Rúmingaráætlanir, varnarvirki og fræðsla til íbúa eru mikilvægir þættir í mótvægisaðgerðum fyrir snjóflóð í þéttbýli.

Rýmingaráætlun fyrir bæjarfélag felst  í fyrsta lagi í reitaskiptu rýmingarkorti, í öðru lagi greinargerð Veðurstofu Íslands um snjóflóðaaðstæður og síðast en ekki síst áætlun lögreglustjóra og almannavarnanefndar staðarins um það hvernig staðið er að rýmingu þegar tilkynning um slíkt berst frá Veðurstofunni. Áætlun þessa vinna lögreglustjórar og almannavarnanefndir staðanna í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á grundvelli rýmingarkortanna.

Hafa verður í huga að varnarvirki, sem byggð verða á næstu árum, munu hafa mikil áhrif á snjóflóðahættu og breyta þannig forsendum rýmingaráætlananna. Rýmingaráætlanir eru uppfærðar eftir því sem varnarvirki eru reist.