Flóðbylgjur (tsunami) eru sjaldgæfar hér við land en þær geta valdið miklu tjóni. Bylgjur geta myndast í kjölfar jarðskjálfta (yfir 80% flóðbylgja eiga upptök sín vegna jarðskjálfta), jökulhlaupa og eldgosa og magnast oft upp þegar þær koma á land. Hrun í landgrunninu eða hrun í sjó fram geta orsakað flóðbylgjur og ekki er hægt að útiloka stóra loftsteina, sem hafa komið af stað höggbylgjum þegar þeir splundrast (d. Chelyabinsk í Rússlandi 2013).

Flóðbylgjur hafa valdið skaða, þegar snjóflóð og skriður hafa fallið í sjó fram í þröngum fjörðum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Ef viðvörun um flóðbylgju er gefin eða hætta er á flóðbylgju er megin reglan að fara frá ströndinni og upp í hlíðar eða hæðir ef kostur er.

flóðbylgjur
Almennt er talað um tsunami þegar vísað er til ofangreindra flóðbylgna, en „tsu“ þýðir höfn og „nami“ þýðir alda eða bylgja á japönsku. Erfitt getur verið að segja til um hvort flóðbylgja myndist í kjölfar jarðskjálfta og því mikilvægt að vakta strendur landsins í kjölfar jarðskjálfta og hruns. Árið 2004 varð mjög mannskæð flóðbylgja í suðaustur Asíu í kjölfar jarðskjálfta og eftir þær hamfarir var farið í víðtækar rannsóknir á flóðbylgjum og viðvörunarkerfi við flóðbylgjum efld. Árið 2011 varð flóðbylgja í Japan eftir stóran jarðskjálfta með miklu eigna- og manntjóni.

Oft er talað um 12 stig sem ákvarða styrk flóðbylgju tsunami_intensityscale (á ensku) og lýsa þau þeim áhrifum sem flóðbylgjan hefur á fólk og umhverfi og þeim skemmdum sem hún veldur á mannvirkjum, þar á meðal skipum og byggingum.

Upplýsingar um flóðbylgjur má nálgast á vefsíðu hjá UNESCO í verkefninu NEAMTIC sem rannsakar áhættuna á flóðbylgjum í Norðaustur Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Þar er fjallað  um  Storegga skriður , sem er röð skriða sem urðu í Norðursjó fyrir 8.400 og 1.500 árum og höfðu áhrif á stórt svæði á Bretlandseyjum, Færeyjum, Noregi og Íslandi. Þetta er atburður sem er mjög ólíklegur en hefur miklar afleiðingar.

Rannsóknir Bondevik et al 2005 sýna hvar flóðbylgju setlög hafa fundis

Rannsóknir Bondevik et al 2005 sýna hvar flóðbylgjusetlög hafa fundist á hafsbotni milli Noregs og Íslands

Bondevik et al : The Storegga slide tsunami – comparing field observations with numerical simulation.

Náttúruhamfarir sem vátryggt er gegn hamförum eru sbr. 4. gr. laga nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, en samkvæmt reglugerð nr. 700/2019 eru flóð vátryggð, þ.e. þegar flóð verða vegna þess að ár eða lækir sem renna að staðaldri flæða skyndilega yfir bakka sína eða flóðbylgjur frá sjó eða vötnum ganga skyndilega á land og valda skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðum eignum. Það er einnig vatnsflóð þegar skyndileg flóð koma frá jökli vegna bráðnunar íss.
Sjá nánar á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands