Flóð við sjávarsíðun fylgja gjarnan djúpum lægðum, sérstaklega þegar vindáhlaðandi er mikill og ágjöf vegna öldugangs, samfara hárri sjávarstöðu.   Í grunnu vatni við ströndina á háflóði getur mikill áhlaðandi og ágjöf samfara hárri sjávarstöðu valdið sjávarflóði með tilheyrandi skemmdum. Hægt er að fylgjast með upplýsingum um veður- og ölduspár á vef Vegagerðarinnar. Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út sjávarfallatöflur þar sem reiknaður er tími og hæð flóðs og fjöru

sitelogo     LHG

Ef hætta er talin á sjávarflóðum.

Gluggahlerar
Setjið hlera fyrir þá glugga sem snúa að sjó.

Lokið niðurföllum og hugið að frárennsli
Gerið ráðstafanir til að varna því að vatn geti komið upp úr niðurföllum. Holræsakerfi geta verið viðkvæm þegar öldur og ágjöf eru annars vegar.

Metið öryggi
Metið öryggi ykkar með hliðsjón af staðsetningu þess húss sem dvalið er í.

Ef Veðurstofa Íslands varar við veðri, skal taka það alvarlega.   

Dveljið innandyra
Dveljið innandyra á meðan fárviðri geysar og þá hlémegin í íbúðinni.

Skólar, ferðalög og mannamót
Verið ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Aflýsið ferðalögum og mannamótum.  Ef skólahald fellur ekki niður sendið þá börn ekki ein í skólann og tryggið að tekið sé á móti þeim.

Fréttir og tilkynningar
Fylgist með
veðurfréttum og tilkynningum í fjölmiðlum