almannavarnir.is   
1
Enn að mælast töluverð mengun á Norður- og Vesturlandi
30. október 2014

Enn eru há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) að mælast á norðanverðu Snæfellsnesi. Alls voru 3700 µg/m³ af SO2 mæld með færanlegum handmæli í Ólafsvík nú eftir hádegið. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á Norðvesturlandi í dag.  Mengunin sem mældist í morgun í Skagafirði er nú gengin niður, en mengunin á Akureyri er enn að mælast 3000 ...

Meira

1
SMS viðvörunarskilaboð send út vegna mengunarinnar
30. október 2014

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun hefur mælst í morgun á Norður- og Vesturlandi. Tilkynningar um aukinn styrk hafa borist frá Akureyri, Skagafirði og Stykkishólmi.  Hæstu gildi sem mældust í morgun voru um 5100 míkrógrömm á rúmmetra á Sauðárkróki, um 2700 míkrógrömm á rúmmetra í Stykkishólmi og um 4000 míkrógrömm á rúmmetra á Akureyri.
Sjálfvirkur loftgæðamælir á Akureyri er ekki tengdur ...

Meira

1
Gasmengun í Skagafirði og Stykkishólmi
30. október 2014

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú í Skagafirði.  Hæðstu gildi sem mældust í morgun á Sauðárkróki voru 1.7 ppm sem er um 5100 míkrógrömm á rúmmetra.

Einnig hefur mælst aukinn styrkur í Stykkishólmi en þar hefur mælst 0.9 ppm en það eru um 2700 míkrógrömm á rúmmetra. 

Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og kynna sér vel ...

Meira

1
Eldri Fréttir
1

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is