Mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir í rekstri geri áhættumat og viðbragðsáætlanir um  rekstrarsamfellu, þannig  að þegar eitthvað í ytra umhverfinu  breytist, oft eitthvað óþekkt og hætta er á rekstrarstöðvun, þá er nauðsynlegt að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón.  Hverjar eru áhætturnar sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að takast á við og hversu berskjölduð eru þau gagnvart þessum áhættum.

Talað er um áfallaþol fyrirtækja og stofnana sem getu þeirra til að komast af, aðlagast, eflast og halda sér á réttri braut þegar flóknar breytingar verða, oft ófyrirséðar, og ná að komast í nýja og betri stöðu í framhaldinu.

Við gerð viðbragðsáætlunar um heimsfaraldur inflúensu voru fyrirtæki og stofnanir  hvött til að útbúa áætlun til að auka viðnámsþrótt og áfallaþol í heimsfaraldri.
Gátlisti var hafður til hliðsjónar í þeirri vinnu um órofinn rekstur í heimsfaraldri.

Þá má sjá hverning Írar vinna að þessum málum þar sem tekið er fyrir hvernig einstaka fyrirtæki og stofnanir eins og t.d. framleiðslu-, fjármála- og tölvufyrirtæki undirbúa sig .
Business Continuity Planning – Responding to an influenza Pandemic

 

Síðast uppfært: 6. júlí 2017 klukkan 10:41