokka sem hann ber ábyrgđ á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Í stefnunni skal lýsa áherslum og markmiđum, ţ.m.t. gćđa- og ţjónustumarkmiđum, um fyrirkomulag, ţróun og umbćtur á ţeirri starfsemi sem fellur undir viđkomandi málefnasviđ. Í stefnunni skal gerđ grein fyrir hvernig markmiđum verđi náđ, ábyrgđarskiptingu, tímasetningum, nýtingu fjármuna og áherslum viđ innkaup. Ţá skal gerđ grein fyrir fyrirhuguđum lagabreytingum. Stefna fyrir málefnasviđ skal vera heildstćđ og í samrćmi viđ ţau fjárhćđamörk sem fram koma í gildandi fjármálaáćtlun.“
Í ţeim tilvikum ţar sem ábyrgđarsviđ tveggja eđa fleiri ráđherra skarast ţurfa ţau í samráđi ađ móta stefnu međ hliđsjón af ţeim stjórnarmálefnum sem heyra undir ţau.
Gerđ er krafa um ađ hvert ráđuneyti fyrir sig geti sýnt fram á ađ ţađ stuđli ađ úrbótum sem draga úr líkum á og afleiđingum af óćskilegum atvikum á eigin málefnasviđi.
Á grundvelli greiningar á áhćttu og mats á úrbótum ţurfa ráđuneyti ađ meta, ákveđa og hrinda í framkvćmd úrbótum ţannig ađ viđkvćmni og veikleikar minnki innan alls málefnasviđsins. Ţetta er til ađ ná sem mestu ţoli og ţrautseigju í samfélagslega mikilvćgum verkefnum og ađ skipulag og stjórnun innan einstaka ráđuneytis, undirstofnana og tengdrar starfsemi sé undirbúin undir ađ takast á viđ mismunandi gerđir af neyđ.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• ákveđa hvađa áhćttuađstćđur ráđuneyti er tilbúiđ ađ samţykkja.
• fella úrbćtur inn í venjubundiđ ferli ráđuneytis er varđar skipulag, fjárhagsáćtlun og forgangsröđun.
• fylgja úrbótum eftir (innan ráđuneytis og innan málaefnasviđs).
Greiningarnar á áhćttu og áfallaţoli eru grundvöllur fyrir framkvćmd úrbóta sem geta dregiđ úr líkum á eđa afleiđingum af óćskilegum atvikum og krísum á málefnasviđi ráđuneytis. Samt sem áđur getur samfélagiđ aldrei orđiđ áhćttulaust. Međ áhćttumati ćtti ráđuneyti ađ leitast viđ ađ ákveđa hvađa áhćttur ţađ getur samţykkt, hverjar ţađ er ekki tilbúiđ ađ samţykkja og hvađa áhćttum er e.t.v. hćgt ađ gera eitthvađ í. Ţetta felur međal annars í sér ađ meta hvort hćgt sé ađ forđast áhćttu, ávinning og kostnađ úrbóta og ađ bera ólíka samfélagslega hagsmuni saman, t.d. međ ţví ađ gera upp á milli öryggissjónarmiđa og óskar um opiđ samfélagiđ. Ţađ getur veriđ viđeigandi ađ bera mikilvćg mál sem tengjast samţykki á áhćttu á landsvísu undir ríkisstjórn og e.t.v. Alţingi.
Áhćttuminnkandi úrbćtur (ađrar en tafarlausar úrbćtur) sem ákveđiđ hefur veriđ ađ hrinda í framkvćmd ţarf ađ fella međ viđeigandi hćtti inn í venjuleg verkferli fyrir skipulag og forgangsröđun tiltekins ráđuneytis. Ţćr úrbćtur sem ráđuneyti kýs ađ halda áfram međ ţarf ađ framkvćma innan hćfilegs tíma og fella inn í stjórnarskjöl (svo sem viđskiptaáćtlanir, erindisbréf og fjárhagsáćtlunarskjöl). Mat og framkvćmd sértćkra ađgerđa er oft hjá undirstofnunum, byggt á stađbundnum, faglegum og/eđa rekstrarlegum ađstćđum (sbr. einnig grenndarregluna). Ráđuneytiđ tryggir ađ framkvćmd ađgerđanna sé fylgt eftir međ stöđu- og árangursmati ráđuneytisins og í eftirfylgni međ stjórnun stofnananna í samrćmi viđ lög um opinber fjármál nr. 123/2015.
Nauđsynlegar umbćtur á sviđi almannavarna í kjölfar skođunar á áhćttum og áfallaţoli innan hvers málefnasviđs ţurfa ađ vera hluti af stefnumótun ráđherra skv. 20. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Í stefnunni skal lýsa áherslum og markmiđum, ţ.m.t. gćđa- og ţjónustumarkmiđum, áherslum og markmiđum um fyrirkomulag og ţróun og umbótum á ţeirri starfsemi sem fellur undir viđkomandi málefnasviđ.
Hér verđur líka ađ meta jafnóđum hvort og ţá hvenćr upplýsa eigi ríkisstjórn og e.t.v. Alţingi.
Krafa 2.4:
Í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. almannavarnalaga nr. 82/2008 segir:
„[…] Ţá skulu einstök ráđuneyti og stofnanir á ţeirra vegum, í samvinnu viđ ríkislögreglustjóra og í samrćmi viđ lög sem um starfssviđiđ gilda, skipuleggja fyrirhuguđ viđbrögđ og ađgerđir samkvćmt viđbragđsáćtlun ţar sem m.a. er fjallađ um eftirfarandi ţćtti: […]
2. Viđbúnađ viđbragđsađila, m.a. liđsafla, ţjálfun liđsafla og útbúnađ og stjórnsýsluviđbúnađ.“
Í 1. gr. almannavarnalaga kemur einnig fram ađ markmiđ almannavarna er ađ gera ráđstafanir til ađ koma í veg fyrir og takmarka hćttu.
Ćskilegt er ađ ráđuneyti lýsi ţví hvernig úrbótum og viđbúnađi er ćtlađ ađ draga úr líkum á og takast á viđ afleiđingar af óćskilegum atvikum á eigin málefnasviđi.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• afla sér ţekkingar sem getur sagt til um ađ hve miklu leyti úrbćtur geti haft tilćtluđ áhrif og leitt til ţeirrar áhćttuminnkunar sem ćtlunin er ađ ná fram.
Ráđuneytin ţurfa ađ lýsa ţví ađ hve miklu leyti ólíkar úrbćtur henta til ađ draga úr líkum á og/eđa afleiđingum af ţeim atvikum sem tiltekiđ ráđuneyti hefur axlađ ábyrgđ á. Ţetta er hćgt ađ gera í tengslum viđ útfćrslu á greiningum á áhćttu og áfallaţoli, eđa í sérstöku ferli eftir ađ greiningin hefur veriđ gerđ.
Eftir ađ úrbćtur hafa veriđ gerđar ţarf tiltekiđ ráđuneyti ađ leggja mat á hvort ţćr hafi dregiđ úr áhćttu.
Viđeigandi eftirlitsspurningar eru:
• Hafa úrbćturnar stuđlađ ađ ţví ađ draga úr líkum á ađ atvik geti átt sér stađ?
• Eru ţćr hindranir sem settar hafa veriđ upp nćgilega árangursríkar?
• Er ţörf á breytingum og ađlögunum eđa hugsanlega frekari úrbótum?
Krafa 2.5:
Í ákvćđi 2. mgr. 1. gr. laga nr. 82/2008 segir:
„Markmiđ almannavarna er ađ undirbúa, skipuleggja og framkvćma ráđstafanir sem miđa ađ ţví ađ koma í veg fyrir og takmarka, eftir ţví sem unnt er, ađ almenningur verđi fyrir líkams- eđa heilsutjóni, eđa umhverfi eđa eignir verđi fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eđa af mannavöldum, farsótta eđa hernađarađgerđa eđa af öđrum ástćđum og veita líkn í nauđ og ađstođ vegna tjóns sem hugsanlega kann ađ verđa eđa hefur orđiđ.“
Hvert og eitt ráđuneyti ţarf í ljósi ţessa ađ sýna fram á ađ ţađ setji markmiđ fyrir vinnu viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna vegna eigin málefnasviđs.
Markmiđ, forgangsröđun og ráđstafanir ţurfa jafnframt ađ koma fram í fjárlagatillögum ráđuneytisins, erindisbréfum og /eđa öđrum tilmćlum, eftir ţví sem viđ á. Ćskilegt er ađ eftirfylgni taki m.a. miđ af ţeim úrrćđum sem sett eru fram í lögum um opinber fjármál nr. 123/2015 .
Á grundvelli yfirstjórnunar og eftirlitsskyldna sinna bera ráđuneyti ábyrgđ á ađ undirstofnanir og önnur starfsemi, t.d. sem heyrir undir málefnasviđ ţess, standi vörđ um öryggi samfélagsins og borgaranna á kerfisbundinn hátt, ţar međ taliđ ađ forgangsröđun og markmiđ séu skilgreind.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• kortleggja markmiđ tiltekins ráđuneytis er varđar öryggi samfélagsins og borgaranna.
• fylgja eftir markmiđum, árangri og forgangsröđun međ stjórnun stofnana og annarrar starfsemi sem heyrir undir málefnasviđ ţess; hugsanlega fella inn í fyrirmćli kröfur um viđbúnađ, frammistöđu, starfsgetu og virkni, o.s.frv.
• meta viđeigandi ađgerđir gagnvart ađilum innan málefnasviđs ţar, ţar međ taliđ sjálfstćđum stofnunum.
Markmiđ fyrir vinnu sem miđar ađ öryggi samfélagsins og borgaranna
Í leiđbeiningunum kemur fram ađ ráđuneyti ţurfi ađ setja sér markmiđ fyrir vinnu sem miđar ađ öryggi samfélagsins og borgaranna en ţađ er t.d. hćgt ađ gera međ ţví ađ greina markmiđ sem ráđuneyti hefur ţegar sett fram um öryggi samfélagsins og borgaranna og e.t.v. međ ţví ađ skilgreina ný markmiđ, byggđ á ţeirri ţörf á ađ draga úr áhćttu. Lykilatriđiđ er ađ markmiđin nái yfir allt ábyrgđarsviđ ráđuneytisins (sbr. Kröfu 2.1 ţar sem lykilhlutverkum og ábyrgđarsviđum er lýst).
Mikilvćgt er ađ viđhalda eđa vernda samfélagslega mikilvćg verkefni eđa ţjónustu út frá ţví sjónarmiđi ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og móta ţarf markmiđ um sem besta samfellu í starfsemi ţeirra verkefna.
Eftirfylgni markmiđa međ stjórnun starfsemi og stofnana
Vinnan viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna er órjúfanlegur hluti af markmiđum ráđuneytis og árangursstjórnunarstarfi ţess. Ráđuneyti ţarf ađ sjá til ţess ađ tilsett markmiđ og kröfur um árangur náist. Koma ţarf í veg fyrir frávik og tryggja ađ ţau séu uppgötvuđ og leiđrétt, eins og ţörf ţykir.[8]
Undirstofnanir
Til ţess ađ ráđuneyti hafi nćgar upplýsingar til stjórnunar og traustan grundvöll fyrir ákvarđanir er varđa öryggi samfélagsins og borgaranna, ţurfa leiđbeiningar ţess efnis ađ koma skýrt fram í fyrirmćlum, erindisbréfum eđa samsvarandi gögnum til undirstofnana sem fylgja ţarf eftir á samráđsfundum ráđuneytis og stofnana. Markmiđ og eftirfylgni međ niđurstöđum vegna almannavarnastarfs ţarf einnig ađ vera samţćtt í heildarstarfsemi hvers ráđuneytis og fyrir einstakar skrifstofur ţess. Mat undirstofnana og greining á áhćttu og áfallaţoli ţurfa einnig ađ vera hluti af ţeim upplýsingum sem ráđuneyti nýtir viđ stjórnun.
Kröfur sem gerđar eru til undirstofnana sem til dćmis tengjast starfsgetu vegna viđlagastjórnunar, viđbúnađarstigs, frammistöđu og samfellu í verkefnum sem stofnunin ber ábyrgđ á, ţurfa ađ koma skýrt fram og ţađ getur til dćmis veriđ hagkvćmt ađ hafa ţetta í fyrirmćlum.
Ađrir ađilar á málefnasviđinu
Ábyrgđ á málaflokknum nćr einnig til ađila eins og sveitarfélaga, einkafyrirtćkja og sjálfbođaliđasamtaka innan tiltekins málaefnasviđs sem ráđuneytiđ ber ábyrgđ á. Ráđuneytiđ hefur venjulega ekki beina stjórnun yfir ţessum ađilum og sveitarfélög eru sjálfstćđ stjórnsýslustig sem lúta lýđrćđislega kosinni stjórn. Engu ađ síđur getur ráđuneytiđ sem hefur heildarábyrgđina gert vćntingar sýnilegar, fylgt eftir og veitt nauđsynlegar leiđbeiningar sem tengjast viđkomandi fagsviđi til annarra ađila á málefnasviđinu.
Ţar sem ráđuneyti skortir beina stjórnun getur ţađ engu ađ síđur notađ ýmis konar ađferđir til ađ hafa áhrif á og fylgja eftir starfi sem miđar ađ ţví ađ tryggja viđbúnađ og öryggi samfélagsins og borgaranna, s.s. löggjöf (lög og reglugerđir međ tilheyrandi eftirliti eđa samningum), fjárhagslegar leiđir (t.d. eyrnamerktir styrkir) og frćđsla (t.d. leiđbeiningar, miđlun ţekkingar, rannsókna- og ţróunarverkefni). Ráđuneyti getur einnig komiđ á fót samstarfsklösum eđa sérstökum ráđum eđa nefndum.
Ţegar kemur ađ sveitarfélögunum ţarf ađ vega og meta sjónarmiđ sem segja til um stjórnun ríkisins sem og sjónarmiđ um sjálfstćđi sveitarfélaga. Ţessi sjónarmiđ geta komiđ til skođunar ef upp kemur neyđarástand í sveitarfélagi (s.s. af völdum náttúruhamfara).[9]
Krafa 2.6:
Í 1. og 5. tl. í 15. gr. laga nr. 82/2008 gr. segir:
„[…] Ţá skulu einstök ráđuneyti og stofnanir á ţeirra vegum, í samvinnu viđ ríkislögreglustjóra og í samrćmi viđ lög sem um starfssviđiđ gilda, skipuleggja fyrirhuguđ viđbrögđ og ađgerđir samkvćmt viđbragđsáćtlun ţar sem m.a. er fjallađ um eftirfarandi ţćtti:
1 Skipulagningu ađgerđa. […]
5 Samhćfingu og stjórn ađgerđa viđbragđsađila og annarra ađila. […]“
Ćskilegt er ađ hvert ráđuneyti fyrir sig geti sýnt fram á ađ ţađ samhćfi eigiđ starf viđ forvarnir, viđbúnađ og viđlagastjórn viđ önnur ráđuneyti.
Öll ráđuneyti bera sjálfstćtt ábyrgđ á ađ hafa samband viđ önnur ráđuneyti eins og ţurfa ţykir til ađ tryggja ađ vinnan sé vel samrćmd, sbr. umfjöllun um samrćmingarregluna í tengslum viđ 2. gr. laganna.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• kortleggja hvađa ábyrgđarsviđ liggja ađ og e.t.v. skarast viđ ţeirra málefnasviđ, samanber Kröfu 2.1.
• skýra hvort og hugsanlega hvernig ráđuneyti getur lagt sitt af mörkum til áhćttustýringar, innan sem utan eigin málaflokka.
• greina ţćtti sem eru undir öđrum atriđum komnir (t.d. rafmagni og netsambandi) og gefa til kynna ţörf fyrir samrćmdar forvarnir, skipulagningu og viđbúnađ.
• útbúa sameiginlegar úrbóta- og viđbúnađaráćtlanir, ţar á međal samskiptastefnu međ öđrum ráđuneytum, eftir ţví sem viđ á.
• ćfa samstarf ţvert á mörk málefnasviđa ráđuneytis, málaflokka og stjórnsýslustig, sbr. 17. gr. almannavarnalaga nr. 82/2008.
Áhćttustýring krefst samrćmdra ađgerđa ţvert á málaflokka og málefnasviđ. Ekki er hćgt ađ takast á viđ áskoranir innan eins málaflokks eđa á einu stjórnsýslustigi. Nauđsynlegt er ađ samhćfing og samvinna ríki, ţvert á málefnasviđ og á milli ţeirra yfirvalda sem fara međ tiltekinn málaflokk og annarra ađila í hérađi, hjá ríki og í sveitarfélögum. Ţetta á viđ um alla almannavarnakeđjuna; forvarnir, viđbúnađ og neyđarstjórnun. Skilgreining hlutverka og ábyrgđar er lykilatriđi í ţessu samhengi, sbr. Kröfu 2.1. Ţörf fyrir samstarf viđ önnur ráđuneyti og málaflokka getur m.a. vaknađ ţegar ađilar deila ábyrgđ á samfélagslegu verkefni eđa ţegar samtakamátt ţarf til ađ koma í veg fyrir óćskileg atvik innan málefnasviđs eđa á ákveđnu landssvćđi.
Ţegar um forvarnir er ađ rćđa, geta ađstćđur sem varđa ábyrgđ veriđ sérlega flóknar en međ góđri samvinnu og góđri skilgreiningu á ţví hver ber ábyrgđ, er hćgt ađ ná árangursríkri samhćfingu. Forvarnir gegn hryđjuverkum eđa skotárásum í skólum eru dćmi um sviđ ţar sem nokkur ráđuneyti, sviđ og stjórnsýslustig eiga í hlut. Ađ sama skapi eru varnir gegn skriđum dćmi um náttúruvá sem hćgt er ađ koma í veg fyrir međ ráđstöfunum á sviđum nokkurra ráđuneyta; međ landsskipulagsstefnu, ađal- og deiliskipulagi vegna húsbygginga, vali á vegstćđum o.s.frv.
Ţörf fyrir samvinnu og samrćmingu getur einnig sprottiđ af ţví ađ ţjónusta og starfsemi í mismunandi ráđuneytum og málefnasviđum er háđ hver annarri; t.d. rćđst geta til ađ greiđa almannatryggingar og bćtur af ţví ađ greiđslukerfi virki. Mikilvćgt er ađ ráđuneyti viti hvers konar viđkvćmni getur falist í ţví ađ vera háđ annarri starfsgetu og ađ ráđuneyti skýri, í samstarfi viđ önnur ráđuneyti, međ hvađa hćtti hćgt sé ađ takast á viđ mögulega bresti eđa bilun innan verksviđs tiltekins ráđuneytis; t.d. getur ţađ krafist samvinnu um áćtlanir og úrbćtur.
Órjúfanlegur ţáttur í skipulagi almannavarna er ađ hafa ákveđiđ kerfi fyrir móttöku og veitingu ađstođar milli landa ţegar nauđsyn ber til vegna almannavarnaástands. Ţetta varđar bćđi samvinnu borgaralegra stofnana og samvinnu hernađar- og varnarmálastofnana, ţvert á landamćri ţegar almannavarnaástand skapast.
