Ýmsar gastegundir fylgja gjarnan eldgosum t.d. H2S, CO2, CO, SO2, HCl,  H2SO4 og geta valdið óþægindum. Brennisteinsvetni H2S  er litlaus gastegund með óþægilegri lykt eins og úldið egg.  Þegar styrkurinn eykst hverfur lyktin, við þau mörk verður hann hættulegur heilsu manna og jafnvel lífshættulegur (mjög eitrað).   Sama má segja um CO2 koldíoxíð,  sem er litlaus gastegund og getur safnast í lægðir við gufuhveri og á eldgosasvæðum. Þessi gastegund er þyngri en loft og í logni geta eiturgös og gufur safnast fyrir í lægðum og djúpum lautum.
Brennisteinstvíildi SO2 er einnig litlaus lofttegund með sterkri lykt sem getur haft áhrif á húð, augu og öndunarfæri.

Náttúruleg uppspretta þessara efna berst út í andrúmsloftið til dæmis frá eldgosum, skógar- og gróðureldum. Af mannavöldum er uppsprettan helst frá bruna á eldsneyti og alls konar iðnaði.

Við stóraukinn styrk þessara efna er varnarbúnaður eins og gasmælar, gasgrímur og hlífðargleraugu nauðsynlegur því þessar lofttegundir geta valdið skaða á lífi og heilsu manna. Þessar lofttegundir geta einnig verið skaðlegar dýrum og eyðilagt gróður.

Bregðast þurfti við eitruðu gasi sem dreifðist frá eldgosinu í Holuhrauni árin 2014 – 15 með viðvörunum til íbúa. Ráðleggingar um viðbúnað og viðbrögð við  SO2 frá eldgosum má sjá á töflunni og textanum hér fyrir neðan.

gudrungasmælar grimurogkútar

SO2 Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum
(Tafla með ráðleggingum um viðbrögð við mismunandi styrk)

Capture

Almennar ráðleggingar

  • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
  • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun  því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu.
  • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.Frekari ráðstafanir:
  • Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk SO2 innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað.
    1. Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni.
    2. Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn.
    3. Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr.
    4. Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum.
    5. Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í.
    6. Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa.
    7. Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna.
    8. Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá.
    9. Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina.
  • (Sjá nánar í töflu efst á blaðsíðunni)
  • Viðmiðunarmörk hafa verið sett vegna atvinnustarfsemi vegna eitraðra gastegunda.