Í almannavarnaskipulaginu eru þrjár tegundir viðbragðsáætlana, sem hægt er að nálgast undir útgefið efni.

      Landsáætlanir –  þær taka til atburða sem hafa áhrif á landið allt, dæmi:  Landsáætlun um heimsfaraldur inflúensu.

     Almennar áætlanir – þær taka til tiltekinna flokka atburða og afmarkast landfræðilega af umdæmum lögreglustjóra, dæmi:

  • umhverfi og heilsa
  • hópslys
  • flóð
  • óveður
  • jarðvá


Séráætlanir
– þær taka til tiltekins atburðar á afmörkuðum stað. Þær eru á ábyrgð almannavarnanefnda, lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra auk annarra stjórnvalda, sem bera ábyrgð á þeim málaflokki sem séráætlun nær til. t.d. kemur ISAVIA að gerð séráætlana á flugvöllum. Séráætlanir falla undir flokkana hér að framan en eru um viðbrögð við ákveðnum atburðum undir þeim flokkum, dæmi: flugslysaáætlanir og áætlun vegna eldgoss í Kötlu.

Reglugerð nr. 323/2010 segir til um efni og gerð viðbragðsáætlana.