Til ţess ađ geta međ markvissum hćtti nýtt ţađ liđsinni, ţjónustu og búnađ sem bođiđ er upp á ţvert á landamćri, ţarf hvert ráđuneyti ađ skođa međ hvađa hćtti slík ađstođ getur nýst á ţeirra málefnasviđum og tiltaka í viđbragđsáćtlun hver annast hvađ og undirbýr. Einnig ţarf ađ skođa hvernig Ísland getur veitt ađstođ skv. milliríkja- og fjölţjóđlegum samningum ţegar vá steđjar ađ erlendis.
Dómsmálaráđuneytiđ sem fagráđuneyti gegnir lykilhlutverki er varđar samstarf viđ erlend ríki og Evrópusambandiđ á sviđi almannavarna. Samkvćmt 4. mgr. 7. gr. almannavarnalaga nr. 82/2008 tekur Ríkislögreglustjóri ţátt í alţjóđlegu samstarfi stjórnvalda um almannavarnir. Utanríkisráđuneytiđ hefur einnig mikilvćgu hlutverki ađ gegna sem tengiliđur viđ erlend hermálayfirvöld sem eru til ađstođar skv. milliríkja- og fjölţjóđasamningum ţegar almannavarnaástand skapast á Íslandi. Hér á landi eru eđli málsins samkvćmt ađeins borgaraleg yfirvöld sem sinna samstarfi bćđi viđ erlend hermála- og borgaraleg yfirvöld á sviđi almannavarna. Ríkislögreglustjóri og Landhelgisgćslan sinna verkefnum á sviđi varnarmála samkvćmt samningi viđ utanríkisráđuneytiđ en eru á sama tíma borgaraleg stjórnvöld sem starfa undir dómsmálaráđuneytinu. Ţessir ađilar ţurfa ađ stilla saman strengi ţegar kemur ađ móttöku erlends hjálparliđs og útbúa áćtlun um framlag Íslands vegna ástćđna sem kalla á viđbrögđ almannavarna. Önnur ráđuneyti geta óskađ eftir ađstođ erlendis frá, međ liđsinni frá dómsmálaráđuneyti eđa utanríkisráđuneyti, eftir ţví sem viđ á. Sé um leit og björgun ađ rćđa, fer samstarf fram í gegnum samskipti milli lögregluyfirvalda í hverju landi og björgunarstjórnstöđ Landhelgisgćslunnar (JRCC-Ísland)[10].
Samrćmingarreglan segir til um ađ hvert og eitt ráđuneyti beri sjálfstćđa ábyrgđ á frumkvćđi ađ samstarfi. Ráđuneyti ţurfa ekki ađeins ađ einbeita sér ađ eigin ţörfum og hverju ţau eru háđ, heldur ţurfa ţau einnig ađ vera međvituđ um hvernig ráđuneyti geta stuđlađ ađ ţví ađ draga úr áhćttu ţvert á mörk málefnasviđa.
Ţekking á störfum annarra ráđuneyta er forsenda fyrir samrćmdri vinnu og mćlt er međ ţví ađ ráđuneyti hafi frumkvćđi ađ fundum og deili upplýsingum og annarri starfsemi, svo sem greiningum á áhćttu og áfallaţoli, viđbúnađaráćtlunum, upplýsingastefnu og e.t.v. sameiginlegum leiđbeiningum fyrir undirstofnanir. Ţađ getur einnig ţjónađ tilgangi ađ vera međ sameiginlegan viđbúnađ og halda sameiginlegar ćfingar. Einnig ţarf ađ tryggja samrćmingu á stjórnsýslustigum undir ráđuneytisstigi, samanber grenndarregluna.
Krafa 2.7:
Ćskilegt er ađ hvert ráđuneyti fyrir sig geti axlađ ábyrgđ á viđlagastjórnun eigin málefnasviđs. Einnig er ćtlast til ţess ađ ráđuneyti sé fćrt um ađ taka ađ sér hlutverk leiđandi ráđuneytis í viđlagastjórn og geti stutt viđ stjórnendur í öđrum ráđuneytum; sjá einnig 5. kafla. Ráđuneyti ţurfa ađ geta tekist á hendur viđlagastjórnun viđ atvik í, eđa međ afleiđingar fyrir eigin málefnasviđ. Ađ auki ţurfa ráđuneyti ađ meta hvađa ađstćđur geta komiđ upp ţar sem ţeim verđur faliđ leiđtogahlutverk og gera, eftir ţví sem viđ á, ráđstafanir til ađ geta gegnt ţví hlutverki. Skilgreina ţarf einstaklinga međ hlutverk í neyđarstjórn ráđuneytis, ţ.m.t. stađgengla, og ábyrgđ og verkefnum ţarf ađ lýsa og ćfa.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• sjá til ţess ađ forsendur séu fyrir hendi til ađ ráđuneyti geti sinnt hlutverki sínu í tengslum viđ viđlagastjórnun ráđherra og samráđ innan ríkisstjórnarinnar, í öđrum ráđuneytum eđa eigin málefnasviđa, t.d. áćtlanir, verklag og ćfingar.
• sjá til ţess ađ ráđuneyti geti tekiđ ađ sér hlutverk sem leiđandi ráđuneyti ef nauđsyn krefur.
• tryggja ađ ađilar á viđeigandi málefnasviđi hafi nauđsynlegar heimildir til ađ geta sinnt bráđum atvikum.
Viđlagastjórnun á stjórnsýslustigi ráđuneyta[11]
Ţegar tekist er á viđ neyđ og óćskileg atvik ţarf fćrni í samhćfingu á viđeigandi málefnasviđi og á milli ráđuneyta sem og framkvćmdir ráđstafana sem krefjast ákvörđunar á vettvangi ráđuneyta og ríkisstjórnar. Í ţessu felst m.a. ađ ráđuneyti geti:
• tekiđ á móti og sent frá sér tilkynningar, innanhúss og utan.
• sótt til sín ástandsskýrslur frá viđeigandi starfsemi.
• samrćmt upplýsingar til yfirvalda.
Ţá getur einnig veriđ ţörf fyrir ađ ráđuneyti komi međ rökstuđning til ađ skýra pólitískar ákvarđanir, annist samskipti viđ fjölmiđla og borgara og samrćmi vinnu sína viđ önnur ráđuneyti; sérstaklega ţađ ráđuneyti sem leiđir viđlagastjórnina.
Mikilvćgt er ađ ráđuneyti sjái til ţess ađ forsendur til ađ geta séđ um hugsanleg hlutverk og verkefni í tengslum viđ viđlagastjórnun séu fyrir hendi. Kröfum um áćtlanir og ćfingar er lýst í Kröfu 2.7.1 og Kröfu 2.7.2. Ađ auki verđur ráđuneyti ađ sjá til ţess ađ ţađ hafi starfsfólk međ nćga hćfni, húsnćđi til ađ geta sinnt viđlagastjórnun, samskiptatćki (einnig fyrir verndađar upplýsingar) og fleira, t.d. varaafl, ef ţess er ţörf.
Ţađ ţarf ađ vera skýrt af hálfu ráđuneytis ađ viđbragđsađilar hafi nauđsynleg völd til ađ takast á viđ bráđan vanda ţar sem hćtta er á líf- eđa heilsutjóni eđa miklu verđmćtatapi.
Í samrćmi viđ grenndarregluna gildir sú meginregla ađ unniđ sé úr alvarlegum atvikum hjá stofnunum og/eđa í sveitarfélögunum. Engu ađ síđur getur ţurft ađ bregđast viđ í ráđuneyti međ ţví ađ safna, vinna úr og samrćma upplýsingar og leggja sitt af mörkum viđ krísusamskipti.
Ráđuneyti ţurfa ađ vera međvituđ um ađ atvikum getur undiđ fram á mismunandi hátt. Alvarleg og óćskileg atvik geta hent skyndilega, alvarleiki getur stigmagnast smám saman og óvćnt eđa um getur veriđ ađ rćđa fyrirséđ atvik sem tími vinnst til ađ búa sig undir. Slys og sumar tegundir náttúruvár gerast skyndilega og eru óútreiknanlegar en slík tilvik krefjast tafarlauss viđbragđs. Ţví ţarf ađ taka tillit til ţess ađ atvik geta stigmagnast og tekiđ nýja stefnu. Oft getur veriđ betra ađ virkja ađferđir viđlagastjórnunar snemma í ferlinu og draga síđan mögulega úr eftir ţví sem betri yfirsýn nćst yfir ađstćđur og ţróun.
Krafa 2.7.1:
Gerđ er krafa um ađ hvert ráđuneyti fyrir sig geti sýnt fram á ađ ţađ ţrói og viđhaldi skipulagi til ađ takast á viđ óćskileg atvik. Skipulagiđ ţarf ađ lágmarki ađ innihalda umgjörđ og skilyrđi fyrir skipulag, krísusamskipti, verklag viđ viđvörun og samrćmingu viđ önnur ráđuneyti. Skipulag til ađ viđhalda samfelldum rekstri og viđbragđsáćtlun ráđuneytisins í samrćmi viđ 15. gr. laga nr. 82/2008 ţarf einnig ađ liggja fyrir.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• skilgreina hlutverk, verkefni og vald í viđlagastjórnun.
• skilgreina verklag til ađ tryggja góđ samskipti viđ neyđ innan ráđuneytis og utan.
• skýra hver ber ábyrgđ á tilkynningum, hver ţarf ađ fá tilkynningu í neyđ og hvernig ţćr tilkynningar fara fram.
• skilgreina hvađa verkefnum ráđuneytis ţarf ađ vera hćgt ađ viđhalda á hverjum tíma og gera áćtlanir út frá ţví.
• tryggja ađ forsendur séu fyrir hendi til ađ geta hrint ráđstöfunum í stađfestum viđbragđsáćtlunum í framkvćmd.
Samkvćmt leiđbeiningunum ţarf skipulag ráđuneytis a.m.k. ađ innihalda umgjörđ og skilyrđi fyrir:
• skipulag
• krísusamskipti
• verklag viđ tilkynningar og bođun
• samhćfing viđ önnur ráđuneyti
• áćtlanir um samfellda starfsemi
• viđbragđsáćtlun ráđuneytis
Skipulag
Viđbúnađaráćtlun skilgreinir hvernig ráđuneyti er ćtlađ ađ takast á viđ neyđ. Hćgt er ađ stofna neyđarskipulagsheild sem samanstendur af neyđarstjórn og starfsfólki í neyđarstarfshóp eđa styrktarhóp. Í áćtluninni ţarf ađ lýsa ţví hverjir og hvađa störf felast í neyđarstjórnuninni, hvađa störf geta veriđ hluti af neyđarstarfshópnum og tengsl neyđarstarfshópsins viđ daglegt skipurit. Ef styrktarhópur er valinn sem skipulagsform í viđbúnađaráćtluninni ţarf ađ lýsa skiptingu ábyrgđar innan hans.
Krísusamskipti[12]
Í viđbúnađaráćtluninni ţarf ađ vera áćtlun um krísusamskipti en hún verđur ađ:
• skýra hlutverk starfsmanna og ábyrgđ ţeirra.
• fela í sér verklag til ađ tryggja ađ samskipti séu góđ innan ráđuneytis.
• skapa grundvöll fyrir trúverđugar og viđeigandi upplýsingar og samskipti viđ almenning og fjölmiđla.
• lýsa ţví hvernig nota eigi samfélagsmiđla til ađ styđja viđ stjórnun samskipta og til upplýsingamiđlunar.
Verklag viđ tilkynningar og bođun
Viđbúnađaráćtlunin ţarf ađ hafa yfirlit yfir ţađ hverjir hafa heimild til ađ hrinda í framkvćmd tilkynningum og bođun, hverjum á ađ tilkynna og lýsingu á verklagi vegna tilkynninga. Mikilvćgt er ađ allir viti hvernig nafnalistar virka og ađ til séu verklagsreglur um hvernig ţeir eru uppfćrđir.
Samhćfing viđ önnur ráđuneyti
Til ađ samhćfa starf í viđbúnađi og viđlagastjórnun viđ önnur ráđuneyti er kostur ef ráđuneyti hefur innsýn í skipulag undirstofnana sinna og öfugt og ađ skipulagiđ sé samrćmt ađ ţví marki sem ţörf ţykir.
Samkvćmt leiđbeiningunum eru einnig kröfur um ađ gerđar séu áćtlanir um samfellda starfsemi og stađfestar viđbragđsáćtlanir ráđuneyta.
Áćtlanir um samfellda starfsemi
Viđbúnađaráćtlun ráđuneytis verđur ađ taka miđ af ţörfum til ađ viđhalda mikilvćgustu verkefnum tiltekins ráđuneytis, einnig viđ ýmis atvik eiga sér stađ eđa viđ rekstrartruflanir og í neyđ. Ţví er nauđsynlegt fyrir ráđuneyti ađ skilgreina hvađa verkefni ţetta eru og annađ hvort tilgreina ţau í viđbúnađaráćtluninni eđa í sérstakri áćtlun um samfellda starfsemi. Hćfni til ađ viđhalda viđlagastjórnun í verkefnum ráđuneytis og ţrautseigju ţeirra verkefna ţarf ađ vera hluti af slíkri áćtlun. Ađ auki geta önnur verkefni ráđuneytisins einnig ţurft ađ vera međ í áćtlun um samfellda starfsemi.
Viđbragđsáćtlun ráđuneytis
Viđbragđsáćtlun ráđuneytis ţarf ađ taka miđ af ţeim ţörfum sem geta komiđ upp í ađstćđum ţar sem almannavarnakerfiđ er notađ. Framkvćmd í samhćfingar- og stjórnstöđ gerir ráđ fyrir getu til samskipta, og ţá einnig međ verndađar upplýsingar. Til viđbótar viđ ţessa samskiptahćfni ţarf starfsfólk ađ hafa hlotiđ sérstaka ţjálfun í samskiptum en ţađ getur ţýtt ađ gera ţurfi áćtlanir um hvernig best sé ađ koma upplýsingum til viđtakenda sem ekki hafa getu til ađ eiga samskipti um verndađar upplýsingar. Í lögum um almannavarnir er krafa um ađ öll ráđuneyti geri viđbragđsáćtlanir.
Ráđuneyti ţurfa líka ađ íhuga hvort áćtlanir eigi einnig ađ fela í sér:
• sértćkar ađgerđaáćtlanir vegna ákveđinna atvika sem og undiráćtlanir fyrir sérstakar ađstćđur ţar sem ráđuneyti getur ţurft ađ gegna ákveđnu hlutverki.
• viđeigandi sniđmát og verklag, t.d. fyrir mat á atvikum.
• viđeigandi leiđbeiningar, reglugerđir og lagaheimildir.
Skipulagiđ í heild sinni, ţar međ taldir nafnalistar, ţarf ađ vera ađgengilegt (til dćmis geymt í ađgerđagrunni) og allir sem geta átt von á ţví ađ fá hlutverk í neyđarstjórn ţurfa ađ ţekkja til ţeirra. Utanađkomandi ađilar sem ráđuneyti er háđ í neyđarástandi ţurfa einnig ađ vera međ í verklagi vegna tilkynninga.
Áćtlunum ráđuneytis ţarf ađ viđhalda reglulega og eftir ţörfum. Mikilvćgt er ađ koma á verklagsreglum fyrir uppfćrslu og endurskođun. Ábyrgđ á uppfćrslu, ţ.e. hvort og hvenćr hennar er ţörf, ţarf ađ vera formleg. Áćtlanir ţurfa ađ vera stađfestar af stjórnendum en eftir hverja endurskođun ţarf ađ dagsetja áćtlanir og stjórnendur ţurfa ađ samţykkja ţćr.
Krafa 2.7.2:
Ćskilegt er ađ hvert ráđuneyti fyrir sig geti sýnt fram á ađ ţađ haldi markvissar ćfingar á tilteknu málefnasviđi og á milli ráđuneyta. Ráđuneyti ţarf ađ vera međ ćfingaáćtlun ţar sem tilgangur, tímasetningar og eđli ćfingar er tilgreindur. Stjórnendur og ađrir í tilteknu ráđuneyti sem hafa hlutverk í viđlagastjórnun verđa ađ hljóta ţjálfun í sínum hlutverkum.
Ekki eru gerđar kröfur um ákveđinn fjölda ćfinga en markmiđ ţeirra verđa ţó ađ vera skýr. Eins verđur ađ útbúa ćfingaáćtlun ţar sem tilgangur, tímasetning, yfirlit yfir ađila sem hljóta ţjálfun og eđli ćfingar kemur fram. Ćfingastarfsemi ráđuneytis ţarf ađ vera nćgileg til ađ ţađ geti axlađ ábyrgđ og tekist á viđ neyđarástand á eigin málefnasviđi og sinnt sínu hlutverki viđ neyđarástand á öđrum málefnasviđum auk ţess sem ţađ verđur ađ geta tekist á hendur hlutverk leiđandi ráđuneytis í viđlagastjórnun.
Gert er ráđ fyrir ţví ađ ráđuneyti taki sjálft ţátt í eđa eigi frumkvćđi ađ ţví ađ skipuleggja ćfingar út frá ţeim hćttusviđsmyndum sem áhćttugreiningar sýna ađ skipti mestu máli. Ţjálfa ţarf stjórnendur og lykilstarfsmenn í ráđuneyti. Ráđuneyti ţarf einnig ađ leggja sitt af mörkum til markvissrar ţjálfunar í undirstofnunum sem og á málefnasviđinu almennt, ţegar mögulegt er.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• skipuleggja ćfingastarfsemi út frá greiningum á áhćttu og áfallaţoli.
• hafa frumkvćđi ađ og taka ţátt í ćfingum sem miđa ađ ţví ađ efla samstarf viđ undirstofnanir og önnur ráđuneyti.
• einbeita sér ađ verkefnum sem stjórnsýslustigiđ ţarf ađ takast á viđ ţegar óćskileg atvik gerast.
• ćfa verklag, hlutverk leiđandi ráđuneytis og samspil innan ráđuneytis í neyđarástandi.
Markviss ţjálfun
Ein forsenda ţess ađ ráđuneyti geti viđhaldiđ og ţróađ hćfni sína til viđbúnađar er ađ neyđarskipulagsheild sé ţjálfuđ markvisst og reglulega. Ćfingar ráđuneytis ţurfa ađ byggjast á sviđsmynd eđa atriđum sem greind eru í greiningum á áhćttu og áfallaţoli og nćr yfir allar tegundir óćskilegra atvika. Ćfingar međ undirstofnunum og öđrum ađilum á tilteknu málefnasviđi eru gagnlegar fyrir ráđuneyti. Ađ auki ţurfa ráđuneyti ađ ćfa sín á milli og verđa ţví ađ taka ţátt í ćfingum sem miđa ađ ţví ađ prófa samhćfingu og samvinnu ţvert á mörk málefnasviđa eđa til ađ skýra tengingu viđ ábyrgđarsviđ annarra ráđuneyta ţar sem fleiri ráđuneyti fara međ ábyrgđ á sama málefnasviđi. . Í Viđauka 3 er yfirlit yfir helstu gerđir ćfinga sem notađar eru til ađ ćfa viđbrögđ viđ vá og hvađ einkennir mismunandi gerđir ćfinga.
