Búið er að aflýsa óvissustigi vegna eldgoss í Geldingardölum. Ekki hefur sést til hraunflæðis frá gígnum í Geldingardölum frá 18. september og engin merki eru um að grunnstæð kvika sé á ferðinni. Áfram verður fylgst með þróun atburða á svæðinu. En áður en farið er að svæðinu þá er gott að hafa ýmislegt í huga. Gönguleiðin er stikuð, nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og útivistarfatnaði. Veður á staðnum getur breyst með skömmum fyrirvara því er gott að athuga veðrið áður en lagt í er hann.
Almannavarnir eru með nokkrar myndavélar á svæðinu – hér er hægt að fylgjast með.