Sá sem lendir í snjóflóði skal:

Reyna að synda
Reyna eftir fremsta megni að halda sér upp úr flóðinu með því að taka sundtökin.

Öndunarvegur
Halda fyrir vit sín og reyna að koma í veg fyrir að þau fyllist af snjó ef borist er stjórnlaust með snjóflóðinu.

Snjóflóðið stöðvast
Hreyfa sig eftir fremsta megni þegar snjóflóðið tekur að stöðvast til að búa til rými til öndunar og hreyfingar.

Haltu ró þinni
Haltu ró þinni.  Ekki reyna að kalla á hjálp, fyrr en heyrist vel í leitamönnum. Mundu að þú heyrir betur í leitarmönnum en þeir í þér.

Trúin um að vera bjargað eykur lífslíkur til muna. 

Ef þú sérð einhvern lenda í snjóflóði:

 

Miðaðu út þann stað, þar sem þú sást viðkomandi hverfa í snjóflóðið.  Notaðu kennileiti til að miða út staðinn.

Tryggðu öryggi þitt
Gættu vel að öryggi þínu, annað snjóflóð gæti fallið í farveg hins eða umhverfis það.

Tilkynning
Tilkynntu um slysið tafarlaust til 1 1 2.

Skyndikönnun
Ef engin hætta er talin á öðru snjóflóði skaltu tafarlaust hefja leit í yfirborði flóðsins, en þar má oft finna vísbendingar um hvar hinn grafni liggur.

Hjálpartæki
Notaðu hjálpartæki, ef þau eru til staðar, svo sem snjóflóðarstangir, rafmagnsrör, hrífusköft, skíðastafir eða þess háttar.  Stingið þeim lóðrétt niður til að kanna fyrirstöðu.  Ef hundur er til staðar skaltu láta hann hjálpa þér við leitina.

Fyrstu leitarstaðir
Fyrst í stað skaltu einskorða leitina við þá staði þar sem hraða- eða stefnubreyting hefur orðið á flóðinu, svo sem við kletta, beygjur, vegkanta o.þ.h.  Einnig skal leita neðst í tungu flóðsins og upp eftir skriðu.