Eldgos á Reykjanesskaga

Hvað ber að hafa í huga

Nýjustu upplýsingar frá Almannavörnum um eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos hófst á Reykjanesi 19. mars sl. Það hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og erlendis, sökum staðsetningar hafa margir lagt leið sína að eldstöðvunum. Áður en farið er að gasstöðinni þá er gott og nauðsynlegt að hafa ýmislegt í huga.

Veður á staðnum getur breyst með skömmum fyrirvara, athugaðu veðrið áður en lagt í er hann. Veðurstofa Íslands hefur komið fyrir veðurstöð við gosstöðvarinnar og sendir stöðin athuganir á klukkustunda fresti. Einnig er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum frá Veðurstofu Íslands af eldgosinu.

Mikið hefur verið talað um gasmengun við gasstöðina og við byggð í nágrenni hennar, til þess að fá upplýsingar um gasmengun í byggð er gott að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar, loftgæði.is – þar er hægt að sjá á myndrænan hátt hver staðan er í hverju byggðarlagi. Til þess að bregðast við „rauðum“ tölum er gott að skoða hér hvað mikilvægt er að gera eins og að loka gluggum og kynda upp híbýli. Gasmengun getur haft skaðleg áhrif á heilsu fólks, hægt er að kynna sér þau áhrif á heimasíðu landlæknis.

Síðast uppfært 9. apríl kl 15:12

Veður

Veðurstöð á Fagradalsfjalli

°C
m/s

Gönguleiðir og hættusvæði

Smellið á kortið til að sjá það stærra

  • Hættusvæði vegna gossprungna
  • Hraunflæði
  • Hættusvæði vegna framhlaups hraunflæðis
  • Gosop
  • Gönguleiðir
  • Bílastæði

Allar nánari upplýsingar um ferðir að gosstöðvunum má nálgast hjá SafeTravel

Gönguleiðir og hættusvæði

Gosstöðvarnar

Upplýsingar um stöðuna á og við gosstöðvarnar

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum
Svæðið: frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi
Neyðarstig vegna COVID-19
Hættustig vegna eldgoss á Reykjanesi
Óvissustig (Uncertainty Phase):

Atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu.

Hættustig (Alert Phase):

Ef hætta fer vaxandi og grípa verður til tafarlausra ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa/dvelja.

Neyðarstig (Distress/Emergency Phase):

Atburður sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mannvirjum.