Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á viðbúnaði gegn vá af völdum smitsjúkdóma, eiturefna, geislavirkra efna og óvæntra atburða sem ógna heilsu manna.

Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á viðbúnaði gegn heimsfaraldri inflúensu og vinnur náið með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu var unnin árin 2005 – 2008.  Þegar heimsfaraldur inflúensu skall á árið 2009 var unnið markvisst eftir viðbragðsáætluninni með það að markmiði að draga úr alvarlegum afleiðingum á heilsufar og samfélag.

Í eldgosum hefur sóttvarnalæknir varað við áhrifum gosefna í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Landlæknisembættisins.

Embætti landlæknis ber ábyrgð á framkvæmd sóttvarna

Embætti landlæknis er ætlað að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og efla lýðheilsustarf í landinu og ber embætti landlæknis ábyrgð á framkvæmd sóttvarna. 

Geislavarnir ríkisins annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum. Einnig stunda Geislavarnir rannsóknir á sviði geislavarna, svo og vöktun og rannsóknir á geislavirkum efnum í matvælum og umhverfi   Sjá nánar á vefsíðu  Geislavarna ríkisins.

logo

Síðast uppfært: 23. júní 2020 klukkan 12:17