Ţjálfa ţarf stjórnendur ráđuneytis og lykilstarfsmenn í neyđarskipulagsheild
Mikilvćgt er ađ ćfa skilning á hlutverkum og ábyrgđ. Ţeir sem taka ţátt í ćfingum ţurfa ađ sjá um ţau verkefni sem ţeir hafa eđa geta fengiđ á međan á atviki stendur. Einnig ţarf ađ ţjálfa stađgengla í verkefnum sem ţeim eru falin ţegar stjórnendur eru ekki viđlátnir. Mikilvćgt er ađ einbeita sér ađ ţeim verkefnum og hlutverkum sem stjórnsýslustigiđ ţarf ađ takast á viđ ţegar óćskilegt atvik eiga sér stađ. Stjórnendur ráđuneytis hafa mjög mikilvćgt hlutverk í viđlagastjórnun og ţví er mikilvćgt ađ ţau séu ćfđ reglulega. Međ stjórnun ráđuneytis er bćđi átt viđ ráđherra og embćttismenn. Ráđuneyti ţarf ađ ćfa samspil hinna mismunandi hluta í eigin neyđarskipulagsheild.
Ráđuneyti ţarf ađ hafa ćfingaáćtlun
Ćfingaáćtlun ţarf ađ fela í sér umfjöllun um heildarmarkmiđ starfseminnar fyrir ćfingarnar, annađ hvort fyrir áriđ eđa fyrir nokkur ár. Áćtlunin ţarf ađ veita yfirlit yfir allar ćfingar sem fyrirhugađar eru á tímabilinu, međ lýsingu á tilgangi, tíma og fyrirkomulagi ćfinga. Langtímaáćtlun er tćki til ađ öđlast yfirsýn yfir eigin ćfingastarfsemi, skapa tengsl milli hinna ýmsu ćfinga og sýna hvernig ţćr byggja hver á annarri til ađ ná heildarmarkmiđinu um ađ auka öryggi samfélagsins og borgaranna sem og viđbúnađ.
Tilgangur
Ćfingaáćtlun verđur ađ lýsa tilgangi ćfingar en mikilvćgt er ađ greina á milli tilgangs og markmiđa međ ćfingu. Tilgangur ćfingar lýsir af hverju ráđuneyti ţarf ađ ćfa sig en ţađ gćti til dćmis veriđ til ađ auka samhćfingu milli ađila, stjórnsýslustiga eđa til ađ prófa nýja samskiptaáćtlun. Markmiđ ćfingar ţurfa ađ lýsa ţví sem ráđuneyti vill ná fram međ ćfingunni en ţau eru notuđ sem matsforsendur ćfingarinnar. Ţegar ćfingarmarkmiđ eru mótuđ er ţví gott ađ hafa í huga ađ ţau séu sérstök, mćlanleg, samţykkt (e. accept), raunhćf og tímabundin (sbr. enska hugtakiđ SMART). Viđ ţátttöku í ćfingum milli ráđuneyta ţarf sérhvert ráđuneyti ađ ţróa sín eigin ćfingamarkmiđ auk ţess ađ ţróa heildarmarkmiđ međ ćfingu.
Ađgerđir og sérsviđ
Áćtlun ţarf ađ skýra hverja í ráđuneytinu á ađ ţjálfa (skipulagsleg tengsl og verkefni).
Hćgt er ađ skilja á milli tveggja tegunda af hćfni (starfsgetu) sem ráđuneyti ţarf ađ ćfa:
• Verklag og verkefni í áćtlunum: Allir sem hafa hlutverk ţegar óćskileg atvik eiga sér stađ ţurfa ađ fá tćkifćri til ađ ćfa sig í ţví hlutverki, ţ.m.t. samspil viđ önnur hlutverk í ráđuneyti og utanađkomandi ađila. Ráđuneyti ţarf reglulega ađ framkvćma ćfingar ţar sem stćrri hlutar neyđarskipulagsheildar og/eđa lykilstarfsmanna ráđuneytisins taka ţátt; ţ.e.a.s. ćfing sem nćr til ţátttakenda á mismunandi stjórnunarţrepum innan ráđuneytis og frá fagskrifstofum.
• Viđeigandi viđfangsefni og sviđsmyndir á málefnasviđi: Ţau málefni og sviđsmyndir sem mestu máli skipta ađ ćfa ţarf ađ velja út frá ţeim greiningum á áhćttu og áfallaţoli sem gerđar hafa veriđ á tilteknu málefnasviđi.
Tímasetningar ćfinga
Í ćfingaáćtlun ţarf ađ koma fram tímasetning hverrar ćfingar fyrir sig. Gera ţarf áćtlun sem skiptist í áfanga: áćtlanagerđ, framkvćmd, mat og eftirfylgni. Tíminn sem fer í ađ skipuleggja ćfingu getur veriđ mjög mismunandi, frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuđi en hćgt er ađ skipuleggja ćfingar nokkur ár fram í tímann, hvort sem um er ađ rćđa alţjóđlegar ćfingar eđa ćfingar sem eingöngu íslenskir ţátttakendur taka ţátt í.
Fyrirkomulag ćfinga
Fyrirkomulag ćfinga ţarf ađ vera hluti af ćfingaáćtlun. Tegund ćfingar stjórnast af tilgangi, fjölda starfsemi eđa ađila og einstaklinga sem á ađ ţjálfa, tiltćkum tíma og fjárhagsáćtlun. Ţar sem ţađ ţykir viđ hćfi, er mögulegt er ađ sameina mismunandi form ćfinga til ađ fá fullan ávinning af ćfingu. Fjögur meginform ćfinga eru: ćfing í fullri stćrđ, hlutverka, virkni-og borđćfingar. Mikilvćgt er ađ nćgum tíma og fjármagni sé variđ til mats og eftirfylgni.
Krafa 2.8:
Gerđ er krafa um ađ hvert ráđuneyti fyrir sig geti sýnt fram á ađ ţađ meti ćfingar og atvik og sjái til ţess ađ niđurstöđum og lćrdómspunktum sé fylgt eftir međ mati og framkvćmdaáćtlun sem stađfest er af stjórnendum. Eftirfylgni međ ćfingum og atvikum er ekki lokiđ fyrr en öllum liđum í framkvćmdaáćtlun hefur veriđ fylgt eftir á fullnćgjandi hátt.
Krafan tengist stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum en ţar er talađ um ađ mikilvćgt sé ađ vinna eftir viđurkenndum ađferđum í áhćttustýringu.
Úrbćtur og lćrdómspunktar eftir ćfingar og atvik ţurfa ađ koma til framkvćmda svo ađ einstaklingar lćri af reynslunni og hún gagnist viđeigandi starfsemi. Ţetta krefst m.a. ţess ađ ćfingar og eftirfylgni ćfinga og atvika fái nćga athygli hjá stjórnendum. Krafa um ađ draga lćrdóm af mati eftir ćfingar er raungerđ í framkvćmdaáćtlun. Framkvćmdaáćtlunin ţarf ađ innihalda áćtlun um hvernig mismunandi mati er fylgt eftir, af hverjum og hvađa tímafrestir eru gefnir. Framkvćmdaáćtlunin ţarf ađ fá umfjöllun hjá og vera samţykkt af stjórnendum.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• auđvelda stöđugt lćrdómsferli međ góđri lćrdómsmenningu og kerfisbundinni starfsemi sem snýr ađ ţví ađ lćra af atvikum og ćfingum.
• útbúa verklag fyrir mat í ráđuneyti og hugsanlega í undirstofnunum líka sem gefur m.a. frekari leiđbeiningar um hvađa atvik ţurfi ađ meta.
• meta ađ hve miklu leyti markmiđum ćfingar hefur veriđ náđ.
• skilgreina skýr viđmiđ viđ mat á atvikum.
• fylgja eftir úrbótum međ stöđuskýrslum ţar til stjórnendur ákveđa ađ hćgt sé ađ ljúka eftirfylgni.
Til ađ skapa breytingar og umbćtur er nauđsynlegt ađ ráđuneyti auđveldi ţróun góđrar lćrdómsmenningar og kerfa til ađ nýta reynslu. Góđ lćrdómsmenning gerir ráđ fyrir ađ starfsmenn hafi eđa öđlist viđeigandi hćfni og fái tćkifćri til ađ ţróa hana. Eins er gert ráđ fyrir ađ starfsmenn geti mótađ reynslu sína í opnu og öruggu umhverfi sem myndar grunn ađ ţví ađ skapa sameiginlegan skilning í starfseminni. Međ ţví ađ gera lćrdóm hluta af kerfum, stefnum og verklagi er honum gert hćrra undir höfđi í skipulagi og menningu.
Mat á ćfingum og atvikum
Leiđbeiningarnar gera kröfu um ađ ćfingar og atvik séu metin. Mat miđar ađ ţví ađ greina lćrdómsatriđi til ađ gera samfélagiđ betur í stakk búiđ til ađ koma í veg fyrir og takast á viđ áskoranir framtíđarinnar. Ef mat á ađ hafa tilćtluđ áhrif ţarf matsvinnan sjálf ađ vera af miklum gćđum en á sama tíma ţarf ađ leggja áherslu á ađ fylgja eftir lćrdómsatriđum međ framkvćmd úrbóta.
Kröfurnar ţarf ađ útfćra ađ ţví marki sem nauđsynlegt er til ađ ná fullnćgjandi eftirfylgni. Lykillinn er ađ ćfingar og atvik sem hćgt er ađ draga lćrdóm af séu metin og notuđ á virkan hátt til ađ lćra af ţeim á kerfisbundna vegu. Markmiđiđ er ađ búa til ţekkingu sem getur legiđ til grundvallar úrbótum sem draga úr áhćttu.
Ráđuneyti ţarf ađ leggja mat á allar ćfingar sem ţađ tekur ţátt í. Ef um er ađ rćđa ćfingar međ fleiri ađilum, ţarf ráđuneyti oft einnig ađ leggja fram gögn til heildarmats á ćfingu.
Ráđuneyti ţarf ađ meta atvik ţegar eitt eđa fleiri eftirfarandi skilyrđa eiga viđ:
• Atvik hefur haft afleiđingar sem ráđuneytiđ telur óviđunandi.
• Atvik hefur leitt til umtalsverđra áskorana í ráđuneyti eđa á málefnasviđi.
• Ađstćđur er varđa tiltekiđ atvik eđa međhöndlun ţess benda til ţess ađ lćrdómsatriđum sem áđur hafa veriđ skilgreind hafi ekki veriđ fylgt nćgilega eftir.
• Jákvćđir eđa neikvćđir ţćttir er varđa tiltekiđ atvik eđa međhöndlun ţess benda til ţess ađ mat geti gefiđ nýja og mikilvćga ţekkingu á áhćttuminnkandi ađgerđum (s.s. forvarnir, viđbúnađur og međhöndlun).
Ráđuneyti ţarf ađ skođa hvort ţađ ţurfi ađ búa til innri verklagsreglur sem einnig geta gilt fyrir undirstofnanir um slíkt mat. Til ţess er hćgt ađ nýta atriđi sem nefnd eru hér ađ framan á kerfisbundinn hátt og útbúa dćmi um atvik sem á ađ meta. Atvik ţurfa ekki ađ vera sérstaklega umfangsmikil eđa alvarleg til ađ hćgt sé ađ lćra af ţeim. Ráđuneyti geta einnig haft hag af ţví ađ leggja mat á minni háttar atvik og atvik međ jákvćđri útkomu. Slíkt mat getur m.a. veitt yfirlit yfir hvađa úrbćtur, bćđi í forvörnum og stjórnun, hafa gert gagn og hverjar ţeirra ćtti ţví ađ halda áfram međ eđa efla. Ţetta getur einnig stuđlađ ađ stöđugra lćrdómsferli. Ađ auki getur veriđ gagnlegt ađ skođa hugsanlega framvindu atviks, ţar sem ţađ getur veitt dýrmćtar upplýsingar fyrir yfirlit ráđuneytis á áhćttu og viđkvćmni.
Gerđar eru kröfur um eftirfylgni međ niđurstöđum frá atvikum og ćfingum á sviđi almannavarna í rekstri ríkisins. Fyrir ráđuneyti gildir ađ kröfur ţess efnis eru innifaldar í leiđbeiningunum en fyrirtćki í ríkiseigu ţurfa ađ fella kröfur inn í viđeigandi stjórnunargögn. Kröfurnar ţarf ađ ađlaga ađ starfseminni, áhćttuađstćđum og stćrđ og útfćra ađ ţví marki sem nauđsynlegt er fyrir fullnćgjandi eftirfylgni.
Matsviđmiđ og ábyrgđ
Viđ mat á ćfingum ţarf fyrst og fremst ađ meta ađ hve miklu leyti ćfingarmarkmiđunum hefur veriđ náđ. Ađ ţví marki sem unnt er, ţarf ađ skilgreina mćlikvarđa eđa vísa sem gefa upplýsingar um hvađ telst sem góđur árangur. Erfitt er ađ meta ćfingu sem hefur ekki skýr markmiđ. Ţađ getur líka veriđ gagnlegt ađ útbúa mat á fyrirkomulagi og skipulagi ćfingar, bćđi áđur og eftir ađ hún er haldin.
Allir viđkomandi ađilar ţurfa ađ meta ćfingu innan síns ábyrgđarsviđs og leggja sitt af mörkum viđ mat, ţvert á mörk málefnasviđa og stjórnsýslustiga. Fyrirkomulag mats á atvikum fer eftir ábyrgđ ráđuneytis á tilteknu sviđi. Mat ţarf ađ fara fram innanhúss, eftir ţví sem unnt er, ţví lćrdómur er einnig dreginn fram međ virkri ţátttöku í matsferlinu. Ţetta ţýđir ađ ađilar sem höfđu, eđa hefđu átt ađ hafa, hlutverk í ađ hindra eđa stjórna tilteknu atviki, ţurfa ađ taka ţátt í matinu. Matsviđmiđ ţurfa ađ vera skilgreind sem hluti af verkefnalýsingu ćfingar eđa viđ upphaf matsins. Ekki er veriđ ađ leita ađ sökudólgum út frá lćrdómsgildi, heldur ţarf í stađinn ađ hafa víđtćka nálgun á orsakasamhengi.
Ráđuneytin geta einnig faliđ eigin undirstofnun eđa öđrum utanađkomandi ađila ađ leggja mat á atvikiđ í stćrra samhengi. Ţví almennari og kerfisbundnari sem viđfangsefni matsins eru ţví mikilvćgara er ađ ráđuneytiđ gegni virku hlutverki. Matsskýrslur ţurfa ađ innihalda skýrar en ekki of nákvćmar ráđleggingar um úrbćtur. Niđurstöđum og lćrdómsatriđum ţarf ađ fylgja eftir međ framkvćmdaáćtlun sem stađfest er af stjórnendum.
Framkvćmdaáćtlun
Mat á úrbótum ţarf ađ fela í sér eftirfarandi ţćtti: áhćttuminnkandi áhrif úrbóta, kostnađ, raunhćfar tímaáćtlanir og hugsanlegar jákvćđar og neikvćđar afleiđingar.
Mikilvćgt er ađ skýrt sé hver ber ábyrgđ á úrbótum. Stjórnendur ţurfa einnig ađ ákveđa hvernig framkvćmdaáćtluninni verđur fylgt eftir. Eftir stór atvik getur eftirfylgni einkennst af mikilli fjölmiđlaumfjöllun og vćntingum um skjót viđbrögđ og úrbćtur. Ţađ er mikilvćgt ađ ráđuneytiđ, auk ţess ađ takast á viđ slíkan utanađkomandi ţrýsting, nái ađ halda fókus á langtíma og kerfislćgum lćrdómi og ađ ţeir ađilar sem hafa mikilvćg hlutverk í framkvćmdinni til langs tíma litiđ taki virkan ţátt.
Eftirfylgni eftir ćfingar og atvik telst ekki lokiđ fyrr en öllum punktum í framkvćmdaáćtluninni hefur veriđ fylgt eftir međ fullnćgjandi hćtti. Framkvćmdaáćtluninni ţarf ađ fylgja eftir međ sérstökum stöđuskýrslum til stjórnenda međ tilgreindum tímamörkum ţar til ákvörđun stjórnenda (yfirstjórnar eđa framkvćmdastjórnar) um ađ hćgt sé ađ ljúka eftirfylgni liggur fyrir.
Upplýsingar til Almannavarna
Almannavarnir halda yfirlit yfir árlega ćfingastarfsemi á landsvísu á grundvelli upplýsinga frá ráđuneytunum. Almannavarnir fylgja alvarlegum atvikum á málefnasviđunum eftir. Ráđuneytin ţurfa ţví ađ upplýsa Almannavarnir um allar ćfingar og atvik sem metin hafa veriđ, í samrćmi viđ ákvćđi í leiđbeiningunum, og gera grein fyrir ţví hvernig lćrdómspunktum hefur veriđ fylgt eftir, ţegar óskađ er eftir ţessum upplýsingum.
Krafa 2.9:
Ćskilegt er ađ hvert ráđuneyti viđhafi nauđsynlet samráđ viđ áćtlanagerđ og breytingar á löggjöf sem varđa öryggi samfélagsins og borgaranna viđ dómsmálaráđuneytiđ og / eđa önnur ráđuneyti og stofnanir eftir ţví sem viđ á.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• bjóđa dómsmálaráđuneytinu ađ taka ţátt í starfi ţar sem ţađ ţykir viđ hćfi af samhćfingarástćđum.
• hafa (samráđ viđ) dómsmálaráđuneytiđ.
Jafnvel ţó ađ málefnasviđ dómsmálaráđuneytisins sé ekki beint snert, ţarf engu ađ síđur ađ leggja mat á hverju sinni hvort ćskilegt sé ađ hafa samráđ viđ dómsmálaráđuneytiđ ef máliđ varđar samfélagslegt öryggi. Ţetta getur t.d. veriđ í tengslum viđ löggjöf og regluverk. Ćskilegt er ađ ţátttaka dómsmálaráđuneytisins eigi sér stađ eins snemma og mögulegt er í ferlinu.
Krafa 2.10:
Gerđ er krafa um ađ hvert ráđuneyti fyrir sig geti sýnt fram á ađ ţađ stuđli ađ ţekkingarmiđuđu starfi, rannsóknum og ţróun innan tiltekins málefnasviđs.
Öll ráđuneyti ţurfa ađ taka ábyrgđ á ađ vinna sem miđar ađ öryggi samfélagsins og borgaranna innan ţeirra ábyrgđarsviđa sé ţekkingarmiđuđ, ţ.m.t. ađ fjármagna rannsóknir, ţróun og greiningu.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• afla sér upplýsinga um ţćr rannsóknir og ţróunarstörf sem eru í gangi og nýta ţá ţekkingu sem verđur til í ţví starfi.
