Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar – ekki hlaupa af stað.

• Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað.

• Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn.

• Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg. Gætið fyllstu varúðar og skoðið flóttaleið út eftir skjálftann.

• Verðu höfuð þitt og andlit með kodda – ef þú vaknar upp við jarðskjálfta.

• Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað.

• Láttu þína nánustu vita af þér þegar jarðskjálftnn hættir.

Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn

• Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda.

• Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið.

• Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi.

• Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær.

• Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að.

  • Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju.

Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta:

• Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta.

• Hafðu sætisbeltin spennt.

• Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta.