Verkfæri
Námskeiðin eru haldin fyrir sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti í samstarfi við Iðan fræðslusetur.
Þrenns konar námskeið sem ætluð eru starfsmönnum sveitarfélaga, ríkisstofnana og ráðuneyta sem koma að greiningu á áhættu og áfallaþoli. Þau byggja öll á sama grunni en eru hvert um sig sérsniðin að þörfum hvers hóps. Tilgangur námskeiðanna er að kenna þátttakendum hvernig staðið skuli að greiningum á áhættu og áfallaþoli samkvæmt leiðbeiningunum sem við höfum unnið.
Á námskeiðunum er notkun leiðbeiningaefnisins kennd í þeim tilgangi að fá samræmda sýn á áhættu og áfallaþol.
Farið er yfir skyldur, ábyrgð og hlutverk aðila og hugtök sem tengjast framkvæmd greiningarinnar. Farið er í gegnum aðferðafræði við greiningu skref fyrir skref ásamt framsetningu, framkvæmd og eftirfylgni. Einnig er fjallað um söfnun upplýsinga og skil á þeim til almannavarna.
Hvar og hvenær:
- Egilsstaðir // 16. maí
- Reykjavík // 18. maí
- Borgarnes // 19. maí
- Selfoss // 23. maí og 30. maí
- Akureyri // 24. maí
- Sauðárkrókur // 19. september
- Námskeið fyrir ráðuneytin – Reykjavík – 6. september og 13. september