• kortleggja ţarfir fyrir rannsóknir og ţróun á sviđi almannavarna og fella ţćr inn í stefnu tilheyrandi ráđuneytis og áćtlanir á sviđi rannsókna og ţróunar.
Í áhćttustjórnun, eins og svo víđa, er lykillinn ađ aukinni ţekkingu í gegnum samstarf viđ háskólasamfélagiđ og vísindamenn. Hvert ráđuneyti ţarf ađ axla ábyrgđ á sínu málefnasviđi á ađ meta ţörf fyrir ţekkingu, panta og fjármagna, fylgja eftir og nota rannsóknir.[13] Rannsóknirnar geta til dćmis tengst áhćttu- og viđkvćmni, vinnuađferđum, ţörf fyrir samvinnu, mismunandi gerđum rannsókna og mati á ađgerđum.
Ráđuneyti ţarf ađ hafa yfirsýn yfir rannsóknir og annađ
ţróunarstarf til ađ efla ţekkingu er varđar öryggi samfélagsins og borgaranna á
málefnasviđinu.
Í VI. kafla í lögum um almannavarnir er lýsing á sérstökum kröfum sem gilda um ţau ráđuneyti sem bera ábyrgđ á samfélagslega mikilvćgum verkefnum og ábyrgđ ţeirra á verkefnum sem eru mikilvćg fyrir öryggi samfélagsins og borgaranna.
Ákveđin samsvörun er á milli ţessara samfélagslega mikilvćgu verkefna og ţess sem vísađ er til sem „mikilvćgra innviđa“ í Stefnu í almannavarna- og öryggismálum ríkisins fyrir árin 2015-2017. Ţrír ţćttir eru nauđsynlegir til ađ bera kennsl á mikilvćg verkefni:
• öryggishagsmunir á landsvísu
• upptalning á mikilvćgum verkefnum sem liggur fyrir í Stefnu í almannavarna- og öryggismálum ríkisins fyrir árin 2015-2017
• gagnagrunnur átakshóps um úrbćtur á innviđum sem ríkisstjórnin skipađi í kjölfar óveđursins 2019[14]
Samfélagslega mikilvćg verkefni eru útfćrđ nánar í skjali Almannavarna Mikilvćg verkefni í samfélaginu (Almannavarnir 2021). Í ţví skjali eru fjórtán verkefni sundurliđuđ í fjörutíu hluta sem kallađir eru starfsgetur (virkni) sem verđur ađ vera hćgt ađ viđhalda á hverjum tíma. Í skýrslunni er yfirlit yfir ábyrgđ ráđuneyta á samfélagslega mikilvćgum verkefnum. Ţađ ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ á málefnasviđi ćtti ađ hafa Mikilvćg verkefni í samfélaginu sem útgangspunkt ţegar ţađ metur hvađa ţjónustu í samfélaginu eigi ađ fella undir ábyrgđina og hvađa tilgangi sérstök eftirfylgni međ samfélagslega mikilvćgum verkefnum á ađ ţjóna.
Ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ á samfélagslega mikilvćgum verkefnum ber sérstaka ábyrgđ á góđri samhćfingu innan ţeirra. Sú ábyrgđ felst m.a. í ţví ađ hafa yfirsýn, eiga frumkvćđi og, ef nauđsyn krefur, beita ţrýstingi. Ţörfin fyrir samhćfingu getur veriđ mjög breytileg á milli ţessara samfélagslegu verkefna og innan ţeirra. Ţau verkefni sem ráđuneytiđ sem ber ađalábyrgđ yfir bćta viđ en koma ekki í stađ ábyrgđar sem sérhverju ráđuneyti er faliđ í samrćmi viđ 2. kafla ţessara leiđbeininga. Val á leiđandi ráđuneyti fer ekki eftir ţví hvort ráđuneyti fari međ ađalábyrgđ á samfélagslega mikilvćgu verkefni, sbr. 5. kafla ţessara leiđbeininga.
Vinnan viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og viđbúnađ innan samfélagslega mikilvćgra verkefna getur náđ lengra en sú starfsgeta sem getiđ er til um í skýrslu Almannavarna, Mikilvćg verkefni í samfélaginu (Almannavarnir, 2021). Ráđuneytiđ sem ber ađalábyrgđ í samstarfi viđ önnur ráđuneyti tekur afstöđu til ţessa og bćtir ţví viđ í sitt starf, ef ţađ á viđ.
Samhćfing ţvert á málefnasviđ ráđuneyta krefst virkrar ţátttöku ţeirra sem á ađ samhćfa. Traust er mikilvćg forsenda ţess ađ ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ nái árangri í hlutverki sínu. Mćlt er međ ţví ađ ráđuneyti komi á fót tengslaneti og tengiliđafundakerfum innan samfélaglega mikilvćgra verkefna eftir ţörfum. Ráđuneyti sem ekki fara međ heildarstjórn en eru ábyrg fyrir hluta af samfélagslega mikilvćgu verkefni, ţurfa ađ stuđla ađ ţví ađ ţessi samhćfing eigi sér stađ.
Ţessar leiđbeiningar Almannavarna gera kröfur til ţeirra ráđuneyta sem bera ađalábyrgđ á samfélagslega mikilvćgum verkefnum; sjá Kröfu 3.1 – 3.7.
Krafa 3.1:
Í kröfum í lögum nr. 82/2008 VI. kafla, 15. gr. segir:
„Einstök ráđuneyti og undirstofnanir ţeirra skulu […] kanna áfallaţol ţess hluta íslensks samfélags sem fellur undir starfssviđ ţeirra […].“
Ráđuneyti ţarf ađ sjá til ţess ađ innan síns málefnasviđs séu greiningar á áhćttu og áfallaţoli gerđar og ađ ţeim sé viđhaldiđ fyrir ţau samfélagslega mikilvćgu verkefni sem ráđuneytiđ ber ábyrgđ á.
Ekki er gerđ nánari grein fyrir kröfunni.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• kortleggja hvađ liggur fyrir af greiningum á áhćttu og áfallaţoli vegna samfélagslega mikilvćgra verkefna sem tiltekiđ ráđuneyti ber ađalábyrgđ á og meta hvort ţćr dugi.
• eiga frumkvćđi ađ ţví ađ útbúa greiningar á áhćttu og áfallaţoli fyrir samfélagslega mikilvćg verkefni innan eigin málefnasviđs, ef ţörf krefur og sjá til ţess ađ sambćrilegar greiningar séu framkvćmdar innan ţeirra hluta verkefnisins sem falla e.t.v. undir ábyrgđ annarra ráđuneyta.
• tryggja ađ nauđsynlegu samstarfi verđi komiđ á viđ önnur ráđuneyti sem eiga hlut ađ máli til ađ tryggja ferli međ góđri ţátttöku allra mikilvćgra hagsmunaađila.
Greining á áhćttu og áfallaţoli fyrir samfélagslega mikilvćg verkefni hafa ţann megin tilgangi ađ borin séu kennsl á áhćttu og viđkvćmni sem geta leitt til bresta eđa bilunar í samfélagslegum verkefnum. Viđkvćmni getur tengst atriđum í uppbyggingu mismunandi kerfa og hvernig ţau eru háđ hvert öđru. Viđkvćmni getur einnig tengst bilun eđa brestum í hindrunum sem eiga ađ koma í veg fyrir ađ óćskilegt atvik geti átt sér stađ og vanhćfni til ađ takast á viđ brottfall á inntaksţáttum sem samfélagslega verkefniđ er háđ, svo sem orku, fjarskiptum, vinnuafli o.fl. Aukinn flutningur gagna á stafrćnt form hefur haft í för međ sér breytingu á áhćttumynd samfélagsins. Stafrćnir innviđir og kerfi verđa sífellt flóknari, umfangsmeiri og samţćttari. Kerfin eru háđ hvert öđru og viđkvćmni liggur ţvert á ábyrgđarsviđ málefna, sviđ og ţjóđir sem getur veriđ krefjandi ađ hafa yfirsýn yfir. Ţađ er mikilvćgt ađ ţau ráđuneyti sem bera ábyrgđ á samfélagslega mikilvćgum verkefnum séu međvituđ um hversu háđ samfélagiđ er bćđi stafrćnni og annarri ţjónustu og kerfum og meti stöđugt áhćttuminnkandi ráđstafanir.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ kortleggja ţađ sem er í bođi vegna áhćttu- og viđkvćmnigreininga fyrir ţau samfélagslega mikilvćg verkefni sem tiltekiđ ráđuneyti hefur ađalábyrgđ á og meta hvort hvađ dugi m.t.t. gćđa og nauđsynlegrar, ţverfaglegrar nálgunar.
Greiningar sem eru í samrćmi viđ Kröfu 3.1 munu í sumum tilvikum skarast ađ hluta til viđ greiningar sem gerđar eru í ráđuneytum, samanber Kröfu 2.2. Hér skiptir ţví máli ađ greining veiti tilteknu ráđuneyti sem ber ađalábyrgđina nćgar upplýsingar til ađ uppfylla ađrar kröfur í 3.kafla. Til ađ ná ţví ţarf tiltekiđ ráđuneytiđ ađ tryggja nauđsynlegt samstarf viđ önnur ráđuneyti sem máliđ varđar og ţátttöku allra mikilvćgra hagsmunaađila. Međ ţeim hćtti getur greiningin tekiđ til allra ţátta viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna sem varđa samfélagslega mikilvćga verkefniđ.
Ef engar viđeigandi og hentugar greiningar á áhćttu og áfallaţoli eru til á sviđinu eđa ţćr eru ófullnćgjandi í ţessum tilgangi, er nauđsynlegt ađ ráđuneyti hafi frumkvćđi ađ ţví ađ greiningar séu unnar. Ţó engin krafa sé ađ hafa greiningu í einu skjali fyrir alla ţćtti er varđa tiltekiđ samfélagslega mikilvćgt verkefni, ţarf ráđuneyti ađ sjá til ţess ađ öll skilyrđi sem skipta máli og varđa áhćttu- og viđkvćmni innan og/eđa á milli hinna ólíku hluta samfélagslega mikilvćga verkefnisins séu metin.
Krafa 3.2:
Ráđuneyti ţurfa ađ hafa yfirlit yfir ástand sem tengist viđkvćmni fyrir ţau málefnasviđ sem ráđuneytiđ ber ábyrgđ á og útbúa stöđu- og ástandsmat fyrir ţau.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• lýsa áhćttu og viđkvćmni í stöđu- og ástandsmati, ţ.e. hvađa stefnum, markmiđum og úrbótum hefur veriđ komiđ á til ađ draga úr áhćttu og viđkvćmni og hversu langt framkvćmdir úrbótanna eru komnar auk ţess ađ varpa ljósi á mögulegar úrbćtur og viđbótarráđstafanir.
• ađ kortleggja núverandi uppsprettur ţekkingar.
• ađ afla nauđsynlegra upplýsinga og bćta viđ upplýsingum sem lýsa árangri.
• ađ koma á góđum verkferlum fyrir samráđ, t.d. nota vinnuhópa og tengslanet međ ţátttöku ráđuneyta og hugsanlega stofnana.
Yfirsýn ráđuneyta yfir áhćttu og viđkvćmni er grunnur ađ stöđu- og ástandsmati. Matiđ ţarf ađ lýsa getu samfélagsins til ađ viđhalda hinum ýmsu hlutum tiltekins samfélagslega mikilvćgs verkefnis viđ mismunandi gerđir álags og ná yfir allt verkefniđ ţvert á starfsgetu, sviđ og ráđuneyti.
Í stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum kemur fram ađ „viđ árslok 2023 skal könnun á áfallaţoli lokiđ hjá ţeim ađilum sem ábyrgđ bera á mikilvćgum/ómissandi innviđum.“
Mat á stöđu og ástandi ţarf ađ lýsa ţví hvađa stefnum, markmiđum og úrbótum hefur veriđ komiđ á til ađ draga úr áhćttu og viđkvćmni og gera grein fyrir hversu langt framkvćmdir úrbótanna eru komnar. Mat á stöđu og ástandi ţarf ađ útbúa samkvćmt eins líkum ramma og mögulegt er og veita sem raunhćfasta mynd af ţeim áskorunum sem samfélagiđ stendur frammi fyrir á viđkomandi sviđi, af mikilvćgi úrbóta og hvađa frekari úrbćtur geta veriđ nauđsynlegar. Almannavarnir leitast viđ ađ útbúa sameiginlegan ramma fyrir slíkt stöđu- og ástandsmat.
Ráđuneyti ţarf ađ hafa önnur ráđuneyti sem bera ábyrgđ á hlutum ţess samfélagslega mikilvćga verkefnis sem veriđ er ađ meta međ í vinnunni, á viđeigandi hátt.
Telji ráđuneyti ađ vernda ţurfi hluta upplýsinganna, má engu ađ síđur leggja ţćr fyrir Alţingi á annan viđeigandi hátt.
Krafa 3.3:
Ráđuneyti ţurfa ađ skýra ábyrgđ á milli hlutađeigandi ađila innan síns málefnasviđs, ţ.m.t. ađ greina grá svćđi eđa ábyrgđarsviđ sem skarast.
Verkefnum sem varđa öryggi samfélagsins og borgaranna innan málefnasviđa eđa samfélagslega mikilvćgra verkefna ţarf ađ lýsa á skýran hátt og greina ţarf óljós skil á ábyrgđ. Ţađ ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ á viđkomandi verkefni ţarf ađ eiga frumkvćđi ađ ţessu og fylgja ţví eftir ađ ţetta sé gert.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• útbúa yfirlit yfir ábyrgđ sem tengist samfélagslega mikilvćgum verkefnum og viđhalda ţví, ţar međ talin hlutverk og ábyrgđ á hinum ýmsu stigum stjórnsýslunnar.
Líta verđur á Kröfu 3.3 í samhengi viđ Kröfu 2.1 um ađ hvert ráđuneyti skýri og lýsi lykilhlutverkum og ábyrgđarsviđum sínum.
Ţađ ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ á samfélagslega mikilvćgu verkefni ţarf ađ hafa yfirsýn yfir ţá ábyrgđ sem tengist viđkomandi samfélagslega mikilvćgu verkefni, ţar međ talin hlutverk og ábyrgđ á mismunandi stigum stjórnsýslunnar. Ef óljóst er hver ber ábyrgđ á samfélagslega mikilvćgu verkefni ađ hluta eđa í heild er mikilvćgt ađ ráđuneytiđ sem fer međ málefnasviđiđ grípi til ţeirra ađgerđa sem nauđsynlegar eru til ađ skýra hvar ábyrgđin liggur.
Krafa 3.4:
Ráđuneyti ţurfa ađ skipuleggja og framkvćma sameiginlegar ćfingar innan síns málefnasviđs, meta ţćr og fylgja lćrdómspunktum eftir. Ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ ţarf ađ eiga frumkvćđi ađ ţví ađ ćfingar séu skipulagđar og framkvćmdar.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• skipuleggja, framkvćma og meta sameiginlegar ćfingar fyrir samfélagslega mikilvćg verkefni sem samţćttum hluta af almennri ćfingaáćtlun ráđuneytisins; tilgangur, tími og form ćfingar.
• tryggja hentuga ađkomu annarra ráđuneyta sem bera ábyrgđ vegna tiltekins samfélagslega mikilvćgs verkefnis viđ skipulagningu, framkvćmd og mat á ćfingum.
• vera hreyfiafl til ađ fylgja eftir lćrdómspunktum frá ćfingum.
Krafa 3.4 leggur frumkvćđisskyldu m.t.t ćfinga á ţađ ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ á samfélagslega mikilvćgu verkefni en ţađ á einnig viđ utan málefnasviđs ráđuneytisins. Slíkar ćfingar ţurfa međal annars ađ byggja á greiningum á áhćttu og áfallaţoli, mati á fyrri ćfingum og atvikum sem og Greiningu á hćttusviđsmyndum (Almannavarnir, 2021) viđ skipulagningu. Einnig ţarf ađ taka miđ af mati annarra yfirvalda á ógnum, áhćttu og viđkvćmni.
Ćfingar vegna samfélagslega mikilvćgra verkefna geta t.d. miđađ ađ ţví ađ prófa ábyrgđ og samhćfingu viđbragđsáćtlana o.s.frv. ţvert á mörk málefnasviđa. Í Viđauka 3 er yfirlit yfir helstu gerđir ćfinga sem notađar eru til ađ ćfa viđbragđ viđ vá og hvađ einkennir mismunandi gerđir ćfinga.
Ţađ er á ábyrgđ ráđuneytis međ ábyrgđ á viđkomandi málefnasviđi ađ skipuleggja, bera ábyrgđ á praktískri útfćrslu, leggja mat á og fylgja eftir lćrdómspunktum frá ćfingunum. Önnur ráđuneyti ţurfa ađ taka ţátt í skipulagningu í samrćmi viđ ţá ábyrgđ sem ţau bera vegna samfélagslega mikilvćga verkefnisins.
Ćfingar af ţessu tagi ţurfa ađ vera samrćmdar viđ ađrar ćfingar í tilteknu ráđuneyti og á málefnasviđi og fella inn í ćfingaáćtlanar ráđuneytisins (sbr. Kröfu 2.7.2). Hćgt er ađ fela undirstofnun eđa opinberu fyrirtćki vinnu vegna ćfinga en forsenda ţess er ađ ráđuneyti komi ađ skipulagningu og taki virkan ţátt í ćfingu og í eftirfylgni hennar.
Ţađ eru engar skýrar vćntingar í kröfunni um hversu oft ţarf ađ ćfa. Hér er eđlilegt ađ líta Kröfu 2.7 ţar sem fram kemur ađ ćfingarstarfsemi ráđuneytis ţurfi ađ vera nćgjanleg til ađ geta sinnt ábyrgđ á viđlagastjórnun eigin málefnasviđs, veriđ ţátttakandi í viđlagastjórnun annarra ráđuneyta og tekiđ hlutverk sem leiđandi ráđuneyti í viđlagastjórn.
Ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ á samfélagslega mikilvćgu verkefni ţarf ađ sjá til ţess ađ úrbótum sem ákveđnar eru á grundvelli mats á ćfingunni sé fylgt eftir í eigin starfsemi og í öđrum ráđuneytum.
Krafa 3.5:
Ráđuneyti ţarf ađ leggja fram tillögur um viđbúnađ, áćtlanir, löggjöf og önnur mikilvćg mál innan síns málefnasviđs fyrir önnur ráđuneyti sem máliđ snertir og hafa samstarf viđ ţau.
Ef ţörf er á úrbótum (t.d. á löggjöf, viđbúnađi og áćtlunum) innan málefnasviđs eđa samfélagslega mikilvćgs verkefnis ţarf ţađ ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ ađ eiga frumkvćđi ađ og leggja sitt af mörkum til ađ úrbćtur séu gerđar, í samstarfi viđ önnur stjórnvöld sem bera ábyrgđ eđa sem máliđ snertir.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• ţróa gott og traust samstarf viđ önnur ráđuneyti međ ábyrgđ vegna samfélagslega mikilvćgra verkefna.
