Eldgos á Reykjanesskaga

Hvað ber að hafa í huga

Nýjustu upplýsingar frá Almannavörnum um eldgos á Reykjanesskaga

Áður en farið er að eldgosinu á Reykjanesskaga þá er gott að hafa ýmislegt í huga. Gönguleiðin er stikuð, nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og útivistarfatnaði. Veður á staðnum getur breyst með skömmum fyrirvara því er gott að athuga veðrið áður en lagt í er hann. Einnig er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum af gosinu af vef Veðurstofu Íslands. Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mökkurinn leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldstöðva með vindinn í bakið.

Inn á loftgæði.is, þar er hægt að sjá á myndrænan hátt hver staðan er á gasmengun í byggð í nágrenni eldgossins. Til þess að bregðast við „rauðum“ tölum er gott að skoða hér, það fyrsta sem gott er að gera er að loka gluggum. Gasmengun getur haft skaðleg áhrif á heilsu fólks, hægt er að kynna sér þau áhrif á heimasíðu landlæknis.

Almannavarnir eru með nokkrar myndavélar á svæðinu – hér er hægt að fylgjast með.

Veður

Veðurstöð á Fagradalsfjalli

°C
m/s

Gönguleiðir og hættusvæði

Smellið á kortið til að sjá það stærra

  • Hættusvæði vegna gossprungna
  • Hraunflæði
  • Hættusvæði vegna framhlaups hraunflæðis
  • Gosop
  • Gönguleiðir
  • Bílastæði

Allar nánari upplýsingar um ferðir að gosstöðvunum má nálgast hjá SafeTravel

Gosstöðvarnar

Upplýsingar um stöðuna á og við gosstöðvarnar

Hættustig vegna eldgoss á Reykjanesi
Óvissustig (Uncertainty Phase):

Atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu.

Hættustig (Alert Phase):

Ef hætta fer vaxandi og grípa verður til tafarlausra ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa/dvelja.

Neyðarstig (Distress/Emergency Phase):

Atburður sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mannvirjum.