Á Íslandi er fólk oft ekki á varðbergi gagnvart hættunni sem af eldingum stafar. Við þrumuveður getur skapast eldingahætta og einnig við eldgos. Eldingahætta frá gjósandi eldstöð er mest í gosmekkinum sjálfum og getur náð í allt að 30 – 40 km. undan vindi frá eldstöðinni.
Vegna eldinganna sem fylgja eldgosum er ástæða til að setja eldingavara á hús til að minnka líkur á að eldingum slái niður í þau. Leitið til rafvirkja vegna uppsetningar á eldingavara og rafveitur vegna rafskauta.
Ef gjóskufall eða þrumuveður með eldingum gengur yfir skal gera eftirfarandi:
Utanhúss
Reynið að koma ykkur í skjól
- Forðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.
- Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri stórum trjám.
- Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.
- Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að:
- Krjúpið niður á kné, beygið ykkur fram og styðjið höndum á hnén. Leggist ekki flöt.
Innanhúss
Þar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal:
Forðist að nota vatn úr vatnsleiðslum (hvort sem er við uppvask, handþvott, klósett, sturtu eða bað).
- Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum.
- Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss.. Takið öll rafmagnstæki s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti. Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltarkerfi og rafmagnsgirðinar þar sem það á við.
Rafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. Veitið skyndihjálp og hringið í 112.