• halda sér upplýstum um viđeigandi áćtlanir og starfsemi innan verksviđs annarra ráđuneyta.
Markmiđ međ greiningu á áhćttu og áfallaţoli, ćfingum og stöđu- og ástandsmati er ađ auđvelda úrbćtur. Öll ráđuneyti bera ábyrgđ á áhćttustjórnun á sínum málefnasviđum. Ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ á samfélagslega mikilvćgu verkefni hefur einnig sérstaka ábyrgđ á ađ takast á viđ áhćttu og viđkvćmni međ öđrum ráđuneytum sem bera ábyrgđ á hlutum ţess verkefnis. Ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ ţarf ađ leggja mikla áherslu á ađ koma á góđri samvinnu viđ önnur ráđuneyti sem bera ábyrgđ innan tiltekins samfélagslega mikilvćgs verkefnis; t.d. međ ţví ađ gefa ráđ um hvernig hćgt er ađ hrinda nauđsynlegum úrbótum í framkvćmd og stuđla ađ ţróun sameiginlegra úrbóta. Einnig er mikilvćgt ađ hafa heildstćđa og samrćmda eftirfylgni međ viđbúnađarađgerđum, áćtlunum og löggjöf, svo hćgt sé ađ forđast skörun og ráđstafanir sem vinna hver gegn annarri. Ţetta setur ţau skilyrđi ađ ráđuneyti haldi sér upplýstu um áćtlanir og athafnir, einnig utan eigin sviđsábyrgđar.
Krafa 3.6:
Ráđuneyti ţurfa ađ sjá til ţess ađ deila reynslu innan síns málefnasviđs og auka fćrni ţeirra ađila sem máliđ snertir.
Ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ ţarf ađ leggja sitt af mörkum til ţess ađ reynslu sé miđlađ innan samfélagslega mikilvćga verkefnisins, ţörf fyrir ţekkingu sé greind og fćrni ţeirra ađila sem máliđ snertir sé aukin.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• greina ţörf fyrir ţekkingu.
• sjá til ţess ađ fundarstöđum og vettvöngum (s.s. málţingi, vinnustofum o.ţ.h.) sé komiđ á til ađ deila reynslu fyrir hlutađeigandi ađila og yfirvöld.
Ráđuneyti sem ber ábyrgđ á tilteknum málaflokki ţarf ađ taka nauđsynlegt frumkvćđi til ađ fylgjast međ ţörfinni fyrir nýja ţekkingu innan samfélagslega mikilvćgra verkefna ţvert á mörk málefnasviđa. Ráđuneytiđ ţarf ađ öđru leyti ađ sjá til ţess ađ fundarstađir og vettvangar séu stofnađir til ađ deila reynslu ţar sem starfsfólk sem vinnur ađ öryggi innan samfélagslega mikilvćgra verkefna getur fengiđ uppfćrđar upplýsingar og ef til vill ţjálfun.
Krafa 3.7:
Ráđuneyti ţurfa ađ vera Almannavörnum til ađstođar viđ upplýsingaöflun og skýrslugerđ innan síns málefnasviđs.
Ţađ ráđuneyti sem ber ađalábyrgđ á samfélagslega mikilvćgu verkefni ţarf ađ ađstođa Almannavarnir viđ upplýsingaöflun og skýrslugjöf fyrir ţađ, ţegar ţess gerist ţörf.
Ráđuneytum er ráđlagt ađ:
• afla upplýsinga um öryggi og viđbúnađ fyrir samfélagslega mikilvćg verkefni innan ţeirra málefnasviđa sem ţau bera ábyrgđ á og miđla ţeim til Almannavarna sé ţess óskađ.
Almannavarnir hafa eftirlit međ skipulagi almannavarna á landinu öllu, eftirlit međ gerđ hćttumats, eftirlit međ endurskođun og samhćfingu stađfestra viđbragđsáćtlana og eftirlit međ ćfingum vegna ţeirra.[15]
Eftirlit međ almannavarnastarfi ráđuneyta stýrist af III. kafla laga nr. 82/2008. Kröfurnar sem eru skođađar í eftirlitinu eru tilgreindar í 5., 6. og 7. gr. Nánari umfjöllun og leiđbeiningar fylgja í köflum 7.1 – 7.7.
Úttektirnar ţjóna tvennum tilgangi ađ stuđla ađ:
• eflingu starfs vegna öryggis samfélagsins og borgaranna í hverju ráđuneyti.
• samrćmdu og alhliđa starfi sem miđar ađ öryggi samfélagsins og borgaranna ţvert á ábyrgđ ráđuneyta og málefnasviđa.
Tilgangurinn felur í sér ađ úttektirnar ţurfa einkum ađ beinast ađ sviđum sem eru lykilatriđi í ţví ađ standa vörđ um ábyrgđ ráđuneyta á öryggi samfélagsins og borgaranna. Ţetta varđar m.a:
• hversu kerfisbundiđ starfiđ er.
• hvort starfiđ sé fest í sessi hjá stjórnendum og gangvart stjórnun undirstofnana.
• yfirlit yfir áhćttu og viđkvćmni; sérstaklega í samfélagslega mikilvćgum verkefnum.
• getu til ađ meta og hrinda í framkvćmd úrbótum til ađ draga úr áhćttu og viđkvćmni.
• áćtlanir og viđbragđ viđ neyđarástand.
• ćfingar.
• mat, lćrdómsferli og ţróun.
Úttektirnar geta stuđlađ ađ samrćmdu og heildstćđu starfi sem miđar ađ öryggi samfélagsins og borgaranna ţvert á ábyrgđ ráđuneytisins og málefnasviđsins. Ţađ er gert međ ţví ađ eftirlitsyfirvöld kanni ađ hve miklu leyti viđkomandi ráđuneyti byggir á ţeim leiđbeiningum um starf viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna sem Almannavarnir hafa útbúiđ. Ţetta geta til dćmis veriđ stefnur, greining hćttusviđsmynda, yfirlit yfir samfélagslega mikilvćg verkefni, ţátttaka í ćfingum á landsvísu og ţátttaka á viđeigandi vettvangi til ađ deila upplýsingum og auka fćrni.
Úttektirnar ţurfa ađ beinast ađ kerfum og verklagi en á sama tíma er mikilvćgt ađ athuga hvort kerfin virki í raun og hafi raunverulega ţýđingu fyrir stjórnun tiltekins ráđuneytis og málefnasviđs.
Ef Almannavarnir telja ţađ hentugt, er hćgt ađ nota eyđublöđ sem ráđuneyti fyllir sjálft út sem hluta af ţeim upplýsingum sem aflađ er viđ eftirlitiđ.
Úttektir á einstökum ráđuneytum byggjast m.a. á fyrri niđurstöđum úttekta, hćttu á frávikum, eigin upplýsingum ráđuneytis og reynslu ráđuneytis af ćfingum og óćskilegum atvikum.
Ţađ ráđuneytiđ sem eftirlit beinist ađ verđur í samrćmi viđ III. kafla laganna ađ geta skjalfest ađ ţađ uppfylli kröfur sem settar hafa veriđ. Ţegar eftirlit hefst, ţarf tiltekiđ ráđuneyti ađ leggja fram nauđsynleg gögn um ađ kröfum hafi veriđ fullnćgt. [16]
Eftirlit er hćgt ađ framkvćma á ýmsan hátt en hiđ hefđbundna eftirlit felst í ţví ađ fara á stađinn og kanna hvort viđkomandi starfsemi fylgi lögum og reglugerđum. Á tímum netvćđingar er einnig hćgt ađ framkvćma margs konar eftirlit á rafrćnan hátt međ ţví ađ kalla eftir upplýsingum. Hvort tveggja er nauđsynlegt viđ skilvirkt eftirlit. Ţegar gögn sem óskađ er eftir í eftirliti hafa borist, eru ţau greind og ef í ljós koma frávik frá kröfum eru gerđar kröfur um úrbćtur. Ţeim kröfum er síđan fylgt eftir međ viđeigandi hćtti ţar til úrbćtur hafa átt sér stađ. Stór hluti eftirlits felst í ađ upplýsa og leiđbeina um hvađa kröfur gilda og hvernig hćgt er ađ uppfylla ţćr.
Úttektirnar eru blanda af eftirliti og leiđbeiningum. Ráđuneytin ţurfa ađ uppfylla kröfurnar sem gerđar eru í lögunum og ef svo ber undir ađ svo sé ekki er bent á ţađ frávik. Jafnframt er mikilvćgt ađ eftirlitsstjórnvaldiđ leiđbeini um hvernig ráđuneytin geti boriđ sig ađ til ađ uppfylla kröfurnar og einnig ađ öđru leyti styrkt gćđi starfsins á sviđinu. Leiđbeiningar eru gefnar skriflega í úttektarskýrslu og e.t.v. međ eftirfylgni eftir ađ skýrslan hefur veriđ lögđ fram.
Úttektirnar byggja á mikilvćgi og áhćttu. Ţetta á viđ um val á ađ hverju eftirlitiđ beinist s.s. ţema og ađferđ. Mat á mikilvćgi er tengt ábyrgđarsviđi eđa mikilvćgi ţemans fyrir öryggi samfélagsins og borgaranna. Mat á áhćttu í ţessu samhengi felur í sér mat á líkum á frávikum innan ábyrgđarsviđsins og hversu alvarlegar afleiđingar frávik geta haft.
Áherslan á mikilvćgi og áhćttu getur leitt til ţess ađ skođanir hjá sumum ráđuneytum verđa tíđari en sjaldnar fyrir önnur. Ţađ getur einnig ţýtt ađ eftirlit miđist viđ sérstök efni og kröfur í lögunum. Lögđ er áhersla á ţverfagleg viđfangsefni viđ mat á mikilvćgi og áhćttu.
Almannavarnir gera úttektir á fyrirsjáanlegan og skilvirkan hátt.
Almannavarnir skilgreina heildarumgjörđ eftirlitsins í eftirlitsáćtlun. Međ ţessu er átt viđ hvađa ţema er valiđ og hversu ítarlegar rannsóknir verđa gerđar.
Úttektir geta fariđ fram sem skjalaskođun, en yfirleitt munu ţćr einnig fela í sér viđtöl viđ stjórnendur og lykilstarfsmenn í ráđuneytinu. Almannavarnir geta einnig framkvćmt afmarkađar og markvissar skođanir, ţar međ taldar rannsóknir á undirstofnunum og opinberum fyrirtćkjum, til ađ sannreyna ađ ráđuneytiđ uppfylli kröfur laganna og ađ nćgilega sé gćtt ađ samfélagslega mikilvćgum verkefnum.
Slíkar skođanir hjá undirstofnunum og opinberum fyrirtćkjum eru hluti af úttektinni á ráđuneytinu. Slíkar skođanir munu ţví beinast ađ stjórnun ráđuneytisins, embćttisbréfum og fyrirmćlum gagnvart stofnuninni og miđa ađ ţví ađ skođa ađ hve miklu leyti ráđuneytiđ fylgir eftir starfi stofnunarinnar viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og hversu mikla áherslu ráđuneytiđ leggur á ađ stofnunin viđhaldi starfsgetu sinni varđandi samfélagslega mikilvćg verkefni sem hún ber ábyrgđ á. Einnig geta úttektir faliđ í sér skođun á undirstofnunum og opinberum fyrirtćkjum til ađ skođa hvort stjórnun ráđuneytis hafi veriđ fylgt eftir og hvort hlutverk og ábyrgđ séu nćgilega skýr.
Niđurstöđur úttektar eru dregnar saman í stuttri skýrslu ţar sem skýrt kemur fram hvers kyns brot á kröfum, ef um ţađ er ađ rćđa, ásamt viđeigandi ađgerđum til úrbóta og möguleg tćkifćri til ađ gera betur.
Upplýsingar frá ráđuneytum sem skilađ er sem eigin eftirliti eru kynntar í mćlaborđi á vefsetri Almannavarna jafnóđum og ţćr liggja fyrir.
Ţegar niđurstöđur úttekta eru kynntar í skýrsluformi er ráđuneytinu gefinn kostur á ađ tjá sig um skýrsluna og hvort hún hafi ađ geyma upplýsingar sem ćttu ađ vera undanţegnar ađgangi almennings eđa sem eru trúnađarflokkađar. Ef slíkar sérstakar forsendur eru ekki fyrir hendi er skýrslan í heild sinni opinber.
Í úttektarskýrslunni eru hinar ýmsu niđurstöđur taldar upp sem „brot á kröfum“ og „möguleikar til úrbóta“, allt eftir alvarleika misrćmisins. Almannavarnir sendir lokaskýrslu til ráđuneytisins sem haft hefur veriđ eftirlit međ ţar sem fram kemur frestur til ađ skila framkvćmdaáćtlun til Almannavarna. Í framkvćmdaáćtluninni ţarf ráđuneytiđ ađ gera grein fyrir ţví hvađa úrbótaađgerđir verđa framkvćmdar. Almannavarnir fylgja úttektum eftir ţar til tekiđ hefur veriđ á öllum brotum á kröfum og mikilvćgum tćkifćrum til úrbóta.
Sýni endurskođunarskýrslan „brot á kröfum“ eđa ef eftirfylgni eftir úttektina skortir er ríkisstjórnin upplýst um stöđu málsins.
Viđ neyđarástand á landsvísu ţurfa ráđuneyti oft ađ vinna saman á annan hátt en ella. Samskiptalínur verđa ađ vera styttri og einfaldari. Ađgerđir viđ ákvarđanatöku ţurfa ađ vera hrađari en á sama tíma er óbreytt krafa um ađ gćđi vinnu séu nćgileg.
Ráđherrar bera hver um sig ćđstu ábyrgđ á neyđarviđbúnađi á Íslandi, á sínu málefnasviđi ţar međ talin pólitísk heildarábyrgđ bćđi á stjórnun og međhöndlun neyđarástands sem upp kemur. Í ţeirri ábyrgđ felst einnig ađ tryggja nauđsynlegt samráđ innan ríkisstjórnarinnar. Hver ráđherra heldur ábyrgđ sinni á málefnasviđum ráđuneytisins í neyđarástandi.
Stjórnsýsla vegna viđlagastjórnunar hjá ráđuneytum byggist á ţremur grundvallarţáttum:
• Ráđuneyti sem ber ábyrgđ á tilteknu málefnasviđi leiđir starfiđ og sér um ađ samrćma viđlagastjórnun á vettvangi ráđuneytisins. Ráđuneytiđ sem ber ábyrgđ á málefnasviđinu ber einnig ábyrgđ á viđbúnađaráćtlun og ađgerđum viđ neyđarástand.
• Ţjóđaröryggisráđi er ćtlađ ađ tryggja ađ stjórnvöld hafi yfirsýn yfir stöđu mála, stuđla ađ samvinnu stjórnvalda og auđvelda nauđsynlegum ađgerđum ađ ná fram ađ ganga viđ sérstakar ađstćđur er varđa ţjóđaröryggi. Ţjóđaröryggisráđ yfirtekur ekki stjórnunarhlutverk og valdheimildir einstakra ráđherra og stofnana innan hins lögbundna viđbragđskerfis né hefur ţađ sjálfstćđar valdheimildir til ţess ađ taka ákvarđanir um einstakar stjórnarathafnir.[17]
• Ríkislögreglustjóri starfrćkir deild Almannavarna. Ríkislögreglustjóri hefur umsjón međ ađ ráđstafanir séu gerđar í samrćmi viđ stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum. Verkefni Almannavarna fela m.a. í sér víđtćkt samstarf viđ ráđuneyti, ríkisstofnanir og sveitarfélög međ ţađ ađ markmiđi ađ tryggja öryggi almennings. Ríkislögreglustjóri skipuleggur forvarnir og almenningsfrćđslu á sviđi almannavarna, svo og frćđslu einkaađila, stjórnvalda og almennings um skipulag almannavarnakerfisins, eftir ţví sem ţurfa ţykir. Auk ţess annast ríkislögreglustjóri ţjálfun og frćđslu á sviđi almannavarna og veitir ráđuneytum stuđning viđ viđlagastjórnun.
Stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum er mörkuđ af almannavarna- og öryggismálaráđi til ţriggja ára í senn. Í almannavarna- og öryggismálastefnu stjórnvalda er gerđ grein fyrir ástandi og horfum í almannavarna- og öryggismálum í landinu, fjallađ um áhersluatriđi er varđa skipulag almannavarna- og öryggismála, forvarnastarf, nauđsynlega samhćfingu á efni viđbragđsáćtlana og starfsemi opinberra stofnana á ţví sviđi, nauđsynlegar birgđir til ţess ađ tryggja lífsafkomu ţjóđarinnar á hćttutímum, endurreisn eftir hamfarir og ađrar ađgerđir sem ráđiđ telur nauđsynlegar til ţess ađ markmiđ ţessara laga náist.
Í almannavarna- og öryggismálaráđi eiga eftirfarandi ađilar sćti:
• ráđherra er fer međ málefni almannavarna- og öryggismálaráđs, sem jafnframt er formađur ţess
• ráđherra er fer međ málefni almannaöryggis
• ráđherra er fer međ málefni mengunarvarna
• ráđherra er fer međ heilbrigđismál
• ráđherra er fer međ orkumál
• ráđherra er fer međ varnarmál og samskipti viđ önnur ríki
Ţar ađ auki er ţeim ráđherra er fer međ málefni almannavarna- og öryggismálaráđs heimilt ađ kveđja allt ađ tvo ráđherra til setu í ráđinu í senn vegna sérstakra mála. Auk ţess eiga bćđi ráđuneytisstjórar og embćttismenn sćti í almannavarna- og öryggisráđi. Umsýsla vegna almannavarna- og öryggismálaráđs og undirbúningur vegna funda ţess er í höndum ráđherra er fer međ málefni almannaöryggis.
Í ţjóđaröryggisráđi eiga eftirfarandi ađilar sćti, auk forsćtisráđherra:
• ráđherra er fer međ utanríkis- og varnarmál
• ráđherra er fer međ almannavarnir
• ráđuneytisstjóri viđkomandi ráđuneytis
Jafnframt skulu ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgćslunnar og fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar eiga sćti í ráđinu. Ţá eiga tveir ţingmenn sćti í ráđinu og skal annar ţeirra vera úr ţingflokki sem skipar meirihluta á ţingi en hinn úr ţingflokki minnihluta. Ţjóđaröryggisráđ getur kallađ fleiri ráđherra til setu í ráđinu varđandi einstök mál sem eru til umfjöllunar hjá ráđinu og tekur ţá viđkomandi ráđuneytisstjóri einnig sćti í ţví.
