Almannavarnir skulu skipuleggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna hættu eða tjóns sem skapast hefur vegna ofanflóða (skriðufalla og snjóflóða).

Sá sem lendir í aurskriðu skal:

Krjúpa og verja höfuð
Krjúpa og verja höfuð sitt ef ekki er mögulegt að komast undan skriðunni.

Leita til hátt liggjandi staða
Reyna að koma sér úr farvegi skriðunnar og leita til hátt liggjandi staða.

Húsaskjól
Leita skjóls í húsum og loka gluggum og millihurðum og dvelja þeim megin sem snýr undan fjallshlíðinni.