Viðbragðsaðilar hafa komið sér saman um 3 háskastig almannavarna sem taka til allra neyðaraðgerða. Almannavarnastig eru flokkuð eftir alvarleika, umfangi viðbúnaðar og þörf á forgangshraða viðbragðsaðila.

Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um almannavarnastig hverju sinni í samráði við við­kom­andi lögreglustjóra ef unnt er og tilkynnir það dómsmálaráðherra. Heimilt er að lýsa yfir almannavarnaástandi þegar neyðarástand er líklegt, er yfirvofandi eða ríkir eða sam­bæri­legar aðstæður eru fyrir hendi.
Reglugerð um flokkun almannavarnastiga 650/2009

Stig alvarleika eru:

  1. Óvissustig
  2. Hættustig
  3. Neyðarstig

Stigkerfi

Skýringarmynd um stigakerfi almannavarna

Aðgerðir geta hafist á óvissustigi (t.d. eldgos), hættustigi eða neyðarstigi (t.d. slys og bráðamengun).

Skýringarmyndin hér að ofan sýnir á heildstæðan hátt samsetningu stigakerfis almannavarna þar sem alvarleiki atburðar er flokkaður í óvissu, hættu, neyð. Umfang í ljósi alvarleika er flokkað í grænt, gult, rautt, svart og þörf á forgangi við boðun flokkuð eftir alvarleika útkalls.