Ţjóđaröryggisráđ ţarf ađ eiga samráđ viđ almannavarna- og öryggismálaráđ um mál eđa atburđi sem kunna ađ snerta verksviđ almannavarna- og öryggismálaráđs samkvćmt lögum um almannavarnir, nr. 82/2008.[18]
Forsćtisráđherra er forystumađur ríkisstjórnar og fer međ skipulags- og verkaskiptingarvaldiđ innan Stjórnarráđsins og hefur jafnframt víđtćkt samhćfingarhlutverk gagnvart ráđherrum í ríkisstjórn viđ framkvćmd stjórnarmálefna, ţar á međal á sviđi almannavarna. Forsćtisráđherra er formađur almannavarna- og öryggismálaráđs. Forsćtisráđherra er jafnframt formađur ţjóđaröryggisráđs.
Dómsmálaráđherra er ćđsti yfirmađur almannavarna í landinu og annast ríkislögreglustjóri málefni almannavarna í umbođi hans.
Ţegar um er ađ rćđa neyđarástand og atvik sem varđa eitt málefnasviđ umtalsvert meira en önnur er skilvirkast ađ ţađ ráđuneyti taki viđ leiđandi hlutverki í viđlagastjórn vegna atviksins. Má sem dćmi nefna heilbrigđisráđuneyti vegna sóttvarna, umhverfis- og auđlindaráđuneyti vegna ofanflóđa og vöktun á náttúruvá, samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra vegna öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvćgra innviđa o.s.frv.
Sviđsábyrgđ og lagaskyldur einstakra ráđuneyta og stofnana breytast ekki ţó ađ lýst sé yfir almannavarnastigi. Ţannig fer t.d. utanríkisráđuneytiđ međ mál sem varđa óćskileg atvik erlendis sem varđa íslenska ríkisborgara eđa íslenska hagsmuni sbr. 1. gr. laga um utanríkisţjónustu Íslands.
Öll ráđuneyti ţurfa ađ geta tekiđ leiđtogahlutverk vegna neyđarástands og geta stutt viđ leiđandi ráđuneyti í neyđarástandi. Eins og fram hefur komiđ, breytist sviđsábyrgđ og lagaskyldur einstakra ráđuneyta og stofnana ekki viđ neyđarástand.
Í neyđarástandi ţarf leiđandi ráđuneytiđ međal annars ađ:
• geta séđ um tilkynningar til forsćtisráđherra, annara ráđuneyta, eigin undirstofnana og hugsanlega Alţingis.
• útbúa og dreifa ástandsskýrslum sem veita heildaryfirlit.
• útbúa greiningar á ađstćđum sem veita heildaryfirlit, greina hugsanlega atburđarás og frekari ţróun neyđarástands.
• greina og meta ţörf fyrir stefnumótandi ađgerđir.
• samrćma ađ viđbragđsađilar hafi nauđsynlegar heimildir til ákvarđanatöku og viđbragđs.
• samrćma framkvćmd nauđsynlegra ađgerđa innan eigin ábyrgđarsviđs, sem og tryggja samhćfingu viđ önnur ráđuneyti og stofnanir.
• dreifa uppfćrđum upplýsingum til annarra ráđherra í ríkisstjórn.
• samrćma grundvöll ráđuneyta til ákvarđanatöku fyrir ríkisstjórn.
• sjá til ţess ađ fjölmiđlar og íbúar fái samrćmdar upplýsingar, auk ţess ađ móta heildstćđa upplýsingastefnu.
• sjá um samrćmingu ţegar ţörf er á alţjóđlegri ađstođ.
• meta ţörf fyrir ađ koma á kerfi tengifulltrúa viđ önnur ráđuneyti og starfsemi sem verđa fyrir áhrifum.
• sjá til ţess ađ atburđarstjórnun sé metin og ađ lćrdómspunktum sé fylgt eftir.
Í frumvarpi til breytinga á almannavarnalögum er lagt til ađ rannsóknarnefnd almannavarna verđi lögđ niđur og ađ í stađ hennar komi ţrepaskipt rýni í kjölfar hćttuástands. Frumvarpiđ var lagt fram á ţingi voriđ 2021 en hlaut ekki ţinglega međferđ. Ađ öllu óbreyttu mun innanríkisráđherra leggja frumvarpiđ aftur fyrir ţingiđ 2022.
Viđ alvarlegar neyđarađstćđur sem ţróast međ tímanum, eđa flóknari neyđarađstćđur sem krefjast pólitískrar samhćfingar, ţarf ríkisstjórnin eđa ţeir ráđherrar sem máliđ varđar ađ hittast til ađ nauđsynlegar stefnumótandi skýringar séu gerđar. Ţetta á til dćmis viđ ef neyđarađstćđur koma upp sem hafa áhrif á íslenska utanríkisstefnu og öryggisstefnu.
Ţjóđaröryggisráđ er vettvangur reglubundins samráđs og samhćfingar um ţjóđaröryggi. Forsćtisráđherra bođar ţjóđaröryggisráđ reglulega til funda.
Ţjóđaröryggisráđ getur kallađ eftir skýrslum eđa gögnum um atriđi er varđa ţjóđaröryggi frá ráđuneytum, opinberum stofnunum eđa opinberum hlutafélögum. Ráđuneyti, opinber stofnun eđa opinbert hlutafélag ţarf ađ tilkynna ţjóđaröryggisráđi án undandráttar um nýjar upplýsingar eđa annađ sem kann ađ varđa ţjóđaröryggisstefnuna eđa öryggi ríkisins og almennings.
Verkefni ţjóđaröryggisráđs skv. 4.gr. laga nr. 98/2016:
„Ţjóđaröryggisráđ hefur eftirlit međ ţví ađ ţjóđaröryggisstefna fyrir Ísland sé framkvćmd í samrćmi viđ ályktun Alţingis og er jafnframt samráđsvettvangur um ţjóđaröryggismál.
Ţjóđaröryggisráđ skal enn fremur meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum og fjalla um önnur málefni er varđa ţjóđaröryggi.
Ţjóđaröryggisráđ skal stuđla ađ endurskođun ţjóđaröryggisstefnunnar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti.
Ţjóđaröryggisráđ skal í samvinnu viđ háskólasamfélagiđ, hugveitur og fjölmiđla beita sér fyrir opinni og lýđrćđislegri umrćđu um ţjóđaröryggismál og eflingu frćđslu og upplýsingagjöf um ţau mál.“
Samkvćmt 5. gr. sömu laga ber ţjóđaröryggisráđi ađ hafa samráđ viđ Alţingi:
„Ţjóđaröryggisráđ skal árlega upplýsa Alţingi um framkvćmd ţjóđaröryggisstefnunnar.
Telji ţjóđaröryggisráđ ástćđu til ađ gera breytingar á ţjóđaröryggisstefnunni skal ţađ senda Alţingi tillögur ţar ađ lútandi. Ţjóđaröryggisráđ skal upplýsa utanríkismálanefnd Alţingis um hver ţau mál sem líkleg eru til ađ hafa áhrif á ţjóđaröryggisstefnuna og framkvćmd hennar.“
Samkvćmt 6. gr. sömu laga bođar forsćtisráđherra til fundar ţjóđaröryggisráđs ef atburđir sem ćtla má ađ hafi áhrif á ţjóđaröryggi hafa orđiđ eđa eru yfirvofandi.
Ritari ţjóđaröryggisráđs er starfsmađur forsćtisráđuneytisins.
Ţjóđaröryggisráđ hefur tengiliđahóp, sem skipađur er fulltrúum, tilnefndum af ráđuneytum, stofnunum og opinberum hlutafélögum. Hlutverk fulltrúa í tengiliđahópi er ađ greiđa fyrir upplýsingagjöf og skýrslugjöf til ţjóđaröryggisráđs sem og vera til samráđs og ráđgjafar eftir ţörfum vegna undirbúnings funda ţjóđaröryggisráđs og viđ mótun verkefna ţjóđaröryggisráđs.
Ţjóđaröryggisráđ hefur ekki sjálfstćđar valdheimildir til ţess ađ taka ákvarđanir um einstakar stjórnarathafnir viđ hinar sérstöku ađstćđur.
Ţjóđaröryggisráđ yfirtekur ekki stjórnunarhlutverk og valdheimildir einstakra ráđherra og stofnana innan hins lögbundna viđbragđskerfis.
Helstu hlutverk Almannavarna sem stuđningsađila eru ađ:
• stuđla ađ sérţekkingu í formi ráđgjafar og faglegrar ađstođar viđ störf forsćtisráđuneytisins eđa annars ráđuneytis sem fer međ leiđtogahlutverk viđ samhćfingu og viđlagastjórnun. Ţetta felur í sér stuđning viđ greiningar, gerđ og miđlun skýrslna sem gefa heildaryfirlit um ástand og mótun sameiginlegs skilnings á ađstćđum sem grunn- ađ stefnumótandi ákvörđunum.
• styđja forsćtisráđuneytiđ eđa annađ ráđuneyti sem fer međ leiđtogahlutverk sem og ţjóđaröryggisráđ međ starfsgetu í formi innviđa (ţ.m.t tćknilausnir), húsnćđi og starfsfólk.
Almannavarnir yfirtaka ekki skyldur og verkefni sem tilheyra einstökum ráđherrum eđa stofnunum en eru til ađstođar til ađ auka starfsgetu til stjórnunar í neyđarástandi hjá ráđuneytum.
Almannavarnir hafa yfir ađ ráđa, ţróa og stýra sameiginlegu ađgerđastjórnunarkerfi til stuđnings viđ ákvarđanatöku og skráningu á ađgerđum. Gert er ráđ fyrir ađ ráđuneyti noti kerfiđ ţegar ţau ţurfa ađ fást viđ sérstök, óćskileg atvik, sem stuđningstćki starfsmanna og sem stuđningstćki í samskipta- og upplýsingastarfi.
Til ţess ađ Almannavarnir geti sinnt verkefnum og stutt viđ hlutverk ráđuneyta er nauđsynlegt ađ hafa samskipti og ađ skiptast á upplýsingum viđ önnur ráđuneyti.
Gert er ráđ fyrir ađ ráđuneyti taki saman, greini og deili viđeigandi upplýsingum úr eigin málefnasviđum ađ beiđni ţess ráđuneytis sem leiđir tiltekna viđlagastjórnun. Til ađ tryggja skilvirka ástandsskýrslu ţurfa ráđuneyti ađ deila ástandsskýrslum í ađgerđastjórnunarkerfinu. Hćgt er ađ koma stöđuuppfćrslum til Almannavarna međ síma, smáskilabođum og/eđa tölvupósti.
Í samhćfingar- og stjórnstöđ fer fram samhćfing og yfirstjórn almannavarnaađgerđa međ hliđsjón af almannavarnastigi og viđeigandi viđbragđsáćtlun. Ţá getur einnig samhćfing ađgerđa vegna leitar og björgunar á landi, sjó og í lofti fariđ ţar fram eđa viđbragđa viđ hćttuástandi, ţó ekki hafi veriđ lýst yfir almannavarnastigi.[19] Samhćfingar- og stjórnstöđin er mönnuđ allan sólarhringinn og auđveldar upplýsingaflćđi viđ neyđarađstćđur sem aftur gefur grundvöll fyrir samrćmdan skilning á ađstćđum og yfirsýn yfir hugsanlega atburđarás.
Samhćfingar og stjórnstöđ fćr mat og skýrslur frá ráđuneytum, stofnunum, einkafyrirtćkjum og viđbragđsađilum, sem innihalda oft upplýsingar sem hafa veriđ teknar saman og greindar. Ţegar almannavarnaástand ríkir, starfa fulltrúar viđbragđsađila almannavarna í stjórnstöđinni:
• lögreglan
• landhelgisgćsla Íslands
• heilbrigđisstarfsmenn
• slökkviliđ
• Neyđarlínan
• Rauđi kross Íslands
• Isavia
• Slysavarnafélagiđ Landsbjörg
Í ađgerđum er unniđ ađ samhćfingu ađgerđa samkvćmt SÁBF-kerfi almannavarna — Stjórnun, Áćtlanir, Bjargir, Framkvćmd —sem eru fjórir meginţćttir skipulagsins en kerfiđ skilgreinir verkţćtti og verkefni. Ađgerđastjórnir og vettvangsstjórnir vinna eftir sama kerfi.
Lögđ er rík áhersla á samvinnu viđ einstök ráđuneyti og undirstofnanir ţeirra viđ ađ kanna áfallaţol ţess hluta samfélagsins sem fellur undir starfssviđ ţeirra og skipulagningu á viđbrögđum og ađgerđum samkvćmt viđbragđsáćtlun.
Öll ráđuneyti ţurfa ađ hafa eigin tengiliđ vegna viđbragđs sem er virkjađur viđ neyđarástand. Tengiliđur Almannavarna vegna viđbragđs í ráđuneytunum tekur viđ upplýsingum í tengslum viđ atvik, t.d. í formi stöđuskýrslna, beiđna um ađstođ eđa upplýsingar frá öđrum ráđuneytum, viđvarana eđa uppfćrđra upplýsinga um stöđu.
Verđi breytingar á tengiliđ ráđuneytisins, eđa lykilstarfsmönnum í viđlagastjórnun, ţarf ađ tilkynna Almannavörnum um uppfćrđar upplýsingar.
Tengiliđahópur ţjóđaröryggisráđs er skipađur einstaklingum sem tilnefndir eru af ráđuneytum, stofnunum og opinberum hlutafélagögum. Hlutverk tengiliđanna gagnvart ţjóđaröryggisráđi er ađ greiđa fyrir upplýsingagjöf og skýrslugjöf til ţjóđaröryggisráđs í samrćmi viđ ákvćđi laga um ţjóđaröryggisráđ um upplýsingagjöf til ráđsins. Skipan tengiliđahópsins miđar ađ ţví ađ koma á skipulagi sem stuđlar ađ skilvirku og traustu samráđi og samstarfi innan stjórnsýslunnar um ţjóđaröryggismál og framkvćmd ţeirra. Gert er ráđ fyrir ađ tengiliđurinn meti ţörf fyrir dreifingu og sjái um dreifingu upplýsinga innan málefnasviđs ráđuneytisins, eins og ţurfa ţykir.
ANR |
Atvinnuvega og nýsköpunarráđuneytiđ |
LHG |
Landhelgisgćsla Íslands |
SL |
Slysavarnafélagiđ Landsbjörg |
AST |
Ađgerđastjórn |
PFS |
Póst og fjarskiptastofnun |
RKÍ |
Rauđi krossinn á Íslandi |
AVD |
Almannavarnir |
RSL |
Ríkislögreglustjóri |
|
|
DMR |
Dómsmálaráđuneytiđ |
SRN |
Samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytiđ |
|
|
FOR |
Forsćtisráđuneytiđ |
SST |
Samhćfingar og stjórnstöđ |
|
|
FRN |
Félagsmálaráđuneytiđ |
UAR |
Umhverfis og auđlindaráđuneytiđ |
|
|
HMS |
Húsnćđis og mannvirkjastofnun |
UST |
Umhverfisstofnun |
|
|
HRN |
Heilbrigđisráđuneytiđ |
UTN |
Utanríkisráđuneytiđ |
|
|
Tafla 1: Skammstafanir sem notađar eru í Mynd 1, Mynd 2 og Mynd 3
Mynd 1: Uppbygging Almannavarna- og öryggismálaráđs
Mynd 2: Uppbygging ţjóđaröryggisráđs
Mynd 3: Skipulag viđlagastjórnunar viđ neyđarástand á landsvísu
Almannavarnir (2021). Leiđbeiningar um skipulag samskipta í áfallastjórnun. Útgáfa 1.0.
Almannavarnir (2010). Kennslurit í vettvangsstjórn.
Busmundrud, Odd, Maal, Maren, Kiran, Jo Hagness og Endregaard, Monica. (2015). Tilnćrminger til risikovurderinger for tilsiktede uřnskede handlinger, FFI-rapport 2015/00923. Sótt 10.5.2021 af https://publications.ffi.no/nb/item/asset/dspace:2503/15-00923.pdf
Forsćtisráđuneytiđ, dóms- og kirkjumálaráđuneytiđ og skrifstofa Alţingis. (2007). Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa. Sótt 23.08.2021 af https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneytimedia/media/utgefidefni/handbok_lagafrumvorp.pdf
ISO 31000:2018 Risk management — Guidelines.
Justis- og beredskapsdepartementet. (2019). Veileder til samfunnssikkerhetsinstruksen Versjon 2019 (Version 1.0)
NS 5814:2008. Krav til risikovurderinger.
Sigurđur Kári Árnason. (2012). Völd og ábyrgđ ráđherra í stjórnsýslunni. Um athafnaskyldur ráđherra til verndar almannahagsmunum á grundvelli stjórnunar- og eftirlitsheimilda ţeirra. Sótt 23.08.2021 af https://skemman.is/bitstream/1946/11259/1/Meistararitger%C3%B0%20-%20loka%C3%BAtg.pdf
Skipulagsstofnun. (2016). Landsskipulagsstefna 2015-2026. Sótt 23.08.2021 af https://www.landsskipulag.is/gildandi-stefna/stefnan
Stjórnarráđ Íslands. (2013). Handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráđiđ. Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/utgefidefni/handbok-verkefnastjornun.pdf
Stjórnarráđ Íslands. (e.d.). Sniđmát, fjármálaáćtlun. Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ForsAetisraduneytid/Vondud-stefnumotun/Sni%c3%b0m%c3%a1t%20-%20fj%c3%a1rm%c3%a1la%c3%a1%c3%a6tlun%20-%202020-2024%20FINALE.pdf
Umbođsmađur Alţingis. (2018). Mál nr. 9937/2018. Sótt 17.05.2021 af https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/6446/skoda/mal/
Lög og reglur
Forsetaúrskurđur um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráđuneyta í Stjórnarráđi Íslands nr. 119/2018. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018119.html
Leiđbeiningar fyrir greiningu á áhćttu og áfallaţoli fyrir stćrri einingar (t.d. stofnanir sýslumenn og sameinađar almannavarnanefndir fyrir fleiri sveitarfélög)
Leiđbeiningar viđ greiningu á áhćttu og áfallaţoli í sveitarfélaginu
Leiđbeiningar fyrir ráđuneytin um greiningu á áhćttu og áfallaţoli
Lög um almannavarnir nr. 82/2008. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008082.html
Lög um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn nr. 43/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/150b/2003043.html
Lög um brunavarnir nr. 75/2000. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000075.html
Lög um félagţjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1991040.html
Lög um fjarskiptastofu nr. 75/2021. Sótt af https://www.althingi.is/altext/151/s/1795.html
Lög um fjarskipti nr. 81/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003081.html
Lög um heilbrigđisţjónustu nr. 40/2007. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html
Lög um Landhelgisgćslu Íslands nr. 52/2006. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006052.html
Lög um landlćkni og lýđheilsu nr. 41/2007. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007041.html
Lög um loftferđir nr. 60/1998. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1998060.html
Lög um opinber fjármál nr. 123/2015. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2015123.html
Lög um Rauđa krossinn á Íslandi og merki Rauđa krossins, Rauđa hálfmánans og Rauđa kristalsins nr. 115/2014. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2014115.html
Lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012119.html
Lög um Stjórnarráđ Íslands nr. 115/2011. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011115.html
Lög um Vísinda- og tćkniráđ nr. 2/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003002.html
Lög um ţjóđaröryggisráđ nr. 98/2016. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016098.html2019
Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvćgra innviđa nr. 78/2019. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019078.html
Lögreglulög nr. 90/1996. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1996090.html
Orkulög nr. 58/1967. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1967058.html
Raforkulög nr. 65/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003065.html
Reglugerđ um greiningardeild ríkislögreglustjóra nr. 404/2007. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/404-2007
Reglugerđ um sérsveit ríkislögreglustjóra nr. 774/1998. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/774-1998
Reglugerđ um starfsemi sprengjusérfrćđinga, hćfisskilyrđi og menntun nr. 1171/2008. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1171-2008
Reglugerđ um stjórnun leitar- og björgunarađgerđa á leitar- og björgunarsvćđi Íslands vegna sjófarenda og loftfara nr. 71/2011. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/071-2011
Reglugerđ um vernd trúnađarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviđurkenningar á sviđi öryggis- og varnarmála nr. 959/2012. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/959-2012
Sóttvarnarlög nr. 19/1997. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1997019.html
Stjórnarskrá lýđveldisins Íslands nr. 33/1944. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html
Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html
Útvarpslög nr. 53/2000. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/139a/2000053.html
Varnamálalög nr. 34/2008. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008034.html
Verklagsreglur fyrir starfsemi Greiningardeildar RLS. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/domsmalaraduneyti/nr/9685
Eftirfarandi hugtök eru notuđ í ţessum leiđbeiningum:
Áhćtta: Mat á líkum á og afleiđingum af óćskilegu atviki.
