Rýmingaráætlanir hafa verið gerðar fyrir 16 þéttbýlisstaði á landinu.

Reitarskipt rýmingarkort hafa verið útbúin fyrir helstu bæjarfélög þar sem skilgreind hætta hefur verið metin vegna snjóflóða. Um er að ræða eftirtalda staði: Ólafsvík, Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík, Ísafjörður, Súðavík, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður. Þá hafa verið gerð hættumöt fyrir Drangsnes, Akureyri, Kirkjubæjarklaustur og Vík í Mýrdal.

Gerðir hafa verið snjóflóða- og kynningabæklingar um rýmingaráætlanir fyrir eftirtalda þéttbýlisstaði:
Ólafsvík; Patreksfjörður; Tálknafjörður; Bíldudalur;
Ísafjörður; Suðureyri; Þingeyri; Súðavík; Bolungarvík;
Siglufjörður; Ólafsfjörður; Seyðisfjörður; Neskaupstaður;
Eskifjörður; Fáskrúðsfjörður, Flateyri.

Veðurstofa Íslands og snjóflóðaathugunarmenn fylgjast með snjóflóðahættu í byggð.  Ef snjóflóðahætta skapast skal fólk yfirgefa hættusvæðið í samræmi við gefin fyrirmæli.