Gróðureldar

Í áhættuskoðun almannavarna (2011) kemur fram að gróðureldahættan á Íslandi hefur aukist síðustu ár.   Með hlýnandi veðurfari, breytingum í landbúnaði og aukinni skógrækt eykst hættan á gróðureldum og er mikilvægt að stjórnvöld á sviði bruna- og skipulagsmála skoði þessa auknu áhættu vegna gróðurelda í ríkara mæli og hugi að stígagerð, skurðum, eldvarnahólfum, aðgengi að vatni og skipulagi skóga.

Mýrareldar árið 2006   (73 ferkílómetrar að flatarmáli  brunnu) vöktu menn til vitundar um gróðureldahættuna. Í framhaldinu var farið í frekara mat á eldhættu, sérstaklega á kjarrivöxnum svæðum með þéttri sumarbústaðabyggð,  oft með þröngum vegum og  ótryggum undankomuleiðum ((t.d. í Borgarbyggð og Árnessýslu). Þá er oft erfitt með vatnstöku og  illfært með öflug tæki til slökkvistarfa um þessi svæði.
Ein viðbragðsáætlun hefur verið gefin út vegna gróðurelda, Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal (sjá útgefið efni), sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda þar. Sjá einnig bækling um gróðurelda (frá Mannvirkjastofnun).

Hægt er nálgast gagnlegar upplýsingar um viðbúnað vegna gróðurelda eins og fyrstu viðbrögð, flóttaáætlun og meðferð elds á grónu svæði á vefsíðunni http://www.grodureldar.is

varúð vegna gróðurelda   gróðureldarSK
Myndir frá Skorradal
  • Sýnið fyllsta öryggi þegar notuð eru einnota grill, vindlingar eða kveiktir eru varðeldar
  • Fjarlægið eldfim efni við hús (hugið að staðsetningu gaskúta)
  • Hugið að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gerið flóttaáætlun
  • Garðslöngur – bleyta í gróðri kringum hús þegar þurrt er
  • Hringið í 1-1- 2 ef kjarreldar kvikna, reynið að slökkva eldinn og bjarga fólki, dýrum og verðmætum

Eldhætta á tjald- og hjólhúsasvæðum

Á tjald- og hjólhýsasvæðum búa menn gjarnan í mikilli nálægð við nágranna og oft í umhverfi sem þeim er ókunnugt. Matseld fer yfirleitt fram á gastækjum og notkun útigrilla er almenn, þá bæði kola- og gasgrilla. Grillin eru gjarnan staðsett þar sem skjólið er mest, oft milli tjalda eða hjólhýsa.

Á hverju tjaldsvæði þarf að vera til neyðaráætlun þar sem fram koma upplýsingar um hvernig brugðist skal við eldsvoða og skal sá hluti áætlunarinnar sem snýr að gestum og þeirra viðbrögðum vera aðgengilegur gestum t.d. í móttöku eða á skiltum utandyra við aðkomu að tjaldsvæði.

  • Tjaldið eða leggið ferðavögnum ekki of þétt
  • Geymið ekki brennanleg efni á auða svæðinu milli tjalda
  • Grill skal ekki hafa nær tjaldi en sem nemur 1.0 m
  • Verið ekki með opinn eld inni í tjöldum eða fortjöldum ferðavagna
  • Skiptið um gaskúta á tækjum utandyra á opnum svæðumSjá nánar upplýsingar um brunavarnir á tjald- og hjólhýsasvæðum (frá Mannvirkjastofnun)

Eldsvoðar á heimilum og fyrirtækjum

  • Skoðið útgönguleiðir – tryggið alltaf greiðfæra leið út
  • Flestir eldar sem kvikna á heimilum eru út frá rafmagni
  • Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki
  • Handslökkvitæki, brunastigi og eldvarnateppi
  • Áætlun og umræða heimilisfólks vegna eldhættu og útgönguleiða
  • Ákveðið söfnunarstað utan heimilis
    Sjáið nánari umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbrögð vegna eldsvoða á vefsíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og hjá Mannvirkjastofnun