Áhćttugreining: Lykilatriđi í áhćttustjórnun. Greiningin verđur ađ byggja á skýrt skilgreindum forsendum. Ţađ getur veriđ viđeigandi ađ hanna sérstakar sviđsmyndir til ţess ađ geta fengiđ skýrari mynd af flóknum atvikum, hvađa veikleikar eru fyrir hendi og hvađa afleiddu atburđi og afleiđingar atvikiđ kann ađ hafa í för međ sér. Áhćttugreining verđur ađ gefa mynd af ţví hversu líkleg tiltekin atvik eru og hvađa afleiđingar ţau geta haft fyrir mismunandi verđmćti í samfélaginu. Taka ţarf fram hvađa óvissuţćttir tengjast matinu á líkum og afleiđingum. Greiningin ţarf ađ vera nógu nákvćm til ţess ađ hćgt sé ađ fá skýra hugmynd um hvađa úrbćtur sem ćtlađar eru til ađ draga úr líkum og afleiđingum ţarf ađ framkvćma til ađ draga úr tiltekinni áhćttu svo ađ hún verđi viđunandi.
Áhćttumat: Heildarferli sem felur í sér ađ finna, átta sig á, lýsa og gera sér grein fyrir áhćttu. Áhćttumat felur í sér ađ ákvarđa umfang og eđli áhćttu eđa áhćttuţátta (afleiđingar og líkur) og bera saman niđurstöđur viđ áhćttuviđmiđ til ađ ákvarđa hvort tiltekin áhćtta og/eđa umfang hennar sé ásćttanlegt eđa ţolanlegt (e. risk assessment). Ferliđ er notađ til ađ meta eđli og umfang.
Áhćttustjórnun: Hugtakiđ er notađ á mörgum sviđum, t.d. innan markmiđs-, árangurs- og fjármálastjórnunar, en í ţessum leiđbeiningum er hugtakiđ tengt vinnu viđ ađ koma í veg fyrir og takast á viđ óćskileg atvik sem hafa afleiđingar fyrir öryggi samfélagsins og borgaranna.
Áhćttustýring: Síđasta skref í áhćttustjórnunarferli. Í áhćttustýringu eru úrbćtur ákveđnar og framkvćmdar til ađ koma áhćttu niđur á viđunandi stig. Ţetta geta veriđ úrbćtur til ađ draga úr líkum á ađ atvik eigi sér stađ og/eđa ráđstafanir sem geta dregiđ úr afleiđingum ţess. Áhrif ađgerđa eru metin miđađ viđ ţađ sem ráđuneyti telur viđunandi áhćttu.
Forvarnir: Ráđstafanir til ađ draga úr möguleika á óćskilegu atviki eđa til ađ draga fyrir fram úr afleiđingum mögulegs atviks.
Grenndarreglan: Ein af fjórum grundvallarreglum sem viđbragđskerfi almannavarna byggist á. Samkvćmt henni undirbúa stađbundin stjórnvöld fyrirbyggjandi ráđstafanir og viđbragđsáćtlanir.
Grundvallarverđmćti: Ekkert formlegt yfirlit er til yfir ţađ sem felst í hugtakinu grundvallarverđmćti fyrir íslenskt samfélag. Almannavarnir nota eftirfarandi flokka samfélagslegra verđmćta í vinnu viđ gerđ hćttusviđsmynda: Líf og heilsa, Náttúra og menning, Efnahagsleg verđmćti, Stöđugleiki, Lýđrćđisleg gildi og stjórnunarhćttir. Sjá nánar í skýrslunni Greining hćttusviđsmynda (Almannavarnir, 2021).
Hindranir: Hugtakiđ nćr yfir mótvćgisađgerđir, forvarnir, ráđstafanir og/eđa áhćttuminnkandi ađgerđir sem draga úr líkum á og/eđa afleiđingum af atviki.
Krísa/Neyđ: Engin stöđluđ skilgreining er til á krísu og/eđa neyđ. Hér er hugtakiđ notađ yfir óćskilegt ástand međ mikla óvissu og hugsanlega óviđunandi afleiđingar fyrir ţá einstaklinga, starfsemi eđa ríki sem verđa fyrir áhrifum.
Málefnasviđ: Í ţessu samhengi er átt viđ málefnasviđ ráđuneytis. Hugtakiđ nćr bćđi til ţátta sem hćgt er ađ stjórna beint af ráđuneytinu, svo sem ţáttum sem undirstofnanir eđa opinber fyrirtćki sjá um sem og ţćtti ţar sem möguleikar til ađ stjórna eru takmarkađri, ţ.e. ţáttum sem ađilar eins og sveitarfélög, einkafyrirtćki og sjálfbođaliđasamtök sjá um.
Samfélagslega mikilvćg verkefni: Verkefni sem eru nauđsynleg til ađ sinna grunnţörfum borgara og samfélagsins. Međ grunnţörfum er átt viđ mat, vatn, hita, öryggi og ţess háttar. Ađstađa og kerfi sem nauđsynleg eru til ađ viđhalda samfélagslega mikilvćgum verkefnum eru kölluđ mikilvćgir innviđir.[20] Samfélagslega mikilvćgum verkefnum er lýst nánar í skýrslunni Mikilvćg verkefni í samfélaginu (Almannavarnir, 2021).
Samkvćmnisreglan: Yfirvald eđa stofnun sér á hćttustundu um björgunarstörf á verksviđi sínu.
Samrćmingarreglan: Allir viđbragđsađilar samhćfa störf sín viđ undirbúning ađgerđa vegna hćttuástands ţannig ađ búnađur og mannafli sé nýttur á skilvirkan hátt.
Seigla: Í ţessu samhengi er átt viđ hćfni til ađ standast eđa styrkjast í glímu viđ erfiđleika eđa mótlćti. Slík hćfni birtist međal annars í ţví ađ líta á krefjandi viđfangsefni sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál.
Starfsgeta (e. functional capability of society): Hugtakiđ geta er yfirleitt notađ í sömu merkingu og hćfni[21] en í ţví felst hćfileiki og frammistađa.[22] Á sviđi almannavarna gefur starfsgeta til kynna hvađ samfélagiđ verđur ađ gera ráđ fyrir ađ geta viđhaldiđ, nánast sama hvađ gerist.
Sviđsábyrgđarreglan: Sá ađili sem fer venjulega međ stjórn tiltekins sviđs samfélagsins eđa tiltekins svćđis eđa umdćmis skal skipuleggja viđbrögđ og koma ađ stjórn ađgerđa ţegar hćttu ber ađ garđi.
Viđbragđ (e. response): Ađgerđir viđbragđsađila og opinberra ađila til ađ bregđast viđ yfirvofandi hćttu eđa atburđi sem ţegar er orđinn í ţeim tilgangi ađ bjarga lífi, lágmarka heilsufarsáhrif, tryggja öryggi og mćta grunnţörfum almennings á áhrifasvćđi hamfara.
Viđbragđsáćtlun: Hugtakiđ vísar hér til ţeirrar viđbragđsáćtlunar sem fjallađ er um í 17. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 og 3. gr. reglugerđar um efni og gerđ viđbragđsáćtlana nr. 323/2010:
„Einstök ráđuneyti, undirstofnanir ţeirra, sveitarfélög og stofnanir á ţeirra vegum skulu gera viđbragđsáćtlun ţar sem gerđ er grein fyrir viđbrögđum og ađgerđum í almannavarnaástandi. Í viđbragđsáćtlun er fjallađ um:
1. Skipulagningu ađgerđa.
2. Viđbúnađ viđbragđsađila, m.a. liđsafla, ţjálfun liđsafla og útbúnađ og stjórnsýsluviđbúnađ.
3. Samgöngur og fjarskipti.
4. Framkvćmd ráđstafana á hćttustundu.
5. Samhćfingu og stjórn ađgerđa viđbragđsađila og annarra ađila.
6. Áfallahjálp og ađstođ viđ ţolendur.
7. Hagvarnir, birgđir og neyđarflutninga til og frá landi. “
Auk ţess ţurfa eftirfarandi atriđi ađ koma fram í viđbragđsáćtlun:
a) „Inngangur ţar sem m.a. er gerđ grein fyrir viđeigandi lögum og ţeim forsendum sem viđbragđsáćtlun byggir á
b) Skilgreiningar á hugtökum
c) Upplýsingar um stađhćtti
d) Stigskipting viđbragđsáćtlunar í óvissu-, hćttu- og neyđarstig
e) Hverjir teljist til viđbragđsađila, hlutverk ţeirra, viđbrögđ og starfssvćđi
f) Hvernig stađiđ skuli ađ bođun viđbragđsađila
g) Hver taki ákvörđun um virkjun viđbragđsáćtlunar
h) Breytingasaga viđbragđsáćtlunar.“
Viđbúnađur (e. preparedness): Hugtakiđ á viđ um skipulagđar og undirbúnar ađgerđir sem gera ráđuneyti kleift ađ takast á viđ óćskileg atvik og neyđ svo ađ afleiđingar verđi sem minnstar.
Viđbúnađađaráćtlun: Undirbúningur ráđuneyta fyrir viđbrögđ eđa til ađ draga úr líkum á ađ ţörf sé á viđbragđi. Viđbúnađaráćtlun byggir á greiningu ráđuneytisins á áhćttu og áfallaţoli og inniheldur lýsingu á ábyrgđ, hćfni og búnađi vegna ţeirrar áhćttu sem hefur veriđ greind. Samantekt viđbúnađaráćtlunarinnar verđur hluti af viđbragđsáćtlun, sbr. 2. tl. undir viđbragđsáćtlun, og er undirstađa ţess ađ til séu nauđsynlegar upplýsingar fyrir viđbragđsađila svo hćgt sé ađ gera ytri neyđaráćtlanir.
Viđkvćmni (e. vulnerability): Hugtakiđ gefur til kynna vanhćfni til ađ standast óćskileg atvik sem og vandamál viđ endurreisn ađ nýju. Hugtakiđ lýsir ţeim vanda sem kerfi verđur fyrir ţegar óćskileg atvik henda ţađ og vandamálum sem tengjast ţví ađ koma aftur á eđlilegri starfsemi eftir ađ atvikiđ hefur átt sér stađ. Í ţessu samhengi getur kerfi til dćmis veriđ ríki, starfsemi eins og ráđuneyti eđa fyrirtćki, rafmagnsveita eđa stakt tölvukerfi. Viđkvćmni tengist hugsanlegu tapi samfélagslegra verđmćta. Í orđasafninu Byggingarverkfrćđi – Umhverfisfrćđi er orđiđ nertur eđa nerti[23] notađ í merkingunni viđkvćmur, sćranlegur eđa lítt varinn og viđkvćmnigreining er ţar kölluđ nertigreining.
Viđlagastjórnun (e. disaster control): Ráđstafanir sem gerđar eru fyrir, međan á eđa eftir óćskileg atvik til ađ draga úr líkum á skemmdum, lágmarka áhrif atviksins og hefja bata.
Yfirskipađur: Hugtakiđ vísar til kerfisskipanar ţar sem ţáttum kerfis er rađađ eftir tilteknum reglum á mismunandi ţrep. Yfirskipađur vísar til stöđu viđkomandi ţáttar í stigveldi, ţ.e. ađ e-đ sé yfir öđru/öđrum í stigveldi.
Öryggi samfélagsins og borgaranna: Markmiđ almannavarna sem hér er lýst sem getu samfélagsins til ađ undirbúa, skipuleggja og framkvćma ráđstafanir sem miđa ađ ţví ađ koma í veg fyrir og takmarka, eftir ţví sem unnt er, ađ almenningur verđi fyrir líkams- eđa heilsutjóni, ađ umhverfi eđa eignir verđi fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara, farsótta eđa hernađarađgerđa, af mannavöldum eđa af öđrum ástćđum. Sömuleiđis miđast ţađ viđ ađ veita líkn í nauđ og ađstođ vegna tjóns sem hugsanlega kann ađ verđa eđa hefur ţegar orđiđ.
Hugtakiđ áhćttustjórnun er notađ á mörgum sviđum, t.d. innan markmiđs-, árangurs- og fjármálastjórnunar, en í ţessum leiđbeiningum er hugtakiđ tengt vinnu viđ ađ koma í veg fyrir og takast á viđ óćskileg atvik sem hafa afleiđingar fyrir öryggi samfélagsins og borgaranna.
Lög um almannavarnir byggja á ţeirri sýn ađ međ markvissri og kerfisbundinni vinnu geti stjórnsýslan dregiđ úr líkum og afleiđingum óćskilegra atvika í samfélaginu og ţannig lágmarkađ tjón og skađa fyrir einstaklinga og samfélagiđ. Kröfurnar sem gerđar eru til ráđuneyta í VI. kafla laganna geta tengst hinum ýmsu skrefum í áhćttustjórnun. Stađallinn ISO 31000: 2018 lýsir líkani sem er víđa notađ fyrir heildstćđa áhćttustjórnun og hćgt er ađ nota sem útgangspunkt fyrir vinnu viđ ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna ađ ţví marki sem ţađ er viđeigandi innan einstakra málefnasviđa. Mynd 4 er byggđ á ţessu líkani.
Mynd 4: Skref í áhćttustjórnun
Áhćttustjórnun felur í sér fimm meginskref og ţrjú gegnumgangandi ferli sem ţarf ađ gćta ađ í öllu starfinu.
Fimm meginskref áhćttustjórnunar:
Samhengi: Fyrsta skref áhćttustýringar er ađ ákvarđa samhengi. Ţá er rammi ađ stjórnun ákveđinn en ţađ felur í sér ađ skilgreina og afmarka hvađa starfsemi og ţáttum á ađ stjórna og á hvađa stigi í stjórnsýslunni ţađ á sér stađ. Umfang áhćttustýringar fyrir ráđuneyti er samfélagiđ í heild, viđeigandi málefnasviđ eđa hluti ţess, allt eftir ţví hvert ábyrgđarsviđ ráđuneytis er og hverju ţarf ađ hafa stjórn á. Ramminn fyrir áhćttustjórnun ţarf ađ vera skýrt afmarkađur en áhćttustýring sem snýr ađ ţví ađ tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna einskorđast ekki viđ einstakt ráđuneyti.
Kennsl borin á hćttu: Nćsta skref í áhćttustjórnunarferlinu er ađ greina hvađa ógnir eđa hćttur geta undir vissum kringumstćđum leitt til taps eđa tjóns innan ţeirra ţátta sem falla undir áhćttustjórnun. Ógnir eđa hćttur geta veriđ náttúrulegar hćttur, bilanir í tćkni- og skipulagskerfi (slys) eđa ásetningur. Ađrar óćskilegar áskoranir geta komiđ upp hjá ráđuneytum, t.d. áskoranir tengdar ímynd og trausti en slík mál ein og sér eru ekki umfjöllunarefni ţessara leiđbeininga.
Áhćttugreining: Ţriđja skref áhćttustýringar er áhćttugreining sem er jafnframt lykilatriđi í áhćttustjórnun. Greiningin verđur ađ byggja á skýrt skilgreindum forsendum. Ţađ getur veriđ viđeigandi ađ hanna sérstakar sviđsmyndir til ţess ađ geta fengiđ skýrari mynd af flóknum atvikum, hvađa veikleikar eru fyrir hendi og hvađa afleiddu atburđi og afleiđingar atvikiđ kann ađ hafa í för međ sér. Áhćttugreining verđur ađ gefa mynd af ţví hversu líkleg tiltekin atvik eru og hvađa afleiđingar ţau geta haft fyrir mismunandi verđmćti í samfélaginu. Taka ţarf fram hvađa óvissuţćttir tengjast matinu á líkum og afleiđingum. Greiningin ţarf ađ vera nógu nákvćm til ţess ađ hćgt sé ađ fá skýra hugmynd um hvađa úrbćtur sem ćtlađar eru til ađ draga úr líkum og afleiđingum ţarf ađ framkvćma til ađ draga úr tiltekinni áhćttu svo ađ hún verđi viđunandi.
Mat á áhćttu: Fjórđa skrefiđ er ađ taka afstöđu til ţess hvort áhćttan sem hefur veriđ skilgreind sé samţykkjanleg eđa hvort gera verđi ráđstafanir til ađ draga úr henni. Ráđuneyti verđa sjálf ađ taka afstöđu til ţess.
Áhćttustýring: Fimmta og síđasta skrefiđ í áhćttustjórnunarferlinu er ađ ákveđa og framkvćma úrbćtur til ađ koma áhćttu niđur á viđunandi stig. Ţetta geta veriđ úrbćtur til ađ draga úr líkum á ađ atvik eigi sér stađ og/eđa ráđstafanir sem geta dregiđ úr afleiđingum ţess. Áhrif ađgerđa eru metin miđađ viđ ţađ sem ráđuneyti telur viđunandi áhćttu.
Ţrjú gegnumgangandi ferli áhćttustjórnunar:
Samskipti og samráđ: Festa ţarf vinnu í sessi í ţeirri starfsemi sem áhćttustjórnun hefur áhrif á, bćđi hjá innri og ytri hagsmunaađilum. Ţetta ćtti ađ gera á öllum stigum áhćttustjórnunar. Tilgangurinn er međal annars ađ tryggja ađ tekiđ sé tillit til sjónarmiđa ţeirra sem eiga hlut ađ máli og ađ ađilarnir skilji grundvöll ákvarđana sem teknar eru og hvađ liggur ađ baki ađgerđum og úrbótum.
