Óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi aflýst.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum aflýsir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Landris mældist vestan við Þorbjörn á tímabilinu 28. apríl – 28. maí og var mesta hækkun um 5,5 sm. Samhliða því var aukin skjálftavirkni og mældust um 800 skjálftar á sólahring þegar mesta var. Ástæða landrissins er talin vera myndun innskots á svipuðum slóðum og innskotin þrjú sem urðu til 2020.
... Sjá meiraSjá minna
Um daginn fór fram ráðstefnan "Við erum öll almannavarnir". Þar gaf Arna Björg Rúnarsdóttir íbúi og foreldri í Grindavík ráðstefnugestum innsýn í hvernig fjölskyldulífið var þegar jarðskjálftar gerðu íbúum lífið leitt fyrir eldgosið í Geldingardölum og þegar eldgos birtist í bakgarðinum. Það var áhugavert fyrir þau sem voru í salnum og þau sem hlustuðu í beinu streymi að fá þessa innsýn hvernig það er að búa við almannavarnarástand. Við þökkum Örnu Björgu fyrir frábæran fyrirlestur.
... Sjá meiraSjá minna
Eins og fram hefur komið undanfarna daga þá er talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Í gær komu fram ný gögn þar sem sést nokkuð glögglega það ris sem er að eiga sér stað í kringum Svartsengi, en það mælist 2-2,5 sm á tímabilinu.
Mælingarnar koma úr Sentinel-1 interferogram og voru gerðar frá 7. - 19. maí 2022.
Frétt Veðurstofunnar:
www.vedur.is/um-vi/frettir/talsverd-skjalftavirkni-a-reykjanesskaganum
... Sjá meiraSjá minna