English below

Mikil ásókn er í að skoða eldgosið á Reykjanes úr lofti. Í öryggisskyni hefur tímabundið verið sett hámark á fjölda loftfara sem er hverju sinni innan BIR2 (Vestursvæðis). Hámarkið miðast við bestu sjónflugsskilyrði og er 4 loftför. Sjá gildandi NOTAMAthygli er vakin á því að hámarkið á við um allt Vestursvæðið – ekki eingöngu svæði í næsta nágrenni gossins. Þegar flogið er í næsta nágrenni við eldstöðina þurfa flugmenn að tryggja sín á milli að fjöldi loftfara sé ekki meiri en svo að flugöryggi sé tryggt. Bent er einnig á mikilvægi þess að huga vel að annarri umferð þegar flogið er inn og út úr svæðinu.  Aðskilnaður milli loftfara í sjónflugi innan svæðisins er á ábyrgð flugmanna.

Samgöngustofa setur fram eftirfarandi tilmæli til flugmanna vegna flugs í svæðinu:

a) þyrlur ættu að forðast að fara upp fyrir 700 fet yfir jörðu (AGL)
b) flugvélar og fis ættu að forðast að fara niður fyrir 800 fet yfir jörð (AGL)
c) drónar mega ekki fara upp fyrir 120 m yfir jörðu (AGL)
Sjá meira hér.

Vegna eldgossins á Reykjanesi verður þörf á tíðu rannsóknaflugi á vegum Almannavarna við eldstöðina. Flugið er í þágu almannavarna og vísinda og mun njóta forgangs framyfir annað flug. 

Til að tryggja öryggi er svæði skilgreint sem hættu- eða haftasvæði fyrir annað flug og bannsvæði fyrir dróna á meðan rannsóknarflugið fer fram. Hætt er við að stuttur fyrirvari verði á slíku og mun umfang og gildistími markast af aðstæðum hverju sinni. Þegar slíkt bann er í gangi þá verður tilkynningin sett hér að ofan og á facebooksíðu almannavarna.

  • Stjórnendur dróna eru hvattir til að fylgjast með nýjustu tilkynningum hér á þessum vef.
  • Hættu- eða haftasvæði fyrir loftför önnur en dróna verða auglýst með NOTAM

Jafnframt er bent á upplýsingar í flugmálahandbók AIP og gagnlegar upplýsingar og reglur um drónaflug.

Aviation and volcanic eruption

Due to a volcanic eruption on Reykjanes peninsula, there will be a need for the Department of Civil Protection and Emergency Management to conduct recurrent flights with experts and scientists to assess the situation. These flights will be given priority over other aircraft operations.

In the current volcanic eruption in Reykjanes peninsula, there will be a need for the Department of Civil Protection and Emergency Management to conduct recurrent flights with experts and scientists to assess the situation. These flights will be given priority over other aircraft operations.

To ensure safety, an area will be defined as a danger- or restricted area for conventional aircraft and prohibited area for drones while such scientific flights are conducted.  A short time notice can be expected for such areas to be established and the geographical scope and time limit will depend on circumstances each time.

  • Drone operators are encouraged to monitor notices published on the website of the Department of Civil Protection and Emergency Management
  • Danger – and restricted areas for aircraft other than drones will be published with NOTAM

Further information can be found in the AIP and on the drone website of the Icelandic Transport Authority.