almannavarnir.is   
1
Eldur um borð í hvalaskoðunarskipi
13. apríl 2015
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um klukkan 10:30 í morgun þegar eldur varð laus í hvalaskoðunarskipinu Faldi sem var statt um 3,5 mílur frá landi. 24 farþegar voru um borð og hefur þeim öllum verið bjargað um borð í hvalaskoðunarskipið Bjössa Sör og munu farþegar geta haldið áfram hvalaskoðun eða farið í land til Húsavíkur.

Meira

1
minnkunsvæðis Minnkun aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls
16. mars 2015

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir.

Nýja lokunarsvæðið nær 20 m útfrá norður jaðri nýja hraunsins, Dyngjujökli í suðri, farvegi Jökulsár á Fjöllum í austri og vestustu kvíslar Jökulsár ...

Meira

1
Ítrekun á mjög slæmu veðri á morgun
13. mars 2015

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill ítreka áður birtar veðurspár frá Veðurstofunni:  Spár um afar slæmt veður á morgun, laugardaginn 14.mars eru enn stöðugar og ástæða til að vara við roki eða ofsaveðri, sunnan 20-30 m/s og vindhviðum yfir 50 m/s. Veður verður sérstaklega slæmt um allt vestan og norðanvert landið og vert að taka fram að hvassara verður en var síðastliðinn þriðjudag. ...

Meira

1
Eldri Fréttir
1

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is