Hvert umdæmi landsins hefur gert áhættuskoðun sem skilgreinir áhættur í umdæminu.

Heimilisfólk þarf að fara yfir hættur sem það gæti þurft að bregðast við og gera viðeigandi ráðstafanir og viðbragðsáætlun.

Í viðbragðsáætlun heimilisins  að fara yfir hugsanlegar hættur sem steðja að þeim og hvaða úrræði eru til staðar og hvað skuli gera til að vera viðbúinn. Æfið viðbragðsáætlunina reglulega og uppfærið hana eftir þörfum. Rauði krossinn á Íslandi heldur skyndihjálparnámskeið reglulega og er mikilvægt að kunna fyrstu hjálp.

Við gerð heimilisáætlunar þá ræðir heimilisfólk saman um hugsanlegar hættur, fer yfir tryggingamál, framkvæmir forvarnir, semur viðbragðs- og rýmingaráætlun og lærir að bregðast við vá.

hætta í þínu umhverfi           áætlun      kit

  • Þekktu hætturnar í þínu umhverfi
  • Hafðu tilbúna áætlun um viðbrögð
  • Útbúðu neyðarkassa

Gefið ykkur því tíma til þess að athuga hvernig þið getið undirbúið ykkur og heimili ykkar til að takast á við áföll.  Ræðið og æfið áætlunina með reglubundnu millibili. Upplýsið alla heimilismeðlimi, sérstaklega börnin, um öryggismál og viðbraðsáætlanir og hvernig þurfi að bregðast við og hvert eigi að leita ef eitthvað fer útskeiðis.

Munið að 1-1-2 er númer sem allir geta haft samband við í neyð og er einnig símanúmer Almannavarna. Ef mikið álag er á 1-1-2 er hægt senda þeim SMS eða setja út hvíta veifu sem er merki um hjálparbeiðni í hamförum. Oft getur verið erfitt að hringja í hamförum – en SMS hefur reynst betur til að láta vita af sér. Almannavarnir bregðast strax við neyðarástandi en hafa skal í huga að ef margir slasast eða verða heimilislausir getur orðið bið á því að öllum berist hjálp.  Því þarf fólk að vera undir það búið að bjarga sér sjálft, þar til hjálpin berst.

Einnig gæti þurft að gera sérráðstafanir fyrir búfénað og gæludýrin. Ef rýming er yfirvofandi athugið að hafa nægt eldsneyti á bifreið og kannið hvort fjölskyldur sem ekki eiga bifreið geti ferðast saman til næstu fjöldahjálparstöðvar.