Gerð hefur verið rýmingaráætlun fyrir þau svæði sem eru í hættu við eldgoss í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli . Þar eru tilgreint hvernig rýmingu skal háttað frá helstu stöðum í nágrenni eldstöðvanna. Hægt er að nálgast nýjustu útgáfur viðbragðsáætlanna undir liðnum útgefið efni.

Við upp­haf eld­goss er ekki hægt að sjá fyr­ir hvar jök­ul­hlaup kann að koma und­an jökli og er því brýnt að rýma strax þau svæði sem staf­ar hætta af jök­ul­hlaupi. Fólk sem býr eða dvelst í ná­grenni Kötlu þarf því að und­ir­búa rým­ingu fyr­ir fram svo unnt sé að kom­ast í ör­uggt skjól í tæka tíð.

Afar knappur tími er fyrir íbúa til að yfirgefa heimili sín 15 – 20 mínútur fyrir Sólheimabæina og 30 mínútur víða annars staðar. Því þarf að undirbúa rýmingu fyrirfram og huga að frágangi heimilis, gripahúsa og öðrum nauðsynjum.

Bæklingar hafa verið gefnir út um viðbrögð íbúa vegna eldgoss í Mýrdalsjökli. Einnig hafa hverið gefnir út bæklingar fyrir ferðamenn á fimm tungumálum (sjá útgefið efni).