Alvar og Alvör eru systkini.  Einu sinni kom stór jarðskjálfti og Alvör og Alvar urðu alveg ofsalega hrædd af því þau kunnu einfaldlega ekki að KRJÚPA-SKÝLA-HALDA eins og á að gera ef það kemur jarðskjálfti.

Það fyrsta sem þau gerðu eftir að jarðskjálftarnir voru hættir, var að læra hvað á að gera þegar það verður jarðskjálfti.  

Einu sinni kom stór jarðskjálfti og Alvör og Alvar urðu alveg ofsalega hrædd af því þau kunnu einfaldlega ekki að KRJÚPA-SKÝLA-HALDA eins og á að gera ef það kemur jarðskjálfti.

Alvar og Alvör ætla að sýna ykkur hvernig á að KRJÚPA- SKÝLA-HALDA  eins og þau lærðu að gera ef það verður jarðskjálfti.  Þið getið þá brugðist rétt við ef það verður jarðskjálfti hjá ykkur.

Alvar er að æfa sig að KRJÚPA, SKÝLA, HALDA út í horni.

 

Það er hægt að fara út í horn, KRJÚPA þar og SKÝLA höfðinu með annarri hendinni og HALDA sér með hinni, eins og Alvar gerir hér á myndinni.  Samt verður að passa sig á því að ekkert sé nálægt sem getur dottið á þig.

 

Alvör er að æfa sig að KRJÚPA, SKÝLA, HALDA undir borði.

 

Ef þú ert nálægt borði, er gott að skríða undir það, KRJÚPA þar, SKÝLA höfðinu með annarri hönd og HALDA um borðfót með hinni.  Þannig getur borðið skýlt þér fyrir því sem dettur úr hillum og skápum eða ofan úr loftinu.  Þetta veit Alvör og æfir sig að Krjúpa-Skýla-Halda.

 

Alvar er að æfa sig að KRJÚPA, SKÝLA, HALDA í hurðargati.

 

Ef þú ert í hurðaropi, getur verið gott að KRJÚPA í gættinni, SKÝLA höfðinu með annarri hönd og HALDA um dyrakarm með hinni.  Sjáðu hvernig Alvar gerir. Ef hurð er í opinu passaðu að hún skellist ekki á þig ef skjálftinn er öflugur.

Alvar og Alvör eru núna ánægð og róleg.  Þau eru búin að gera heimilisáætlun með mömmu og pabba og vita núna hvað á að gera ef það verður jarðskjálfti, eldur og margt fleira.  Þau vita líka hvað á að gera ef þau eru í skólanum ef það verður jarðskjálfti og þau muna að KRJÚPA, SKÝLA OG HALDA.

 Á morgun ætla þau að æfa sig með mömmu og pabba hvernig þau geta rýmt húsið ef það kemur til dæmis eldur eða jarðskjálfti.

Ýttu hér  til að læra hvað á að gera og litaðu í litabókina.

  • Ýttu hér til að opna litabók um Alvar og Alvör.Er fjölskyldan þín með neyðarkassa ef það kemur jarðskjálfti
  • Veistu um öruggan stað heima til að fara á ef það verður jarðskjálfti
  • Æfðu fyrir jarðskjálfta með fjölskyldunni og mundu að KRJÚPA – SKÝLA- HALDA