Markmið almannavarna er að takast á við vá af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum, sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfis og eða eignum.

Áhættuþættir af náttúruvöldum. Íslendingar hafa oft þurft að takast á við óblíð náttúruöflin og hættulegar afleiðingar þeirra. Eldgos með tilheyrandi hraunrennsli, öskufalli og jafnvel jökulhlaupi, aurskriður, sjávarflóð og snjóflóð, jarðskjálftar, óveður og kuldi hafa bæði valdið manntjóni og fjárhagsskaða. Búast má við að boðun hlýnun jarðar geti  valdið breytingum á veðurfari með ófyrirséðum afleiðingum. Þar sem áhættan er talin aukast í náttúrufari vegna loftslagsbreytinga þarf að auka viðbúnað í almannavarnakerfinu.

Áhættuþættir af mannavöldum. Áhætta getur skapast vegan vanrækslu, yfirsjóna eða mistaka, en einnig af ásetningi. Hryðjuverk, skipulögð glæpastarfsemi og netárásir hafa aukist síðustu ár og er mikilvægt að vera viðbúin þeirri áhættu.

Áhættuþættir vegna tæknilegra bilana. Veruleg röskun á helstu samfélagsinnviðum getur ógnað lífi og heilsu íbúa, svo og félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum sem tryggja öryggi samfélagsins. Tryggja þarf virkni helstu samfélagsinnviða s.s. fjarskipti, raforku, samgöngur, vatnsveitu, fráveitu, löggæslu og neyðarþjónustu.

Síðast uppfært: 6. janúar 2017 klukkan 14:37