Viðmiðunarmörk vegna atvinnustarfsemi vegna eitraðra gastegunda (Vinnueftirlitið).

Áhrif nokkurra efna og mengunarmörk þeirra:
Mengunarmörk eru hæsta leyfilega meðaltalsmengun (tímavegið meðaltal) í andrúmslofti starfsmanna við 8 klst., eða 15 mínútna viðveru.
Mengunarmörk eru gefin upp í ppm (parts per million) þar sem 10.000 ppm er jafngilt 1%, einnig er miðað við milligrömm efnis í hverjum rúmmetra af lofti.

Brennisteinsvetni, (H2S)
8 klst mengunarmörk eru 5 ppm (7mg/m3). 15 mínútna mengunarmörk eru 10 ppm (14mg/m3)
Eitrunareinkenni eru m.a:

Við 20-50 ppm má reikna með ógleði og lyktarskyn slævist.
Við 100-200 ppm er bráðahættuástand þá hverfur lyktarskyn og erting öndunarfæra vex.
Við 250-500 ppm verða menn sljóir. Meðvitundarmissir verður við 500 ppm.
Við 1000 ppm verður öndunarlömun (banvænt).

Brennisteinstvíildi (SO2)
Mengunarmörkin eru 0,5 ppm (1,3 mg/m3) fyrir 8 klst., en 1ppm (2,6 mg/m3) fyrir 15 mín.
Við 100 ppm styrk er efnið lífshættulegt.

Koltvísýringur (CO2)
Koltvísýringur lækkar súrefnisinnihald lofts sem hann blandast og veldur þannig súrefnisskorti, en getur einnig valdið eitrunareinkennum við háan styrk.
Mengunarmörkin eru 5.000 ppm (4.500 mg/m3) fyrir 8 klst., en 10.000 ppm (9.000 mg/m3) fyrir 15 mín.

Koleinsýringur (CO).
Mengunarmörkin eru 25 ppm (29mg/m3) fyrir 8 klst., en 50 ppm (58 mg/m3) fyrir 15 mín.
Við 100 ppm er CO hættulegt heilsu.
Við 800 ppm, sljóleiki, verkir, dofi.
Við 1.600 ppm (0,16%), höfuðverkur, sljóleiki, dauði innan 2 klst.

Brennisteinssýra (H2SO4)
Brennisteinssýra er ætandi á slímhúð öndunarfæra, munns, augna og einnig húðar í nægjanlegum styrk.
Mengunarmörkin eru 1mg/m3 fyrir 8 klst., en 2 mg/m3 fyrir 15 mín.
Mengunarmörkin fyrir úða sem kemst niður í barka eru 0,05mg/m3 fyrir 8 klst., en 0,1 mg/m3 fyrir 15 mín.