Vöktun og skođun: Eftirlit međ ţví hvort hin ýmsu skref áhćttustjórnunar séu af viđunandi gćđum, hvort ţau séu framkvćmd á skilvirkan hátt og ađ úrbćtur séu viđeigandi. Ţetta ţarf ađ vera samfelldur og skipulagđur hluti af áhćttustjórnun.
Skjalfesting og upplýsingamiđlun: Verkefni og niđurstöđur áhćttustjórnunar ţurfa ađ vera skjalfest og greina ţarf frá ţeim innan starfseminnar. Tilgangurinn er ađ tryggja stuđning viđ ákvarđanir, góđa stjórnun og almennt ađ bćta áhćttustjórnunina. Ákveđa ţarf hverjir fá upplýsingar um hvađ, hversu oft og međ hvađa hćtti.
Eftir ađ hafa skilgreint tilgang og markmiđ ćfingar ţarf ađ velja gerđ ćfingar. Gerđir ćfinga ákvarđa hvernig ćfingin er framkvćmd. Í ţessum viđauka er yfirlit yfir helstu gerđir ćfinga og hvađ einkennir mismunandi gerđir.
Gerđir ćfinga eru:
• Virknićfing.
• Umrćđućfing.
• Leikjaćfing.
• Heildarćfing.
Ef ţađ ţykir henta er hćgt ađ tengja saman mismunandi gerđir ćfinga til ţess ađ fá meira út úr ćfingunni.
Til ţess ađ ákveđa hvađa gerđ ćfingar henti best er m.a. hćgt ađ spyrja eftirfarandi spurninga:
• Hver er tilgangur og markmiđ ćfingarinnar?
• Hversu marga á ađ ţjálfa (starfsemi / ađila og einstaklinga )?
• Hversu mikill tími er til ađ skipuleggja og framkvćma ćfinguna?
• Hvađa fjármagn er til stađar til ađ framkvćma ćfinguna?
Hćgt er ađ skilgreina virknićfingu sem ćfingu sem reynir á eitt eđa fleiri hlutverk ađila.
Virknićfing tekur nokkrar klukkustundir eđa ađ hámarki einn dag í framkvćmd. Virknićfing einkennist af ţví ađ ţátttakendur framkvćma ţau atriđi sem lýst er í skipulagi í viđbragđsáćtlun.
Tilgangur virknićfingar getur veriđ ađ:
• prófa viđvörunaráćtlanir og kerfi
• prófa samskipti
• prófa nýja ađferđafrćđi
• prófa ferli ákvarđanatöku innan starfseminnar og samhćfingu á milli ađila
• prófa ađgerđ eđa tćkni
• prófa gátlista og hluta viđbragđsáćtlunar
Mynd 5 Virknićfing
Virknićfingar krefjast ekki mikilla auđlinda, hvorki viđ skipulagningu, framkvćmd né mat. Svona ćfingar hentar vel sem viđbót viđ fullskala eđa leikjaćfingar.
Í umrćđućfingu rćđa ţátttakendur ćfingarinnar um málefni út frá hćttusviđsmynd.
Ćfingin fer ţannig fram ađ allir ţátttakendur safnast saman í einu herbergi og hér fara öll samskipti fram.
Lýsingar á ástandi eru gefnar munnlega eđa á pappír / skjá. Engar raunverulegar ađgerđir eru framkvćmdar og ekkert samband er haft viđ ađila sem ekki eru í herberginu. Ţátttakendur eiga ekki ađ leika / líkja eftir fundi (t.d. í neyđarstjórnun), heldur rćđa saman bćđi sértćk og almenn atriđi sem tengjast atburđarásinni. Til dćmis geta ţátttakendur rćtt hvernig ţeir myndu vilja og/eđa geta leyst eđa höndlađ mismunandi vandamál / áskoranir eđa verkefni. Hćttusviđsmyndin og lýsingarnar ţurfa ađ vera hannađar ţannig ađ ţćr ögri getu ţátttakenda til ađ takast á viđ verkefniđ.
Umrćđunum er stýrt af ćfingastjóra. Lengd umrćđućfingar er venjulega nokkrar klukkustundir eđa í mesta lagi einn dagur. Ţađ getur veriđ kostur ađ upplýsa ţátttakendur um hćttusviđsmyndina og/eđa vandann sem á ađ leysa úr fyrir ćfinguna svo ţeir geti undirbúiđ sig. Nákvćm útfćrsla vandamála og áskorana sem ţeir munu standa frammi fyrir geta hins vegar vel veriđ leyndarmál ţar til ćfingin hefst.
Mynd 6 Umrćđućfing
Ćfingaformiđ hentar ţeim sem vilja í gegnum umrćđu:
• auka ţekkingu á skipulagi
• greina mögulegan mismunandi skilning og notkun á viđbragđsáćtlunum
• greina skilning á ábyrgđ og hlutverkum
• undirbúa ađrar ćfingar
• rćđa úrlausnir vegna ákveđinna ţátta / spurninga
• rćđa greiningu á áhćttu og áfallaţoli og hugsanlega atburđi sem geta haft áhrif á starfsemina.
Umrćđućfingin hentar til ađ komast ađ viđeigandi verklagsreglum fyrir samstarf og samhćfingu. Umrćđućfing er líka gagnleg ţegar ţú vilt útbúa verklag fyrir sviđ eđa verkefni sem ekki er nćgjanleg reynsla komin á eđa ţjálfun í, eđa sem er nýtt.
Međ umrćđućfingu er einnig hćgt ađ greina atriđi sem ţarf ađ greina nánar áđur en lengra er haldiđ. Til dćmis getur komiđ fram ađ ţörf sé á ađ setja stefnu varđandi miđlun upplýsinga til almennings viđ atvik. Einnig getur veriđ heppilegt ađ taka fyrir í umrćđućfingu hvernig hćgt er ađ vinna međ krísur sem vara yfir langan tíma.
Leikjaćfing samanstendur af tveimur megin ţáttum: ţeim sem ćfa og mótleikurum. Mótleikarar virka sem umheimurinn fyrir ţá sem ćfa og gegna ţví hlutverki eđa hlutverkum sem sá sem ćfir ţarf ađ hafa samskipti viđ. Ţetta ţýđir ađ samskipti eiga sér stađ ađ hluta á milli ţátttakenda og ađ hluta til viđ mótleikarana í leikjaheiminum. Ţetta er oft sýnt međ ţví ađ nota „ćfingabólu“.
Mynd 7 Leikjaćfing
Ţeir sem ćfa mega ađeins eiga samskipti sín á milli eđa viđ mótleikarana. Allt á ađ fara fram eins og um raunverulegt viđbragđ viđ raunverulegum atburđi sé ađ rćđa, en engar ađgerđir / samskipti fara fram utan leikjaheimsins.
Ţátttakendur í ćfingunni hafa ţađ hlutverk sem ţeim er faliđ í raunverulegum atburđi. Leikćfingu međ mótspili er hćgt ađ framkvćma á stađ ţar sem allir ţátttakendur eru samankomnir, ýmist í umhverfi sem byggt er utan um leikinn eđa í ţví húsnćđi sem vinnan fer vanalega fram í.
Hćgt er ađ upplýsa um hćttusviđsmynd í leikćfingu fyrir fram. Ţátttakendur ćfingarinnar sinna viđbragđi viđ atvikum sem mótleikararnir spila út í leikjaheiminum og byggja á hćttusviđsmyndinni sem unniđ er út frá. Upplýsingarnar og spurningarnar sem knýja atburđarásina áfram kallast útspil. Ţađ er mikilvćgt ađ ţeir sem ćfa nýti ađeins ţćr upplýsingar sem ţeir fá í gegnum útspil mótleikaranna og búi ekki til, hunsi eđa líti fram hjá ţessum upplýsingum.
Allt eftir stćrđ ćfingarinnar getur mótleikurinn veriđ allt frá einum mótleikara međ síma til stórrar mótleikaramiđstöđvar međ sérfrćđingum og tćkniađstođ, ţar sem útspilin koma í formi símtala, tölvupósta, útvarps- eđa sjónvarpsţátta.
Leikćfingu er hćgt ađ nota til ađ:
• prófa og/eđa ţróa hagnýt og raunhćf vandamál og fćrni í krísustjórnun
• prófa verklag og kerfi
• prófa samstarf viđ ađra ađila og ţeirra verkefni í krísustjórnun
• ţróa samstarfsvettvang og lausnir fyrir ţađ hvernig upplýsingamiđlun viđ ađra ađila fer fram
• ţróa, prófa og deila ţví hvernig yfirsýn yfir ástand fćst bćđi innbyrđis og milli ađila.
Í leikjaćfingum er einnig lykilatriđi ađ ađilar hafi unniđ saman ađ ţví ađ skilgreina sameiginleg markmiđ fyrir ćfinguna og ađ ţeir hafi hver fyrir sig skilgreint undirmarkmiđ fyrir eigin starfsemi. Út frá markmiđunum geta ţeir sem stýra ćfingunni sniđiđ mótspiliđ á sem bestan hátt ađ ţörfum hvers og eins.
Ćfing í fullri stćrđ samanstendur af öllum ţeim ţáttum sem eru hluti af leikćfingu, auk viđbragđsađila sem sjá um verklega framkvćmd. Ćfingin er oft notuđ í tengslum viđ ćfingar ţar sem slökkviliđ, björgunarsveit, lögregla og heilbrigđisţjónusta koma ađ, en getur einnig átt sér stađ á öđrum sviđum.
Ćfing í fullri stćrđ er alltaf framkvćmd í rauntíma. Á ćfingunni er notađur fatnađur, vinnubrögđ og tćki sem notuđ eru eins og í raunverulegum ađstćđum.
Mynd 8 Heildarćfing
Ţetta form ćfingar getur veriđ sérstaklega lćrdómsríkt vegna ţess ađ ađstćđurnar eru upplifađar sem raunverulegri og gefa ţeim sem ćfa tćkifćri til ađ komast nćrri ţeim raunveruleika sem ţeir ţurfa ađ vinna viđ. Ţađ gefur líka tćkifćri til ađ ćfa viđbragđ viđ krefjandi ađstćđur og á raunsćjan hátt.
Heildarćfing hentar fyrir:
• prófa og ćfa viđbragđsáćtlanir
• prófa hlutverk, getu og hćfni
• prófa og ćfa samspil og međhöndlun á vettvangi
• prófa og bćta samstarf og samhćfingu milli mismunandi yfirvalda, ađila og stiga
• prófa upp- og niđur skölun stjórnenda, viđbragđsađila og auđlinda viđ sérstakar ađstćđur á vettvangi
Á heildarćfingum er oft sviđsett slysstađur/ vettvangur ţar sem viđbragđsađilar ćfa sína vinnu. Ađrir ađilar í ćfingunni ćfa á sínum starfsstöđvum.
Ćfingar í fullri stćrđ krefjast mikilla auđlinda í formi tíma, fjár og mannafla, bćđi viđ skipulagningu, framkvćmd og mat á ćfingunni. Ţrátt fyrir ađ vera flókin er heildarćfing mikilvćg ćfingaađferđ fyrir alla sem stunda viđbragđ á vettvangi.
Taflan hér ađ neđan sýnir mat á notkun auđlinda fyrir mismunandi gerđir ćfinga. Heildarćfingar og Leikjaćfingar eru auđlindafrekar og flóknar en gefa mikinn ávinning ađ ţví leyti ađ ţćr gera mögulegt ađ ćfa samspil milli fleiri stiga og kerfa.
Umrćđućfingar og virknićfingar geta líka veriđ mjög lćrdómsríkar, en ná oft til fćrri ţátttakenda. Á móti kemur ađ ţetta eru talsvert ódýrara ćfingar bćđi ađ skipuleggja og framkvćma.
|
|
|
|
|
|
Umrćđućfing |
Leikjaćfing |
Heildarćfing |
Virknićfing |
Tímalengd |
2-6 tímar |
4 tímar til nokkrir dagar |
4 tímar til nokkrir dagar |
1-6 tímar |
Undirbúningstími fyrir ćfingahlutann |
Stórar en „ódýrar“ í undirbúningi. Raunverulegt tímaframlag 1-2 vinnuvikur Undirbúningstími: 2-12 mánuđir |
Mikill og auđlindafrekur undirbúningur. 6-18 mánađa vinnutími auk mikillar frágangsvinnu (ca. 3 mánuđir). |
Mikill og auđlindafrekur undirbúningur (6-12 mánuđir). Mikill vinnutími og efniskostnađur. |
Einfaldur undirbúningur. Allt frá nokkrum klukkustundum upp í viku. |
Tímalengd fyrir ţann sem ćfir |
Ţátttakendur fá upplýsingar og er gefinn möguleiki á ađ sinna eigin undirbúningi |
Krefst umtalsverđs vinnuframlags. Upplýsa ţarf ţátttakendur um ćfinguna tímanlega ţannig ađ ţeir geti undirbúiđ sig fyrir hana. |
Upplýsa ţarf ţátttakendur um ćfinguna. Sérstaklega er mikilvćgt ađ upplýsa um öryggisreglur. Hćgt er ađ hefja ćfinguna međ virknićfingum |
Enginn undirbúningur ţátttakenda krafist. Hagnýtar ćfingar er hćgt ađ framkvćma bćđi óundirbúnar og tímasettar. |
Kafli 2:[24]
Krafa 1
• Almannavarnir. (2021). Mikilvćg verkefni í samfélaginu. Hvađa mikilvćgu verkefnum ţarf samfélagiđ alltaf ađ halda gangandi? Útgáfa 1.0.
• Forsetaúrskurđur um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráđuneyta í Stjórnarráđi Íslands nr. 119/2018. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018119.html
Krafa 2
• ISO 31000:2018 Risk management — Guidelines.
• NS 5814:2008. Krav til risikovurderinger.
• NS 5832:2014 Krav til sikringsrisikoanalyse.
• Almannavarnir. (2021).Greining hćttusviđsmynda – ađferđafrćđi. Útgáfa 1.0.
• Almannavarnir. (2021). Leiđbeiningar fyrir greiningu á áhćttu og áfallaţoli fyrir stćrri einingar. Útgáfa 1.0.
• Almannavarnir. (2021). Leiđbeiningar viđ greiningu á áhćttu og áfallaţoli í sveitarfélaginu. Útgáfa 1.0.
• Slaufulíkan (e. Bow tie)[25] getur veriđ gagnlegur rammi viđ uppbyggingu greininganna. Líkaniđ er byggt á skilgreindum óćskilegum atvikum og er tćki til ađ greina atburđarrás.
Krafa 3
• Stjórnarráđ Íslands. (2013). Handbók um opinbera stefnumótun og áćtlanagerđ. , Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/utgefidefni/handbok-stefnumotun.pdf
• Stjórnarráđ Íslands. (2013). Handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráđiđ. Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/utgefidefni/handbok-verkefnastjornun.pdf
• Stjórnarráđ Íslands, Fjármálaráđuneytiđ. (2019). Kynjasamţćtting, verkfćrakista. Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Verkf%c3%a6rakista%20kynjasam%c3%be%c3%a6ttingar.pdf
• Stjórnarráđ Íslands, Fjármálaráđuneytiđ. (2009). Handbók um kynjađa fjárlagagerđ. Sótt 14.05.2021af https://www.stjornarradid.is/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Utgefin_rit/Kynjud_fjarlagagerd_handbok_um_framkvaemd.pdf
Krafa 4
• Stjórnarráđ Íslands, Fjármálaráđuneytiđ. (2004). Árangursstjórnun í ríkisrekstri. Handbók. Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Utgefin_rit/Handbok-arangursstj2004.pdf
• Ríkisendurskođun. (2017). Innra eftirlit. Sótt 14.05.2021 af https://www.rikisend.is/reskjol/files/Leidbeiningar/2017-leidbeiningar-innra_eftirlit_rit2.pdf
Krafa 5
• Stjórnarráđ Íslands. (e.d.). Sniđmát, fjármálaáćtlun. Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ForsAetisraduneytid/Vondud-stefnumotun/Sni%c3%b0m%c3%a1t%20-%20fj%c3%a1rm%c3%a1la%c3%a1%c3%a6tlun%20-%202020-2024%20FINALE.pdf
• Lög um opinber fjármál nr. 123/2015. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2015123.html
• Stjórnarráđ Íslands, Fjármálaráđuneytiđ. (2004). Árangursstjórnun í ríkisrekstri. Handbók. Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Utgefin_rit/Handbok-arangursstj2004.pdf
• Ríkisendurskođun. (2017). Innra eftirlit. Sótt 14.05.2021 af https://www.rikisend.is/reskjol/files/Leidbeiningar/2017-leidbeiningar-innra_eftirlit_rit2.pdf
• Ríkisendurskođun. (2011). Leiđbeiningar um skjalfestingu innra eftirlits fyrir stofnanir í A-hluta. Sótt af https://www.rikisend.is/reskjol/files/Leidbeiningar/2012-Innra_eftirlit_i_stofnunum_A-hluta.pdf
Krafa 6
• Almannavarnir. (2021).Greining hćttusviđsmynda. Útgáfa 1.0.
• Almannavarnir. (2021). Mikilvćgu verkefnin í samfélaginu. Hvađa mikilvćgu verkefnum ţarf samfélagiđ alltaf ađ halda gangandi? Útgáfa 1.0.
Krafa 7
• Almannavarnir. (2021). Leiđbeiningar um skipulag samskipta í áfallastjórnun. Útgáfa 1.0.
Krafa 8
• Almannavarnir. (2021). Greining hćttusviđsmynda. Útgáfa 1.0.
• Fjármála og efnahagsráđuneytiđ. (2013). Sjálfsmat á árangri í stjórnun (CAF 2013 Handbók). Sótt 14.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/media/fjarmalaraduneyti-media/media/utgafa/CAF_2013.pdf
• Ríkisendurskođun. (2017). Innra eftirlit. Sótt 14.05.2021 af https://www.rikisend.is/reskjol/files/Leidbeiningar/2017-leidbeiningar-innra_eftirlit_rit2.pdf
Krafa 10
• Heimasíđur fyrir rannsóknarverkefni, rannsóknarstofnanir og háskóla, sjá t.d.:
• https://raunvisindastofnun.hi.is/
Ađrir helstu opinberu stuđningssjóđir rannsókna og nýsköpunar:
• Aukiđ verđmćti sjávarfangs
• Átak til atvinnusköpunar
• Fornleifasjóđur
• Framleiđnisjóđur landbúnađarins
• Nýsköpunarsjóđur atvinnulífsins
• Orkusjóđur
• Orkurannsóknasjóđur Landsvirkjunar
• Rannsóknasjóđur Vegagerđarinnar
• Verkefnasjóđur sjávarútvegsins
Opinberar rannsóknastofnanir:
• Hafrannsóknastofnun
• Landspítali
• Matís
• Náttúrufrćđistofnun Íslands
• Nýsköpunarmiđstöđ Íslands
• Orkustofnun
• Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum frćđum
• Tilraunastöđ Háskóla Íslands í meinafrćđi ađ Keldum
• Veđurstofa Íslands