Hreinsun ösku
Mikil óþægindi hljótast af gosösku og hún smýgur allsstaðar, bæði á heimilinu og vinnustaðnum, þ.á m. inn í sjónvörp, tölvur, myndavélar og annan verðmætan búnað þar sem hún getur valdið óbætanlegu tjóni.
Aska er frábrugðin venjulegu ryki. Hún er kristölluð og hvöss sem leiðir til þess að hún rispar og sverfur yfirborðsfleti ef henni er sópað burt eða hún þurrkuð af. Ef blautt er í veðri sest askan til og loftið hreinsast, en í þurrviðri þarf ekki mikið til að hún þyrlist upp af völdum vinda og umferðar

Oskufall_leiðbeiningar

Ef askan er fíngerð, gangið þá með hlífðargleraugu eða gleraugu í stað augnlinsa til að hlífa augunum við ertingu. Bleytið lítillega í öskunni áður en henni er mokað burt.

Gætið þess að bleyta ekki um of í ösku á þökum Það getur valdið því að þökin gefi eftir undan þunganum. Ákjósanlegt er að láta ekki marga sentimetra af ösku safnast á þök áður en tekið er til við að hreinsa af þeim. Notið öryggisólar við hreinsun á þökum þar sem þeim verðurkomið við.

Fyrir vikið eykst svifryk í andrúmsloftinu til muna og getur orðið svo mikið að af þvístafi óþægindi í öndunarfærum og augum. Regn og vindar duga vel til að fjarlægja ösku, og gras og annar gróður bindur hana að lokum í jarðveginum. Þetta gengur þó of hægt fyrir sig þegar öskufall er mikið og því verður að hreinsa ösku af byggðum svæðum og flytja hana burt.