Samkvæmt 9 gr. laga um almannavarnir á sveitarstjórn að skipa almannavarnanefnd  og ákveður sveitarstjórnin fjölda nefndarmanna. Alls eru sveitarfélögin 72 og hafa mörg sveitarfélög sameinast í eina nefnd, en 21 almannavarnanefnd er starfandi í 9 umdæmum landsins (sjá mynd). 
Almannavarnanefnd skal skipuð lögreglustjóra þess umdæmis sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara. Ráðherra ákveður hvaða lögreglustjóri skuli sitja í almannavarnanefnd ef fleiri en eitt lögregluumdæmi falla undir nefndina. Almannavarnanefnd kýs sér sjálf formann og varaformann. Sveitarstjórnir ráða starfsmenn almannavarnanefnda og greiða kostnað af störfum þeirra.

Sjá nánar leiðbeiningar um störf almannavarnanefnda

Almannavarnanefndir eru skipaðar af sveitarstjórn og felst hlutverk þeirra í stefnumótun og skipulagningu almannavarna í héraði.

Í umdæmum sínum vinna almannavarnanefndir að gerð hættumats og viðbragðsáætlana, í samvinnu við ríkislögreglustjóra ásamt því að endurskoða og framkvæma prófanir á viðbragðsáætlunum í samvinnu við ríkislögreglustjóra.

  • Sveitarfélög og stofnanir á þeirra vegum skulu, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, kanna áfallaþol í umdæmi sínu. Þá skulu almannavarnanefndir, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, gera viðbragðsáætlun í samræmi við hættumat í umdæmi þeirra.
  • Almannavarnanefndum er heimilt að hafa samvinnu um gerð viðbragðsáætlana. Hafi almannavarnanefndir verið sameinaðar skal gerð sameiginleg viðbragðsáætlun.
  • Fulltrúi almannavarnanefndar situr í aðgerðastjórn.
  • Ríkislögreglustjóri skal hafa yfirumsjón með samvinnu einstakra sveitarfélaga vegna sameiginlegrar hættu svo og þegar almannavarnanefndir tveggja eða fleiri sveitarfélaga gera viðbragðsáætlun.

 

Fundargerðir Almannavarnarnefndar Austurlands árið 2021